Morgunblaðið - 10.12.2021, Side 22

Morgunblaðið - 10.12.2021, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021 Smáauglýsingar Bækur Bækur Bækur úr bílskúrnum. Opin sölusíða á Facebook Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nýr 2021 Nissan Leaf N-Con- necta 40 kWh battery Evrópubíll í fullri ábyrgð. Eigum hvíta og svarta til afhendingar strax. 700.000 undir listaverði á aðeins 3.990.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Gjáhella 7, Hafnarfjörður, fnr. 230-2893 , þingl. eig. Fastrek ehf., gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarkaupstaður, þriðjudaginn 14. desem- ber nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 9. desember 2021 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 OPin vinnustofa kl.9-12.30, nóg pláss - Zumba Gold 60+ kl.10.30 - Kraftur í KR kl.10.30, rútan fer frá Vesturgötu 7 kl.10.10, Grandavegi 47 kl.10.15 og Aflagranda 40 kl.10.20 - Aðventubingó kl.13.30, spjaldið kostar 350 kr. - Kaffi kl.14:30 - 15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir Boðinn Föstudagur: Pílukast kl. 10. Línudans er hættur fyrir jól. Sund- laugin er opin frá kl. 13.30-16. Bústaðakirkja Karlakaffi í dag frá kl 10-11.30. Gestur dagsins er Benedikt Jóhannsson sálfræðingur og rithöfundur. Hann spjallar um nýja ljóðabók sína "Á krossgötum" og ýmislegt annað. Hlýleg sam- vera með jólaívafi. Hlökkum til að sjá ykkur. Gerðuberg Fjörugur föstudagur: Opin vinnustofa frá kl. 8.30. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Jólaprjónakaffi frá kl. 10-12. Hinn eini sanni Guðni Ágústsson kemur í heimsókn kl. 11. í bókarkynningu og spjall. Jólabingó frá kl. 13.30. Verið öll velkomin. Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 14. desember verður vetrarferð eldri borgara í Grafarvogskirkju. Rúta fer frá Grafarvogskirkju kl. 13. Farið verður í Fly over Iceland/Canada. Ferðin kostar kr. 6,500.- Innifalið er rútuferð, sýningin, kaffi og kaka. Skráning er hjá Grafarvogskirkju í síma 587 9070 Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir Hraunbær 105 Kaffispjall og frítt kaffi kl. 9-11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Útskurður og tálgun kl. 9- 12. Hádegismatur kl. 11.30 - 12.30. Jólabingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Hraunsel Brigdge kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10.30. Bridge í handavinnustofu 13. Jólamyndin ,,Falling in love" sýnd kl. 13.15. Hádegismatur kl. 11.30 –12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 8.30 í Borgum, leikfimi 9.45 pílukast kl. 9.30 í Borgum og gönguhópar Korpúlfa kl. 10. gengið frá Borgum og ganga inn í Egilshöll á sama tíma. Bridge kl. 12.30 í Hlöðunni við Gufunesbæ ATH. BREYTTA STAÐSETNINGU, vegna fun- dar í Borgum. Hannyrðahópur kl 12.30 í Borgum og tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. Grímuskylda í Borgum 10. des, sóttvarnir í heiðrum hafðar. