Morgunblaðið - 10.12.2021, Side 27
TIGER WOODS
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Tiger Woods, næstsigursælasti kylf-
ingur í karlaflokki frá upphafi,
dúkkaði upp í fjölmiðlum á dög-
unum. Mikla athygli vakti að hann
skyldi láta í það skína að hann yrði
tæplega aftur kylfingur sem gæti
tekið þátt á PGA-mótaröðinni að
einhverju ráði.
Tiger Woods hefur lítið gert af
því að veita viðtöl utan dagskrár.
Hefur aðallega gert það í kringum
mót sem hann tekur þátt í. Að þessu
sinni var hann aðgengilegur fjöl-
miðlafólki vegna þess að Hero
World Challenge-boðsmótið var þá
að hefjast. Góðgerðarfélag Tigers
stendur fyrir mótinu og safnast þar
háar fjárhæðir sem renna til góðra
málefna.
Tiger sagði meðal annars í viðtali
við Golf Digest að hann hafi sætt sig
við þá staðreynd að hann geti ekki
orðið afreksmaður á ný sem þræði
mótin á mótaröðinni. Hann gaf í
skyn að mögulegt væri að hann
myndi vera með í mótum af og til ef
svo færi að hann næði góðum bata
eftir bílslysið sem hann slasaðist í
snemma á þessu ári. Ekki þarf að
koma á óvart að ferillinn hjá Tiger
sé í hættu því samkvæmt frásögnum
lækna var hann heppinn að ekki
þurfti að aflima hann. Áreksturinn
skildi eftir sig fleiri en eitt opið bein-
brot í fæti.
Ævilangur keppnisréttur
Til að útskýra hvað Tiger á við
með því að hann gæti keppt af og til
þá gæti hann þess vegna verið að
hugsa nokkur ár fram í tímann.
Þegar fólk reynir að skara fram úr í
golfíþróttinni getur eitt helsta
vandamálið verið að vinna sér inn
keppnisrétt á mótum og mótaröðum
þar sem samkeppnin er mikil.
Sterkir kylfingar koma víða að. Frá
Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu,
Suður-Afríku, Japan, Taílandi og
víðar. Keppnisréttur gildir gjarnan
einungis eitt ár í senn.
Breytingar á því verða þegar
kylfingum tekst að vinna mót. Þá
kemur meira atvinnuöryggi og þeg-
ar þeim tekst að vinna risamót geta
þeir valið úr verkefnum næstu árin
á eftir. Þess vegna getur Tiger ýjað
að því að hann gæti látið sjá sig í
nokkrum mótum ef heilsan leyfir og
lýsir því ekki yfir að hann sé hættur.
Til dæmis gæti Tiger verið með á
Masters og The Open sem eru raun-
ar tvö stærstu mótin hjá körlunum.
Þeir sem hafa unnið þau mót fá
keppnisrétt á Masters og The Open
eins lengi og þeir kæra sig um.
Ef til vill gælir Tiger við þá til-
hugsun að vera með á þessum mót-
um á næstu árum takist honum að
beita sér eðlilega.
Getur vippað og púttað
Tiger Woods býr yfir aga og elju
þegar kemur að íþróttinni. Fyrir
vikið tókst honum oftar en einu
sinni að snúa aftur á völlinn þrátt
fyrir fjölmargar aðgerðir á hné og
baki. Fyrir vikið eru margir hikandi
við að afskrifa hann sem kylfing. Ti-
ger verður 46 ára síðar í mánuðinum
og virðist nú horfast í augu við að
hann muni aldrei jafna sig fyllilega í
fætinum.
Hann birti á dögunum myndir af
sér á samfélagsmiðlum þar sem
hann gat slegið golfbolta. Virtist þar
slá með fleygjárni, þ.e. styttri högg.
Ef til vill sló hann um það bil 100
metra löng högg. Hann virtist geta
snúið fram í framsveiflunni og
spyrnt aðeins í jörðina með hægri
fætinum. Þegar hann ræddi sláttinn
við Golf Digest sagðist hann hins
vegar eiga eftir að komast að því
hvort hann muni geta slegið lengri
höggin eins og atvinnumanni sæmir.
Hann sagðist vera fullkomlega
brattur varðandi vipp og pútt. Þeim
hluta leiksins gæti hann sinnt eins
og aðrir. En þegar hann hefði reynt
fyrir sér í lengri höggum þá svífi
boltinn ekki eins lengi og hann áður
gerði. Sagðist Tiger ekki geta keppt
við þá bestu í heimi ef hann tapar
umtalsverðri högglengd.
Í vikunni sendi Tiger Woods frá
sér tilkynningu eins og fram kom í
blaðinu í gær þess efnis að hann
muni spila með syni sínum í góð-
gerðamóti síðar í mánuðinum. Þá fá
íþróttaunnendur væntanlega að sjá
hvernig honum miðar.
Nýtir Tiger sér keppnisréttinn?
