Morgunblaðið - 10.12.2021, Side 26

Morgunblaðið - 10.12.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021 Meistaradeild karla F-RIÐILL: Atalanta – Villarreal................................. 2:3 Lokastaðan: Manch. Utd 6 3 2 1 11:8 11 Villarreal 6 3 1 2 12:9 10 Atalanta 6 1 3 2 12:13 6 Young Boys 6 1 2 3 7:12 5 _ Manchester United og Villarreal fara í 16-liða úrslit, Atalanta í Evrópudeildina. Evrópudeild karla A-RIÐILL: Lyon – Rangers ........................................ 1:1 Sparta Prag – Bröndby............................ 2:0 _ Lyon 16, Rangers 8, Sparta Prag 7, Bröndby 2. B-RIÐILL: Real Sociedad – PSV Eindhoven ............ 3:0 Sturm Graz – Mónakó.............................. 1:1 _ Mónakó 12, Real Sociedad 9, PSV Eindhoven 8, Sturm Graz 2. C-RIÐILL: Legia Varsjá – Spartak Moskva ............. 0:1 Napoli – Leicester .................................... 3:2 _ Spartak Moskva 10, Napoli 10, Leicester 8, Legia Varsjá 6. D-RIÐILL: Royal Antwerp – Olympiacos ................ 1:0 - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. Fenerbahce – Eintracht Frankfurt........ 1:1 _ Eintracht Frankfurt 12, Olympiacos 9, Fenerbahce 6, Royal Antwerp 5. E-RIÐILL: Lazio – Galatasaray ................................. 0:0 Marseille – Lokomotiv Moskva............... 1:0 _ Galatasaray 12, Lazio 9, Marseille 7, Lo- komotiv Moskva 2. F-RIÐILL: Ludogorets – Midtjylland....................... 0:0 - Elías Rafn Ólafsson var varamarkvörður hjá Midtjylland. Braga – Rauða stjarnan........................... 1:1 _ Rauða stjarnan 11, Braga 10, Midtjyll- and 9, Ludogorets 2. G-RIÐILL: Celtic – Real Betis.................................... 3:2 Ferencváros – Leverkusen ..................... 1:0 _ Leverkusen 13, Real Betis 10, Celtic 9, Ferencváros 3. H-RIÐILL: Genk – Rapid Vín ..................................... 0:1 West Ham – Dinamo Zagreb .................. 0:1 _ West Ham 13, Dinamo Zagreb 10, Rapid Vín 6, Genk 5. _ Sigurlið riðlanna fara í 16-liða úrslit, liðin í 2. sæti fara í 1. umferð útsláttarkeppn- innar en liðin í þriðja sæti fara í 1. umferð útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeild karla Zorya Luhansk – Bodö/Glimt................ 1:1 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. AZ Alkmaar – Randers........................... 1:0 - Albert Guðmundsson lék allan leikinn með AZ Alkmaar. CFR Cluj – Jablonec ................................ 2:0 - Rúnar Már Sigurjónsson var varamaður hjá CFR og kom ekki við sögu. Köbenhavn – Slovan Bratislava............. 2:0 - Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn með FCK, Hákon Arnar Haraldsson lék í 70 mínútur og lagði upp bæði mörkin en Andri Fannar Baldursson er meiddur. PAOK – Lincoln Red Imps ..................... 2:0 - Sverrir Ingi Ingason var ekki í leik- mannahópi PAOK. Önnur úrslit: CSKA Sofia – Roma................................. 2:3 Alashkert – Maccabi Tel Aviv ................. 1:1 LASK Linz – HJK Helsinki .................... 3:0 Gent – Flora Tallinn................................. 1:0 Partizan Belgrad – Anorthosis ............... 1:1 Feyenoord – Maccabi Haifa .................... 2:1 Union Berlín – Slavia Prag...................... 1:1 Tottenham – Rennes......................... frestað Vitesse – Mura.......................................... 3:1 Basel – Qarabag ....................................... 3:0 Omonia Nikósía – Kairat Almaty............ 0:0 _ LASK Linz, Gent, Roma, AZ Alkmaar, Feyenoord, Köbenhavn, Rennes og Basel fara beint í 16-liða úrslit. _ Maccabi Tel Aviv, Partizan Belgrad, Bodö/Glimt, Randers, Slavia Prag, PAOK, Vitesse eða Tottenham og Qarabag fara í 1. umferð útsláttarkeppninnar. Meistaradeild kvenna C-RIÐILL: Köge – Hoffenheim .................................. 1:2 Arsenal – Barcelona................................. 