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist föstudagshópur milli kl. 10.30-11.30 í handavinnustofu 2. hæðar. Eftir hádegi er svo handavin- nustofan opin kl. 13-16. Eliza Reid heimsækir Vitatorg og les upp úr bók sinni, Sprakkar kl. 12.30. Eftir það er bingó kl. 13.30-14.40. Þá er vöfflukaffi kl. 14.30 en á þeim tíma verða einnig jólatónar frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna kl. 9. Syngjum saman í sal- num á Skólabraut kl. 13. Allir hjartanlega velkomnir. Kaffisopi á eftir. Vantar þig fagmann? FINNA.is mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Sigríður Guð- jónsdóttir var fædd á Bollastöð- um í Flóa 25. jan- úar 1933. Hést á Sólvöllum á Eyr- arbakka 26. nóv- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru Kristín Guðmundsdóttir og Guðjón Guð- jónsson á Bolla- stöðum. Systkini hennar eru Helga, Gróa Steinunn, Ólafur og uppeldisbróðirinn Bragi Antonsson, öll eru þau á lífi. Sigríður giftist Gunnari Halldórssyni frá Skeggja- stöðum í Flóa, f. 16. janúar 1925, d. 15. maí 2002. Þau eignuðust fimm börn: Kristín, f. 31. mars 1956, gift Jóni Gíslasyni, Þau búa á Lundi í Lundarreykjadal og eiga fjögur börn. Skeggi, f. 20. júlí 1959, sambýliskona Ellen Bergan, þau búa á Skeggja- stöðum og eiga tvö börn. Halldóra, f. 31. maí 1965, búsett á Kópaskeri. Gauti, f. 1. des- ember 1969, d. 2013. Kona hans var Guðbjörg Jónsdóttir og bjuggu þau á Læk í Flóa og eignuðust fjögur börn, Guðbjörg er nú búsett á Selfossi. Bolli, f. 13. júlí 1972, hann býr á Akureyri og á eina dóttur. Sigríður og Gunnar voru bændur á Skeggjastöðum frá 1955 til 1998 og höfðu þar búsetu til ársins 2002. Eftir fráfall Gunnars flutti Sigríð- ur að Þingborg 8 og bjó þar meðan heilsan leyfði. Síð- ustu mánuði ævinnar var hún á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka og lést þar. Útför Sigríðar fór fram 9. desember 2021. Útför Sigríðar Guðjónsdóttur var í gær og áttu greinar um hana að birtast þá. Vegna mis- taka í vinnslu blaðsins láðist að birta þær. Morgunblaðið biður hlutaðeig- andi innilega velvirðingar á mis- tökunum. Í dag kveð ég hinsta sinni tengdamóður mína, Sigríði Guð- jónsdóttur. Því rifjast upp fyrir mér þegar ég kom í fyrsta sinn á heimili tengdaforeldra minna, Siggu og Gunnars á Skeggjastöð- um í Flóa. Það er eitt af mörgu sem ég hef kviðið fyrir um ævina, þegar til kom reyndist þó allur kvíði ástæðulaus og fljótlega fór ég að líta á Skeggjastaði sem mitt annað heimili. Þau Sigga og Gunnar höfðu búið á Skeggja- stöðum allt frá árinu 1955, vafa- laust við lítil efni framan af eins og gerðist í sveitum landsins. En þau voru samstiga í að efla bú- skapinn og byggja upp og rækta það sem til þurfti til þess að hafa af honum lífvænlega afkomu. Jafnframt þurfti að sinna stækk- andi fjölskyldu. En ekki var látið þar við sitja, samhent voru þau hjónin í þátttöku í félagsmálum og lögðu þannig lóð sín á vog- arskálarnar til að gera samfélag- ið í Hraungerðishreppnum eftir- sóknarvert. Ekki síst var það ungmennafélagið Baldur sem naut liðsinnis Siggu á margvís- legan hátt, en einnig er vert að geta kirkjukórsins og kven- félagsins og fleira væri hægt að nefna. Það sem Sigga tók á sínar herðar vildi hún gera almenni- lega, hvort heldur um var að ræða búskapinn, uppeldi barna sinna og önnur heimilisstörf eða félagsmál. Þess vegna kom hún hvarvetna að góðu liði meðan hún naut fullrar starfsorku. Ég hygg að rík réttlætiskennd hafi nokkuð einkennt Siggu, einn angi af henni voru ákveðnar skoðanir hennar á