- Sér ekki fram á að geta keppt á
fullu í PGA-mótaröðinni á nýjan leik
AFP
Á batavegi Tiger Woods var
lánssamur að halda fætinum.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
„Það blundar aðeins í mér að söðla
eitthvað um en á sama tíma eru
líka mjög spennandi tímar fram
undan hjá Val,“ sagði ElísaVið-
arsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara
Vals í knattspyrnu, í Dagmálum,
frétta- og menningarlífsþætti
Morgunblaðsins.
Elísa, sem er þrítug, fór fyrir liði
Vals sem varð Íslandsmeistari með
nokkrum yfirburðum í sumar en
þetta var annar Íslandsmeistaratit-
ill Valskvenna á þremur árum og
sá tólfti í sögu félagsins.
Elísa æfði með Danmerkurmeist-
urum Köge í byrjun nóvember, sem
og Svíþjóðarmeisturum Roseng-
ård, og útilokar ekki að reyna fyrir
sér í atvinnumennsku á nýjan leik
en hún lék með Kristianstad í Sví-
þjóð, tímabilin 2014 og 2015.
„Við stefnum hátt í Val og við
ætlum okkur að gera vel í þessum
fyrstu umferðum Meistaradeild-
arinnar á komandi keppn-
istímabili,“ sagði Elísa.
„Ég á líka ókláruð verkefni með
Valsliðinu. Undanfarin tvö ár hef
ég bætt mig mikið sem leikmaður
og ég átti mitt besta tímabil að
mínu mati núna í ár. Ef ég finn
góðan stað erlendis þá er það líka
eitthvað sem ég mun klárlega
skoða en ég þarf að skoða það
mjög vel og það þarf margt að
ganga upp svo af því verði,“ sagði
Elísa.
Útilokar ekki að spila erlendis
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrirliði Elísa Viðarsdóttir hefur
Íslandsbikarinn á loft í september.
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Már
Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson
voru í gær útnefnd íþróttafólk árs-
ins 2021 hjá Íþróttasambandi fatl-
aðra.
Bergrún er íþróttakona ársins
hjá ÍF fjórða árið í röð en hún setti
glæsilegt Íslandsmet í kúluvarpi á
Paralympics í Tókýó og fékk silfur
á EM í Póllandi.
Már setti heimsmet í 200 m bak-
sundi í apríl og varð fimmti í 100 m
baksundi á Paralympics þar sem
hann keppti í fjórum greinum.
Róbert fékk bæði silfur og brons
á Evrópumótinu og varð sjötti í
tveimur greinum á Paralympics.
Viðurkenningarnar til íþrótta-
fólks ársins voru afhentar á Grand
hóteli í Reykjavík og við sama tæki-
færi fengu þeir Ingi Þór Einarsson
og Kári Jónsson, fráfarandi yf-
irmenn landsliðsmála hjá Íþrótta-
sambandi fatlaðra, Hvataverðlaun-
in 2021 frá sambandinu. Nánar er
sagt frá þeim á mbl.is/sport og þar
eru viðtöl við Bergrúnu, Má og Ró-
bert. vs@mbl.is
Morgunblaðið/Unnur Karen
ÍF 2021 Róbert Ísak Jónsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Már Gunn-
arsson með viðurkenningar sínar á verðlaunaafhendingunni á Grand hóteli.
Bergrún, Róbert og
Már kjörin hjá ÍF
Íslendingaliðin FC Köbenhavn og
AZ Alkmaar fara beint í 16-liða úr-
slit Sambandsdeildarinnar í fótbolta
og Evrópuævintýri Bodö/Glimt þar
sem sigurgangan hófst með leik við
Valsmenn á Hlíðarenda síðasta sum-
ar heldur áfram í sömu keppni.
Alfons Sampsted og félagar í
Bodö/Glimt misstu naumlega af því
að vinna sinn riðil þegar þeir gerðu
jafntefli við Zorya Luhansk í Úkra-
ínu í gærkvöld, 1:1. José Mourinho
og hans menn í Roma náðu í staðinn
fyrsta sætinu með því að vinna
CSKA í Búlgaríu, 3:2.
Bodö/Glimt hefur nú leikið 14
Evrópuleiki á tímabilinu og aðeins
tapað þremur þeirra en unnið sjö.
Liðið fer nú í 1. umferð útslátt-
arkeppni Sambandsdeildarinnar. Þá
getur Bodö/Glimt kórónað magnað
ár um næstu helgi með því að
tryggja sér norska meistaratitilinn
annað árið í röð.
Albert Guðmundsson og félagar í
AZ Alkmaar og íslensku táningarnir
í FC Köbenhavn höfðu þegar unnið
sína riðla fyrir lokaleikina í gær-
kvöld. Hinn 18 ára gamli Hákon
Arnar Haraldsson gerði sér lítið fyr-
ir og lagði upp bæði mörk Köben-
havn í 2:0 sigri á Slovan Bratislava á
Parken.
Þá eru grísku Íslendingaliðin
Olympiacos og PAOK bæði komin
áfram, Olympiacos, lið Ögmundar
Kristinssonar, í Evrópudeildinni og
PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, í
Sambandsdeildinni, sem og danska
liðið Midtjylland sem markvörð-
urinn Elías Rafn Ólafsson leikur
með.