0:4 Staðan: Barcelona 5 5 0 0 19:1 15 Arsenal 5 3 0 2 13:9 9 Hoffenheim 5 2 0 3 7:14 6 Köge 5 0 0 5 2:17 0 D-RIÐILL: Häcken – Bayern München .................... 1:5 - Diljá Ýr Zomers var varamaður hjá Häc- ken og kom ekki við sögu. - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Bayern og Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir kom inn á eftir 76 mínútur. Benfica – Lyon ......................................... 0:5 - Cloe Lacasse lék í 88 mínútur með Ben- fica. - Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Lyon er í barneignafríi. Staðan: Lyon 5 4 0 1 15:2 12 Bayern M. 5 3 1 1 11:3 10 Benfica 5 1 1 3 2:12 4 Häcken 5 1 0 4 3:14 3 4.$--3795.$ KÖRFUBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is ÍR hefur unnið tvo leiki af þeim fjór- um sem liðið hefur spilað eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson tók við þjálf- un liðsins í síðasta mánuði. ÍR vann KR 107:85 í Breiðholtinu í nóvember og í gær hafði ÍR betur gegn Grindavík 79:72. Heimavöllurinn hefur oft reynst ÍR-ingum vel og gerir það einnig um þessar mundir. Fyrir leikinn var ÍR í næstneðsta sæti með 4 stig eins og Vestri og Breiðablik. ÍR-ingar lyftu sér því af fallsvæðinu og eru nú í 9. sæti með 6 stig eins og Stjarnan sem er í 8. sæti. Grindvíkingar hafa leikið vel á þessu tímabili og eru með 12 stig, tveimur á eftir toppliðunum Keflavík og Þór Þ. Þeir voru hins vegar undir svo gott sem allan leikinn í gær. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 45:39. ÍR hafði ellefu stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann og tókst að halda Grindavík fyrir aftan sig á lokakaflanum. Grindvíkingar náðu að saxa á á forskotið en það dugði ekki til. Igor Maric var stigahæstur hjá ÍR 21 stig en stigaskorið dreifðist nokk- uð hjá ÍR-ingum. Spánverjinn Ivan Aurrecoechea var stigahæstur hjá Grindavík með 16 stig. Þór upp að hlið Keflavíkur Íslandsmeistararnir í Þór Þor- lákshöfn renndu sér upp að hlið Keflavíkur með stórsigri á KR- ingum í Þorlákshöfn 101:85. Meist- ararnir höfðu sextán stiga forskot fyrir síðari hálfleikinn 55:39 og eftir það var sigurinn ekki í hættu. Þórsarar hafa verið í góðum gír á tímabilinu sem er á margan hátt at- hyglisvert því mjög miklar breyt- ingar urðu á leikmannahópnum á milli tímabila. Spánverjinn Luciano Massarelli átti stórleik og skoraði 30 stig fyrir Þór en hann er með 18 stig að með- altali í vetur. Adama Kasper Darbo skoraði 17 stig fyrir KR og Þorvald- ur Orri Árnason 15 stig. KR-ingar eru nýbúnir að missa landsliðsmanninn Þóri Guðmund Þorbjarnarson sem nú reynir fyrir sér í atvinnumennsku í Hollandi. Liðið mun því væntanlega þurfa ein- hvern tíma til að bregðast við því auk þess sem Króatinn Dani Kolj- anin hefur verið meiddur að und- anförnu. Miðað við hversu vel liðin í deildinni eru mönnuð gætu KR- ingar þurft að hafa sig alla við til að komast í úrslitakeppnina. Ef horft er til þeirra leikmanna sem yfirgefið hafa félagið eða hætt á allra síðustu árum þá er kannski ekki skrítið þótt liðið nái ekki að halda dampi. Spennuleikur á Akureyri Valsmenn fóru til Akureyrar án landsliðsmannsins Kára Jónssonar en lönduðu sigri 79:75 eftir spenn- andi leik gegn Þór. Þór var yfir 73:65 þegar rúmar fimm mínútur voru eft- ir af leiknum. Þá setti Pálmi Geir Jónsson niður tvo þrista fyrir Val og minnkaði muninn niður í tvö stig. Valsmenn gengu á lagið á lokakafl- anum þar sem Benedikt Blöndal og Kristófer Acox voru drjúgir. Valsmenn eru nú með 12 stig eftir níu leiki eins og fleiri lið. Þórsarar eru enn án sigurs á botni deild- arinnar en miðað við þennan leik þá styttist í fyrsta sigurinn. ÍR-ingar að ná vopnum sínum - Stórsigur hjá Íslandsmeisturunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Breiðholt ÍR-ingurinn Tristan Simpson gefur skipanir í gær. Ef til vill er hann að biðja ljósmyndara Morgunblaðsins að færa sig. Glódís Perla