kvenréttinda- málum þar sem hún lagði ríka áherslu á að konur stæðu á rétti sínum. Í mörgu tilliti má segja að lífið hafi verið henni gjöfult. En áföll- um varð hún einnig fyrir. Gunn- ar féll frá skömmu eftir að bú- skap þeirra lauk þannig að ekki nutu þau ellinnar saman. Þá dó Gauti sonur þeirra langt um ald- ur fram, áreiðanlega var það henni mikið áfall þótt hún léti lítt á því bera. Undir lokin var svo líkamleg heilsa þorrin og sá hún þá lítinn tilgang orðinn með líf- inu. Var því að líkindum hvíldinni fegin. Sérstaka ástæðu höfum við Stína til að þakka að börnin okk- ar fengu athvarf hjá ömmu sinni og afa á Skeggjastöðum þegar þau voru við nám í Fjölbraut á Selfossi, fyrir það verður seint fullþakkað. Öllu hennar fólki votta ég samúð mína. Jón Gíslason. Er ég að trufla þig? Er mikið að gera? Þannig hófust gjarnan símtölin frá henni Siggu. Hún var stuttorð og gagnorð. Við fór- um yfir málefnin í sveitinni og hvað okkur liði. Kynni okkar hófust er ég flutti í nágrenni við Siggu í Hraun- gerðishreppinn í ársbyrjun 2005. Hún fór fljótlega að verða á vegi mínum. Ef samkomur voru í sveitinni þá var eins líklegt að Sigga væri mætt. Við fórum að taka tal saman. Aðeins kannaðist hún við framættir mínar og hún tók mér eins og við hefðum verið kunnugar lengi. Ég leitaði stund- um til hennar þegar ég þurfti að afla upplýsinga frá horfinni tíð. Ungmennafélag sveitarinnar hafði verið öflugt í menningarlíf- inu fyrr á tíð. Hún sagði mér frá þorrablótum og böllum þar sem dansað var þar til morgnaði. Það þótti ekki tiltökumál þótt lítið hefði verið sofið áður en gengið var til fjósverka. Ungmenna- félagið Baldur (hið endurreista) var nánast jafnaldri Siggu. Það setti upp leiksýningar, stóð m.a. fyrir jólatrés- og þrettánda- skemmtunum, þorrablótum og þjóðhátíðarsamkomum í Einbúa. Í þessum félagsskap átti Sigga margar góðar stundir. Í fjölda- mörg ár var það verkefni hennar að klæða fjallkonuna í þjóðbún- ing fyrir sautjándajúní-skemmt- unina í Einbúa. Sigga var trygg- ur félagi í kvenfélaginu og var ötul að sækja fundi og leggja hönd á plóg. Þar var vettvangur kvenna til samveru, að miðla þekkingu og taka þátt í hinu op- inbera lífi. Hennar kynslóð upp- lifði mikla umbrotatíma í lífi þjóðar. Börn þess tíma fóru fót- gangandi í skólann. Frá Bolla- stöðum, þar sem Sigga ólst upp, að Þingborg, þar sem skólinn var, er drjúgur spölur og hún minntist þess sérstaklega að hafa alltaf verið í pilsi á ferðum sínum. Það var greinilega greypt í huga hennar enda sennilega verið volk á stundum. Þegar und- irrituð kynntist Siggu var hún hætt bústörfum en búmennska var hennar ævistarf. Hún var áhugasöm um hvað við vorum að bjástra, og setti sig inn í stöðu annarra. Sveitin var hennar akk- eri. Fyrir rest varð hún þó að færa sig um set. Þá slitnuðu svo- lítið böndin milli okkar. Að leið- arlokum eru Siggu færðar þakk- ir fyrir ánægjuleg kynni. Við á Lambastöðum vottum aðstand- endum samúð. Svanhvít Hermannsdóttir. Sigríður Guðjónsdóttir Þegar mér bárust fréttir frá æskuvini mínum um að móðir þeirra bræðra Ing- rid væri látin settist að mikill söknuður. Fjölskyldur okkar tengdust sterkum vináttubönd- um frá því við vorum nágrannar og frumbyggjar í Álfheimum. Mæður