Morgunblaðið - 10.12.2021, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
✝
Páll Heine
Pedersen
fæddist í Kertem-
inde í Danmörku
18. júní 1937.
Hann andaðist 1.
desember 2021.
Foreldrar hans
voru Hans Emil
Pedersen, f. 1911,
d. 1997, og Elise
M. Pedersen, f.
1914, d. 1996. Páll
átti fjögur systkini, þau eru
Doris, f. 1938, Ólafur f. 1948,
d. 2013, Lene, f. 1953, og Sus-
anne, f. 1955.
Hann fluttist til
Íslands árið 1959
og þar kvæntist
Páll Heine Violet
Emelíu Estrada
Pedersen 6. jan-
úar 1962. Dóttir
þeirra er Elísabet
f. 1965.
Útför Páls
Heine fer fram í
dag, 10. desember
2021, kl. 16.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Páll vinur okkar er dáinn.
Einhvern veginn finnst mér það
samt virka sem hvatning,
hvatning til að nýta hvern dag í
þágu Guðsríkis, líkt og þau
hjónin Páll og Violet hafa ætíð
gert. Orðin úr Jesajabók Bibl-
íunnar koma óhjákvæmilega
upp í hugann í þessu sambandi:
„Hér er ég … sendu mig.“
Páll hafði svo gott skopskyn
og stundum stríddi hann, en allt
í góðu.
„Þú truflaðir þegar þú piss-
aðir á þig og mamma þín þurfti
að slíta samtalinu til að sinna
þér!“ Svo hló hann. En mamma
mundi nú samt eftir boðskapn-
um boðuðum henni í janúar
1960 af Páli Heine, þá nýkomn-
um til landsins. Sex áratugum
síðar gengur hann fram á okkur
„snjókarlana“ í trillustarfinu, en
við vorum stundum kölluð snjó-
karlar þar sem við stóðum dúð-
uð í kuldanum, og segir eitthvað
á þessa leið: „Þið fáið örugglega
að vera kortéri lengur en við
hin í paradís fyrir að standa
hérna í kuldanum.“ Svo hló
hann – eða var það hóstinn
hans? Væntanlega hvort
tveggja.
Það verður gott að heyra hlý-
lega rödd hans á ný í nýjum
heimi, nýjum heimi sem hann
sjálfur hlakkaði mikið til.
Guðríður Loftsdóttir.
Páll Pedersen
✝
Sigrún Sig-
urdríf Hall-
dórsdóttir fæddist
á sjúkrahúsinu á
Ísafirði 9. sept-
ember 1930. Hún
lést á Öldrunar-
heimilinu Hlíð á
Akureyri 30. nóv-
ember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Halldór
Guðmundsson, f.
1885, d. 1968, og Sigrún Jens-
dóttir, f. 1892, d. 1972, á Eiríks-
stöðum í Súðavík. Hálfsystir,
samfeðra, var Elísabet, f. 1910,
d. 1937. Alsystkini: Jens Þorkell,
f. 1922, d. 1992, Guðrún Ólafía, f.
1925, d. 2012, Karólína Stein-
unn, f. 1927, d. 2009, Anna Þor-
björg, f. 1929, d. 2014, Óskar
Haraldur, f. 1932, d. 1944, og
Guðmundur Magnús, f. 1932, d.
1977.
Sigrún giftist Hálfdáni Svein-
björnssyni, f. 1924, d. 1954,
haustið 1949. Synir þeirra eru
þrír: 1) Daði, f. 1950, kvæntur
Ráðhildi Stefánsdóttur og eiga
þau fimm börn auk þess sem
Ráðhildur átti tvö börn fyrir
sem ólust upp hjá þeim. Barna-
börnin eru 11. 2) Rúnar, f. 1951,
kvæntur Ingu Helgu Björns-
dóttur, þau eignuðust soninn
Björn, f. 1975, d. 1995, og annan
dreng til sem á eina dóttur. 3)
þessum mæðginum og kallaði
hún Daðínu alla tíð mömmu.
Húsið sem þau bjuggu í var kall-
að Stöðin því Daðína var um-
boðsaðili fyrir póst og síma. Sig-
rún fór snemma að hjálpa til og
sentist um allt þorpið og ná-
grenni með símskeyti og kvaðn-
ingar fyrir símtöl. Þegar hún
stálpaðist sat hún vaktina við
skiptiborðið og sinnti póstaf-
greiðslu.