Viggósdóttir og Karól- ína Lea Vilhjálmsdóttir eru komnar í átta liða úrslit Meistararadeildar kvenna í fótbolta með Þýskalands- meisturum Bayern München eftir stórsigur á Häcken, 5:1, í Gauta- borg í gærkvöld. Bayern og Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, eru bæði komin áfram úr D- riðlinum fyrir lokaumferðina. Barcelona, París SG og Barce- lona eru einnig komin í átta liða úr- slit. Chelsea, Juventus, Wolfsburg, Arsenal og Hoffenheim berjast um síðustu þrjú sætin í næstu viku. Bayern og Lyon komin áfram Morgunblaðið/Eggert Bayern Glódís Perla Viggósdóttir lék í stórsigri í Gautaborg í gær. Skallagrímur úr Borgarnesi hefur dregið lið sitt úr keppni í úrvals- deild kvenna í körfuknattleik. Borgnesingar hafa tapað öllum ell- efu leikjum sínum á tímabilinu og í tilkynningu sem félagið birti í gær- kvöld segir m.a. að erfitt hafi verið að manna liðið, ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið og ekki hefði tekist að manna að fullu meist- araflokksráð og stjórn deild- arinnar. Nú yrði unnið að því efla innra starf og stefna á þátttöku liðsins á ný á næsta keppn- istímabili. Borgnesingar eru hættir keppni Ljósmynd/KKÍ/Jónas Bikar Borgnesingar urðu bikarmeistarar kvenna 2020. Haukar fóru á toppinn í Olísdeild karla í handknattleik í gær með sigri á Fram í Safamýrinni 33:32. Haukar fóru upp fyrir nágranna sína í FH og eru með 18 stig eftir tólf leiki. FH á hins vegar leik til góða en leikur Fram og Hauka var sá eini sem var á dagskrá í gær. Fram er í 8. sæti með 10 stig eftir ellefu leiki. Brynjólfur Snær Brynjólfsson átti stórleik hjá Haukum og skoraði 10 mörk í aðeins ellefu tilraunum. Heimir Óli Heimisson kom næstur með 6 mörk. Haukar voru án Geirs Guðmundssonar og Adams Hauks Baumruk. Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson var heldur ekki með en Stefán Huldar Stefánsson varði 12 skot í marki Hauka. Vilhelm Poulsen var markahæst- ur hjá Fram enn eina ferðina og skoraði 7 mörk. Þrír markverðir komu við sögu hjá Fram og vörðu samtals ellefu skot. Flest skot varði hinn 42 ára gamli Magnús Erlends- son en hann varði 8 skot og var með 31% markvörslu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Safamýri Atli Már Báruson reynir að brjótast í gegnum vörn Fram í gær. Haukar á toppinn með sigri á Fram Noregur og Svíþjóð fóru illa með andstæðinga sína á heimsmeist- aramóti kvenna í handknattleik á Spáni í gær en grannþjóðirnar eru þar í sama milliriðlinum. Norska liðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann mikinn yf- irburðasigur á Púertó Ríkó, 43:7, og engu breytti þótt Þórir skipti um lið í hálfleik og leyfði þeim sem minna höfðu spilað að spreyta sig. Hálfleikarnir enduðu samt 21:3 og 22:4. Sanna Solberg-Isaksen var markahæst norsku kvennanna með 10 mörk. Sænsku konurnar skoruðu enn meira, en þær gerðu 34 mörk í seinni hálfleik gegn Kasakstan og sigruðu 55:20. Hagman skoraði 19 mörk Af þessum 55 mörkum skoraði Nathalie Hagman hvorki fleiri né færri en 19 úr 25 skotum. Ekki féll þó metið yfir stærsta sigur á HM kvenna. Rússar halda því frá árinu 2005 en þá endaði leik- ur þeirra gegn Ástralíu 47:10, eða með 37 marka mun. Eftir fyrstu umferð í milliriðl- unum fjórum, sem þýðir að öll liðin eru samtals með þrjá leiki, eru það Frakkland, Noregur, Danmörk, Þýskaland, Spánn og Brasilía sem enn eru með fullt hús stiga, sex eft- ir þrjá leiki. Þessi sex lið eru öll af- ar líkleg til að komast í átta liða úr- slitin en þangað fara tvö efstu lið hvers riðils. Ekki er ólíklegt að markatala muni skera úr um hvort Svíar eða Hollendingar komist áfram úr sínum riðli en bæði lið eiga reyndar eftir að mæta Noregi þar sem von er á sannkölluðum hörkuleikjum. Markaregn á HM en metið féll ekki Ljósmynd/IHF Drjúg Nathalie Hagman skorar eitt af 19 mörkum sínum í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.