okkar, sem voru heima eins og þá tíðkaðist með okkur börnin, urðu fljótt góðar vinkon- ur. Skiptust á að líta eftir okkur ef önnur þurfti að skreppa frá. Samskiptin á milli þessara ungu fjölskyldna urðu fljótt mikil. Mín- Ingrid María Paulsen ✝ Ingrid María Paulsen var fædd 4. nóvember 1936. Hún lést 21. nóvember 2021. Útför hennar fór fram fram í kyrr- þey. ar fyrstu minningar tengjast nánast all- ar Ingrid, Barða, Martin og Heimi. Þeir voru mínir fyrstu og bestu vinir og við nánast eins mikið inni á heimil- um hvert annars eins og okkar eigin. Fyrir mér var íbúð- in þeirra við hliðina einfaldlega fram- lenging á okkar. Ég var víst líka farin að skilja töluvert í þýsku sem smákrakki, en Ingrid, sem var frá Hamborg, var mjög dug- leg að kenna sonum sínum og tala þýsku við þá alla tíð, þrátt fyrir að tala sjálf fljótt betri íslensku en margir innfæddir Íslendingar. Vináttutengsl fjölskyldnanna voru sterk og héldust þótt þær flyttu hvor í sína áttina; við fyrst til Hafnarfjarðar, síðar aftur til Reykjavíkur og þau í Garðahrepp sem þá var. Mamma og Ingrid voru sérstaklega góðar vinkonur og það var alltaf tilhlökkunarefni þegar Martin og Heimir vinir mínir komu í heimsókn eða ég fór til þeirra í Móaflötina og gisti gjarnan. Ingrid, þrátt fyrir erf- iðan sjúkdóm á milli, tók alltaf á móti okkur með sínu fallega brosi. Í minningunni er hún æv- inlega kát og hress. Alltaf var gott að koma á þeirra fallega heimili, ég drakk ung í mig þýsku áhrifin, horfði með áhuga á myndir af ferðum þeirra til Ham- borgar, þóttist aldeilis veraldar- vön sjálf og þekkja Hamborg af því. Hún keypti stundum föt fyrir okkur systkinin í þessum heim- ferðum, ég man enn eftir fallegu þýsku úlpunum sem við systur áttum. Fljótt eftir að við fluttum öll úr Álfheimunum komst hefð á jóladagsboð fjölskyldnanna. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara til þeirra eða fá þau til okkar. Ingrid reiddi fram kræsingar með þýsku ívafi og gómsæti, kom okkur á bragðið með sumar þýsk- ar jólahefðir sem haldast enn. Ein minning er mér sérstaklega minnisstæð úr Hafnarfirði. Pabbi spilaði „Heims um ból“ á píanóið, við krakkarnir og Ingrid gengum hönd í hönd í kringum jólatréð og Ingrid söng fallega „Stille Nacht“ á þýsku. Þær gerast ekki ljúfari æskuminningarnar. Þau voru okkar ættleidda fjölskylda eins og Ingrid komst eitt sinn að orði. Margar minningar koma í hugann nú þegar komið er að kveðjustund, m.a. þær er Ingrid tók okkur öll systkinin í einka- tíma á unglingsárum til að að- stoða okkur við þýskunámið. Í mínum huga kom aldrei annað til greina en að velja þýsku fremur en frönsku, einmitt vegna tengsl- anna við Ingrid. Þótt Ingrid og Barði ættu síðar eftir að skilja var vinátta og virðing þeirra á milli áfram einstök og sterk, sam- anber fallega grein sem Ingrid skrifaði við lát Barða. Þakklæti og söknuður er efst í huga okkar systkina nú er við kveðjum Ing- rid. Við sendum Birgi Martin, Heimi og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Kristrún Þórdís Stardal. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningar- greinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á út- farardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.