Sigrún var einn vetur í gagn-
fræðaskóla í Hveragerði og tvo
vetur á Akureyri þar sem hún
útskrifaðist sem gagnfræðingur
vorið 1948. Ári síðar giftust Sig-
rún og Hálfdán og stofnuðu
heimili í Bolungarvík en Hálf-
dán fórst á sjó árið 1954. Þau
Jónatan bjuggu einnig í Bolung-
arvík, síðast við búskap í Meiri-
hlíð. Árið 1971 tóku þau sig upp
og fluttu til Akureyrar. Þar
vann Sigrún á skinnasaumastofu
SÍS og í Sælgætisgerðinni Lindu
þar til hún fór á eftirlaun.
Sigrún tók þátt í kvenfélags-
starfi og leiksýningum, söng í
kirkjukór og var virk í starfi
sjálfstæðiskvenna. Hún var lengi
virk í starfi Sjálfsbjargar á Ak-
ureyri.
Þau Jónatan bjuggu lengi í
Lindasíðu 2. Eftir að Jónatan
lést flutti Sigrún á Hlíð þar sem
hún lést eftir snörp veikindi.
Útför hennar verður gerð frá
Glerárkirkju í dag, 10. desem-
ber 2021, klukkan 13. Streymt
verður frá athöfninni á facebo-
oksíðunni Jarðarfarir í Gler-
árkirkju - beinar útsendingar.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Kristján, f. 1953,
kvæntur Jóhönnu
S. Hansen, þau eiga
þrjú börn og sex
barnabörn.
Sigrún eignaðist
son með Braga
Helgasyni, f. 1933,
d. 2015: 4) Brynjar,
f. 1955, kvæntur
Önnu Þorbjörgu
Ingólfsdóttur, þau
eiga þrjú börn og
tvö barnabörn.
Í apríl 1961 giftist Sigrún Jón-
atan Ólafssyni, f. 1925, d. 2019,
og eignuðust þau þrjú börn: 5)
Sigurdríf, f. 1960, gift Birni J.
Sighvatz, þau eiga tvö börn og
þrjú barnabörn. 6) Ólafía, f.
1963, gift Hauki Konráðssyni og
eiga þau eina dóttur. 7) Rögn-
valdur, f. 1966, kvæntur Ásdísi
Reykdal Jónsdóttur, þau eiga
tvo syni og eitt barnabarn. Að
auki á Rögnvaldur tvær stjúp-
dætur frá fyrri sambúð.
Þegar Sigrún var hálfs ann-
ars árs fór hún í fóstur til Dað-
ínu Hjaltadóttur, f. 1875, d.
1952, í Súðavík sem varð ekkja
um líkt leyti. Einnig var á heim-
ilinu sonur Daðínu, Friðrik Frið-
riksson, f. 1911, d. 1977, sem
Sigrún leit alltaf á sem bróður
og dætur hans sem bróður-
dætur. Það var alla tíð ein-
staklega kært með henni og
Það var sárt að fá þá frétt að
mamma væri látin. Ég var á leið-
inni norður með strætó til að sitja
yfir dánarbeð hennar en náði ekki
í tæka tíð. Auðvitað vissi ég að
hverju stefndi en erum við nokk-
urn tímann viðbúin svo endanleg-
um lokum sem andlát er?
Hún datt og mjaðmarbrotnaði
rúmum fimm vikum áður en kallið
kom. Þegar slíkt gerist hjá fólki
sem er orðið vel við aldur bregður
batalíkum til beggja vona. Henni
fannst erfitt að vera upp á aðra
komin með sínar grunnþarfir og
var vansæl yfir aðstæðum sínum
þrátt fyrir að starfsfólk á Hlíð
væri allt af vilja gert og kæmi
fram við hana af fyllstu nærgætni
og umhyggju.
Mamma átti langa ævi og
reyndi ýmislegt um dagana. Það
má með sanni segja um hennar
lífshlaup og reynslu að lengi hafi
mátt manninn reyna. Heimili for-
eldra hennar var leyst upp vegna
langvarandi veikinda móður og
fátæktarbasls þegar mamma var
smábarn, hún varð kornung ekkja
með þrjá litla drengi, svo unga að
enginn þeirra man föður sinn.