Það verða því fleiri Íslendingalið
en nokkru sinni fyrr á ferðinni þeg-
ar útsláttarkeppni Evrópumótanna
fer af stað í febrúarmánuði.
Mörg Íslendingalið
komust áfram
Ljósmynd/FC Köbenhavn
Efnilegur Hákon Arnar Haraldsson
lagði upp tvö mörk fyrir FCK.
Olísdeild karla
Fram – Haukar..................................... 32:33
Staðan:
Haukar 12 8 2 2 358:324 18
FH 11 8 1 2 312:277 17
ÍBV 11 7 1 3 340:332 15
Stjarnan 11 7 1 3 330:323 15
Valur 10 6 2 2 287:256 14
Selfoss 11 6 0 5 286:280 12
Afturelding 11 4 3 4 316:309 11
Fram 11 4 2 5 312:315 10
KA 11 4 0 7 303:323 8
Grótta 10 3 1 6 269:276 7
Víkingur 11 1 0 10 248:311 2
HK 10 0 1 9 259:294 1
Grill 66 deild karla
Berserkir – ÍR ...................................... 27:47
Vængir Júpíters – Selfoss U ............... 31:33
Grill 66-deild kvenna
Fjölnir/Fylkir – HK U ......................... 20:27
HM kvenna
MILLIRIÐILL 1:
Rússland – Slóvenía ............................. 26:26
Svartfjallaland – Serbía ....................... 25:27
Frakkland – Pólland ............................ 26:16
_ Frakkland 6, Rússland 5, Serbía 4, Slóv-
enía 3, Pólland 0, Svartfjallaland 0.
MILLIRIÐILL 2:
Noregur – Púertó Ríkó......................... 43:7
- Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
Holland – Rúmenía............................... 31:30
Kasakstan – Svíþjóð............................. 20:55
_ Noregur 6, Svíþjóð 5, Holland 5, Rúm-
enía 2, Kasakstan 0, Púertó Ríkó 0.
Þýskaland
Hannover-Burgdorf – Magdeburg.... 27:31
- Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 6
mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi
Magnússon 5.
Minden – Bergischer........................... 25:21
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk
fyrir Bergischer.
Balingen – Melsungen ........................ 25:34
- Daníel Þór Ingason skoraði ekki fyrir
Balingen og Oddur Gretarsson er meiddur.
- Elvar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir
Melsungen, Alexander Petersson 2 en Arn-
ar Freyr Arnarsson ekkert.
N-Lübbecke – Stuttgart ..................... 27:23
- Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir
Stuttgart en Andri Már Rúnarsson ekkert.
Meistaradeild karla
B-RIÐILL:
Flensburg – Veszprém ....................... 30:27
- Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk
fyrir Kristianstad.
Porto – Kielce ...................................... 29:27
- Sigvaldi Guðjónsson skoraði 1 mark fyr-
ir Kielce en Haukur Þrastarson ekkert.
_ Kielce 14, Veszprém 12, París SG 12,
Barcelona 12, Flensburg 9, Zaporozhye 8,
Porto 7, Dinamo Búkarest 6.
Svíþjóð
Lugi – Skövde ...................................... 28:21
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 3
mörk fyrir Skövde.
Sviss
Geneve – Kadetten .............................. 21:39
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
E(;R&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Kaplakriki: FH – Selfoss .......................... 18
Eyjar: ÍBV – Víkingur .............................. 18
Origo-höllin: Valur – Grótta ................ 19.30
KA-heimilið: KA – HK......................... 19.30
TM-höllin: Stjarnan – Afturelding .......... 20
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
TM-höllin: Stjarnan – Afturelding ..... 17.30
1.deild kvenna, Grill 66-deildin:
Víkin: Víkingur – ÍR............................. 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Ísafjörður: Vestri – Breiðablik............ 18.15
Blue-höllin: Keflavík – Tindastóll ....... 20.15
1. deild karla:
Borgarnes: Skallagrímur – Hamar..... 19.15
Álftanes: Álftanes – Höttur ................. 19.15
Flúðir: Hrunamenn – Sindri................ 19.15
1. deild kvenna:
Dalhús: Fjölnir b – Stjarnan ............... 19.15
Í KVÖLD!
Subway-deild karla
ÍR – Grindavík ...................................... 79:72
Þór Ak. – Valur ..................................... 75:79
Þór Þ. – KR ......................................... 101:85
Staðan:
Þór Þ. 9 7 2 863:803 14
Keflavík 8 7 1 714:654 14
Tindastóll 8 6 2 702:666 12
Grindavík 9 6 3 744:718 12
Valur 9 6 3 713:703 12
Njarðvík 8 5 3 751:678 10
KR 9 4 5 824:846 8
Stjarnan 8 3 5 708:701 6
ÍR 9 3 6 788:822 6
Breiðablik 8 2 6 860:855 4
Vestri 8 2 6 642:700 4
Þór Ak. 9 0 9 664:827 0
4"5'*2)0-#