Hún vann erfiðisvinnu, vinnudag-
urinn var oftar en ekki langur og
bar hún lítið úr býtum eins og
annað verkafólk af hennar kyn-
slóð.
Mamma átti sterkt bakland í
fóstru sinni en missti hana rúm-
lega tvítug. Fóstran, Daðína
mamma, er sennilegast sú mann-
eskja sem átti trúnað mömmu og
traust skilyrðislaust og því missti
mamma mikið þegar hún féll frá.
Mamma hefur nú fengið sína
langþráðu hvíld og kýs ég að trúa
því að hún sé nú á meðal þeirra
löngu gengnu ástvina sem hurfu
henni svo skjótt og svo snemma.
Hvíldu í friði elsku mamma og
friður guðs þig blessi.
Þess óskar þín elskandi dóttir.
Meira á www.mbl.is/andlat.
Ólafía Jónatansdóttir.
Í dag kveð ég Rúnu tengda-
móður mína eftir hálfrar aldar
samfylgd. Það blés ekki byrlega
fyrir fjölskyldunni í litla húsinu á
Eiríksstöðum í Súðavík þegar
Rúna fæddist. Það var kreppa og
atvinnuleysi og því lítið um vinnu
fyrir föður hennar og andleg veik-
indi herjuðu á móður hennar.
Rúnu var komið í fóstur þegar
hún var á öðru ári til Daðínu
Hjaltadóttur á símstöðinni í Súða-
vík. Þar ólst Rúna upp og naut
mikils ástríkis og kallaði hún
Daðínu alltaf mömmu. Heimilið á
Eiríksstöðum var að lokum leyst
upp og börnin vistuð á ýmsum
stöðum og hafði Rúna lítil kynni
af systkinum sínum í uppvextin-
um. Hún hafði heldur ekki mikið
af móður sinni að segja enda var
hún lítið í Súðavík en föður sinn
umgekkst hún alla tíð.
Ástin vitjaði Rúnu á heimaslóð-
um og árið 1949 giftist hún Hálf-
dáni Sveinbjörnssyni frá Uppsöl-
um í Álftafirði. Með honum
fluttist hún til Bolungarvíkur þar
sem þau stofnuðu heimili en Súða-
vík var samt alltaf Víkin hennar
Rúnu. Í mars 1954 fórst Hálfdán á
sjó og þá stóð Rúna ein uppi, 24
ára gömul, með þrjá kornunga
drengi. Daðína var látin og engin
náin fjölskylda sem gat umvafið
hana í sorginni. Ekki var gert ráð
fyrir öðru en að ekkjan bæri harm
sinn í hljóði og það gerði Rúna
svikalaust. Þegar leið að lokum í
lífi hennar kom það betur og bet-
ur í ljós að aldrei hafði verið unnið
úr þessu mikla áfalli. Rúna var of
ung til að fá ekknabætur eins
kaldhæðnislegt og það nú er og
hún mátti heldur ekki sitja í
óskiptu búi. Hún varð því að selja
íbúðina sem þau Hálfdán höfðu
keypt og hún flutti inn til Svein-
björns tengdaföður síns og hélt
heimili hjá honum fyrir synina í
nokkur ár. Á þeim tíma eignaðist
Rúna Binna minn með Braga
Helgasyni, svona að gamni sínu
eins og hún sagði, en ekki varð
meira úr því sambandi. Bræðurn-
ir fjórir minnast tímans hjá
Sveina afa með mikilli hlýju og
væntumþykju. Sveini og Uppsala-
systkinin tóku Binna eins og ein-
um af fjölskyldunni og kærleikur
þeirra í garð Rúnu og strákanna
var alla tíð mikill.
Seinni maður Rúnu var Jónat-
an Ólafsson og eignuðust þau þrjú
börn. Þá voru börnin hennar orðin
sjö og heimilið stórt. Þau byggðu
sér hús í Bolungarvík en árið 1965
hófu þau búskap í Meirihlíð og þá
fóru í hönd erfið ár í landbúnaði.
Rúna hafði tekið ríkan þátt í fé-
lagslífinu í Bolungarvík en eftir að
hún flutti í Meirihlíð átti hún ekki
hægt um vik að hitta vinkonur
sínar eða taka þátt í félagsstarfi
eins og áður. Það reyndist henni
erfitt. Lítill skilningur var á því á
þeim tíma að húsfreyjur í sveit
þyrftu að lyfta sér upp. Árið 1971
gáfust þau Jónatan upp á bú-
skapnum og fluttust til Akureyrar
þar sem þau áttu mörg góð ár og
gátu ferðast talsvert. Þegar Jón-
atan lést fyrir tveimur árum var
eins og opnuðust gáttir sem vand-
lega hafði verið lokað og Rúna fór
að tjá sig um að það væri mikill
munur að vera nú umvafin nánum
ástvinum sem hún ekki naut þeg-
ar Hálfdán lést. Undir það síðasta
var hugur Rúnu tíðum í Súðavík-
inni sinni hjá „Daðínu mömmu“.
Blessuð sé minning minnar góðu
tengdamóður.
Anna Þorbjörg
Ingólfsdóttir.
Elsku amma. Nú hefurðu loks
fengið hvíldina sem þú þráðir.
Fannst þetta komið gott. Síðustu
ár eftir að afi fór reyndust þér
ekki auðveld og nú eruð þið sam-
einuð á ný. Minningar mínar um
þig eru nátengdar ykkur báðum.
Þegar þið komuð vestur á sumrin
og ættarmótin, þessi sterku djúpu
vestfirsku tengsl sem við eigum.
Og þegar við komum í heimsókn
norður. Við systkinin þóttumst
heppin að eiga ömmu sem vann í
nammiverksmiðju og fékk að eiga
fulla haldapoka af útlitsgölluðu
nammi. Þegar þú gafst mér gler-
augnahulstur sem þú saumaðir úr
mokkaskinni og ég notaði þar til
saumarnir röknuðu upp. Þegar ég
dvaldi hjá ykkur á unglingsárum,
var í sveit í gegnum vinafólk ykk-
ar og þið keyrðuð mig fram og til
baka þegar á þurfti að halda og
gisti hjá ykkur í fríum. Þegar ég
kom alltaf í mat þegar ég var í
menntaskólanum og amma eldaði
heimsins besta rétt, Danska rétt-
inn, og sítrónufrómas í eftirmat.
Öll skiptin sem ég settist hjá ykk-
ur á Bautanum eftir skóla og fékk
að borða súkkulaðið sem þið feng-
uð með kaffinu. Eitt skiptið þótti
þér daman eitthvað illa klædd,
einungis í léttri kápu í nístings-
frosti, og fórst með mig beina leið
í Amaró og keyptir á mig risastór-
an þykkan trefil. Hann varðveiti
ég enn. Þegar ég bjó hjá ykkur
afa á meðan ég kláraði lokaprófin.
Síðar þegar ég flutti norður urðuð
þið fastur partur af daglegri til-
veru og gæðastundunum fjölgaði.
Fjölmargar heimsóknir, heims-
málin rædd og áfram hitti ég ykk-
ur á Bautanum og borðaði súkku-
laðið. Oft var slegið á létta strengi
og mikið hlegið, þú hristir gjarn-
an hausinn og glottir út í annað
yfir vitleysunni sem rann upp úr
okkur afa. Ég fór stundum með
ykkur afa á spilakvöldin, þar sem
afi spilaði, við tvær spjölluðum og
ég hjálpaði þér með kaffið í
hléinu. Þær stundir voru mér afar
kærar. Við María mín fórum allt-
af með þér á jólaballið hjá Sjálfs-
björg, besta ballið í bænum, og ég
kom alltaf og setti upp jólaskraut-
ið fyrir ykkur afa. Mér fannst sér-
staklega mikið til koma fallega
aðventukransins þíns. Og fallega
fermingarkrossins þíns sem alltaf
var um háls þér. Mér fannst gam-
an að skoða bækurnar þínar og
við ræddum oft um matjurta-
garðinn minn, en það tengdir þú
við úr æsku þinni. Mér fannst sér-
staklega gaman að ræða við þig
um gamla tíma, að heyra þína
sögu og um lífið hér áður fyrr.
Um æskuna, kórstarfið, hvernig
þú kynntist afa, fólkið og allar
gleðistundirnar, en einnig um
raunastundirnar, sem þú varst
reyndar fámál um. Eftir því sem
ég varð eldri og þroskaðri gerði
ég mér betur grein fyrir því hvað
líf þitt og ættarsaga okkar er
áhugaverð, hvað þú upplifðir mik-
ið af breytingum í samfélaginu og
hvað lífið lagði mikið á þig. Eftir
hamingjuríka æsku, sem þú
minntist í ljóma, tók lífið við með
öllum sínum hæðum og lægðum
og veraldlega basli. Í raun er það
ekki skrýtið að þyngslin sem
fylgdu þessum raunum hafi færst
yfir af meiri þunga síðustu árin
þín. Og þó svo ég sakni þín sárt
skil ég vel að þú hafir viljað fá
hvíldina.
Farðu í friði elsku amma mín.
Guð blessi þig.
Þín
Vilborg.
Hver minning er perla sem er
þrædd upp á perlufesti sem
geymir allar minningarnar sem
ég á um þig.
Heimsóknir til Akureyrar á
sumrin. Rabarbari úr garðinum
með sykri í litríku álglösunum
sem þú gafst okkur. Brúni bangs-
inn í gulu hekluðu peysunni undir
sjónvarpinu. Ferðirnar í Vín þar
sem við fengum ís og þið afi feng-
uð ykkur kaffi og köku.
Heimsóknir til Bolungarvíkur.
Þú situr í náttsloppnum við eld-
húsborðið í horninu þínu, drekkur
kaffi og reykir brúnu, löngu síg-
aretturnar þínar. Spjallar við
Gumma Hafsa sem kíkti nær allt-
af í morgunkaffi. Litlu, hvítu,
sætu sakkaríntöflurnar (Cande-
rel) þínar sem þú settir í kaffið.
Við stálumst reglulega í eina og
eina töflu til að láta bráðna í
munninum.
Stundirnar með þér og afa í
Lindarsíðunni. Ristað brauð,
mandarínur og earl grey-te. Ég
hugsa alltaf til þín þegar ég fæ
mér earl grey. Við sátum og
spjölluðum um allt milli himins og
jarðar og göntuðumst. Þið afi
sögðuð mér oft sögur af sam-
ferðafólki ykkar og árunum í Vík-
inni sem mér fannst alltaf mjög
gaman að hlusta á. Oftar en ekki
enduðu sögurnar á „já, en hann
drakk nú svolítið mikið“. Ég
brosti alltaf út í annað og hugsaði
með mér að annar hver maður í
Víkinni hlyti að hafa verið alkó-
hólisti. Einnig var gaman þegar
þú sagðir mér sögur úr þinni
æsku og ungdómsárum eða þegar
ég reyndi að pumpa þig um
hvernig hinn og þessi í stórfjöl-
skyldunni hefði verið. „Amma,
hvernig var eiginlega hann Hall-
dór langafi?“ „Hvernig var
hann?“ svaraðir þú í smá hæðn-
istón og glottir. Það varð mismik-
ið um svör enda fannst þér
kannski þessar spurningar mínar
svolítið skrýtnar. Og svo var það
hinn klassíski kaffihúsarúntur,
Bautinn eða Glerártorg. Það var
alltaf svo gaman að hitta á ykkur
afa þar.
Rauði varaliturinn, dökkbrún-
ar augabrúnir, sólgleraugun,
skyrta og stóri krossinn sem þú
fékkst í fermingargjöf og barst
alltaf um hálsinn. Þitt „trade-
mark“-útlit eins og við myndum
segja í dag.
Símtalið okkar um mánuði áður
en þú kvaddir. Við áttum langt og
gott spjall sem ég met mjög mik-
ils í dag. Það var síðasta spjallið
okkar.
Þar sem þú lást banaleguna og
varst að kveðja okkur hugsaði ég
með mér: hvar ætli hún amma sé
stödd núna? Þá birtist þú mér svo
skýrt. Þú varst komin aftur til
Súðavíkur og varst í góðra vina
hópi, að syngja og spila á gítar.
Og núna er engin Rúna amma
lengur. Engin Rúna amma til að
kíkja í heimsókn til, drekka te
með, spjalla við og eiga gæða-
stund með. Engin Rúna amma til
að spyrja mömmu og pabba eftir.
Engin Rúna amma sem segir
„Daði minn“ í svo sérstökum og
hlýlegum tóni eða „þið eruð nú
meiri rugludallarnir“, hristir svo
hausinn og glottir út í annað.
Það er svo dýrmætt að hafa
eldra fólk í lífi okkar sem hefur lif-
að tímana tvenna, heyra sögur
þeirra og einfaldlega bara vera
með þeim. Það verður því tómlegt
án þín amma. Mér finnst sárt að
þú sért farin og mun ég sakna þín
mikið. En eftir sitja minningarn-
ar, ég er full þakklætis.
Við berum perlufesti minning-
anna með okkur alla tíð, segjum af
þér sögur og minnumst þín.
Takk fyrir allt elsku amma.
Þín
Jóna Rún.
Þegar lífsins leiðir skilur læðist
sorg að hugum manna. Margs er
að minnast og hver minning er
dýrmæt perla sem mun ylja okk-
ur sem þekktum Rúnu ömmu um
ókomna tíð.
Þegar ég uppgötvaði að Daði
væri ekki „alvöru“ pabbi minn, þá
fimm eða sex ára, var ég fljót að
leggja saman tvo og tvo og fá út að
Rúna amma og Tani afi væru ekki
„alvöru“ amma mín og afi. Ég
skaut á fundi með Stefáni bróður
mínum og úr varð að við fórum til
þeirra til að fá formlegt leyfi fyrir
því að kalla þau ömmu og afa. Ég
gleymi aldrei undrunarsvipnum
sem á þau kom, það var næstum
eins og við hefðum slegið þau utan
undir. Ég gleymi heldur aldrei
þegar þau sögðu að ekkert annað
kæmi til greina, að þau væru jafn
mikið amma okkar og afi og allra
hinna barnabarnanna. Og þannig
var það alla tíð.
Amma var nægjusöm og vildi
ekki láta hafa mikið fyrir sér.
Engu að síður hafði hún ánægju
af því að gleðja aðra og var alltaf
mikil eftirvænting þegar við
systkinin opnuðum jólagjafirnar
frá þeim afa, enda slógu þær und-
antekningarlítið í gegn, hver
keppir við sodastream-tæki og
poppvél? Þegar við vorum fyrir
norðan sveik rabarbarinn í Odd-
eyrargötunni okkur aldrei né
heldur útlitsgallaða Lindu-sæl-
gætið sem amma lúrði á þegar
hún vann í verksmiðjunni. Bræð-
ur mínir áttu reyndar til að níðast
á rabarbaragarðinum með bol-
tasparki á meðan við systurnar
dáðumst að skartinu hennar
ömmu og öllum slæðunum.
Á framhaldsskólaárum okkar
nutum við systkinin þess að koma
reglulega í mat til ömmu og afa. Í
minningunni voru flestir kvöld-
verðirnir eins. Amma settist aldr-
ei til borðs með okkur, enda
„hafði hún borðað í gær“, eða svo
sagði afi alla vega. Afi var æstur
upp í pólitískum umræðum en
amma stóð keik við pottana og
glotti að öllu saman. Samt fannst
ömmu ekkert sérstaklega gaman
að elda og hafði í raun mun meiri
ánægju af því að vaska upp og
ganga frá, en þetta lét hún eftir
okkur, hún eldaði og við sáum um
allan frágang.
Amma hafði gaman af tónlist
og átti gítar sem hún lærði að
mestu sjálf að spila á. Ég var svo
heppin að fá gítarinn hennar lán-
aðan í tvö ár þegar ég – nýútskrif-
aður grunnskólakennarinn –
ákvað að læra á gítar svo ég gæti
spilað og sungið með nemendum
mínum. Ég skilaði ömmu gítarn-
um þegar ég keypti mér einn
sjálf. Þar með lagði ég gítarinn á
hilluna ef svo má að orði komast
því hann hefur verið nánast
óhreyfður síðan enda ekki nærri
eins góður og gítarinn hennar
ömmu.
Ömmu fannst óttalega vitlaust
af mér að búa í Reykjavík. Hún
sagði gjarnan: „Klara mín, ertu
ekki búin að búa nógu lengi í
Reykjavík? Viltu ekki bara flytja
aftur norður?“ og þegar ég svar-
aði því neitandi sagði hún um hæl:
„Jæja vina mín, hafðu það eins og
þú vilt.“
En nú er amma farin og sárs-
aukinn og söknuðurinn er mikill.
Sem betur fer á ég fjöldann allan
af yndislegum minningum um
samverustundir okkar sem aldrei
verða teknar frá mér. Hins vegar
er ljóst að í dag munu fjölmörg
tár falla á fallegu kistuna hennar
elsku Rúnu ömmu.
Klara.
Sigrún Sigurdríf
Halldórsdóttir