Morgunblaðið - 17.12.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hjalti Árnason, forstöðumaður lög- fræðisviðs Byggðastofnunar, segir stofnunina ekki hafa ákvarðað al- þjónustuframlag til Íslandspósts á árinu 2021 en vinna við það sé hafin. Málefni Íslandspósts færðust í árs- byrjun frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar og þarf síðar- nefnda stofnunin m.a. að taka af- stöðu til framlags- ins. „Þó er ljóst að hún getur ekki klárast að öllu leyti fyrr en árinu er lokið og búið er að gera uppgjör fyrir árið. Íslandspóstur hefur nú þegar fengið 47 milljónir greiddar fyrir veitta þjónustu á árinu 2021, sam- kvæmt upplýsingum frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Búið að tekjufæra 254 milljónir Í árshlutareikningi Íslandspósts fyrir 1.1. til 30.6. 2021 er búið að tekjufæra 254,5 milljónir króna, sam- kvæmt fjármálastjóra Íslandspósts, sem er helmingurinn af áætlun Ís- landspósts á alþjónustubyrði ársins 2021. Áætlunin um alþjónustufram- lag byggist á ákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS) um alþjón- ustuframlag ársins 2020 en ekki á kostnaðargreiningu á mögulegri byrði fyrir árið 2021,“ segir Hjalti og skýrir málið. „Alþjónustuframlag kemur til vegna byrði við veitingu á alþjónustu sem Íslandspóstur er útnefndur til þess að veita í samræmi við alþjóð- legar skuldbindingar íslenska ríkis- ins. Sundurliðun þjónustuþátta má til dæmis finna í ákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunar nr. 1/2021,“ segir Hjalti í skriflegu svari og vísar til kafla 3.3 í umræddri ákvörðun. Tekjutap vegna sama verðs „Við þjónustuþættina bætist einn- ig tekjutap vegna ákvæðis 2. mgr. 17. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019 um sama verð um allt land á vörum innan alþjónustu. Þessu ákvæði var breytt með lögum nr. 76/2021 en varð þess valdandi á meðan það var í gildi að ákvæði 3. mgr. sömu greinar var ekki fyllilega virkt eins og kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrir- spurn ykkar [á Morgunblaðinu] í mars á þessu ári […] Byggðastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun taka undir þetta sjónarmið ráðuneytis- ins,“ segir Hjalti. Hann vísar svo til nánari umfjöll- unar um þetta atriði í ákvörðun Byggðastofnunar 1/2021 12. nóv. sl., ákvörðun PFS 13/2020 og ákvörðun PFS nr. 1/2021, t.d. kafla 2.5 og 3.6.4. Breytt til fyrra horfs „Eins og áður segir var þessu laga- ákvæði breytt með lögum nr. 76/2021 og því má segja að ákvæði 3. mgr. 17. gr. póstlaga sé virkt, nema að því leyti að nú er eingöngu kvöð á því að hafa sama verð um allt land á bréfum 0-50 grömm en á þeim markaði ríkir ekki samkeppni enn þá. Hinn 1. nóvember sl. breytti Ís- landspóstur gjaldskrá sinni fyrir pakka innanlands innan alþjónustu til samræmis við þetta í fyrra horf, þar sem gjaldskrá er svæðisbundin og tekur mið af raunkostnaði að við- bættum hæfilegum hagnaði, saman- ber 3. mgr. 17. gr., en er þó viðráð- anleg fyrir notendur, samanber 1. mgr. 17. gr.,“ segir Hjalti og vísar til póstlaga. Hér séu á ferð álitaefni. „Samspil viðráðanlegs verð og gjaldskrár sem miðar við raunkostn- að, að viðbættum hæfilegum hagnaði, er flókið úrlausnarefni og þá hefur viðráðanlegt verð ekki verið skil- greint en er hluti af verkefnum næstu missera fyrir stjórnvöld að skil- greina. Þangað til hefur alþjónustu- veitandi lítið val um annað en að ákveða það sjálfur. Byggðastofnun staðfesti nýja gjaldskrá Íslandspósts í ákvörðun Á-1/2021 hinn 12. nóvem- ber sl. og fjallaði svo um svör við spurningum Byggðastofnunar til Ís- landspósts um gjaldskrána í yfirliti bókhaldslegs aðskilnaðar Íslands- pósts fyrir árið 2020 hinn 9. desem- ber sl.,“ segir Hjalti og víkur að öðru álitaefni; skilgreiningunni á virkum og óvirkum markaðssvæðum. Munu taka mið af samkeppni „Breytingar á útnefningu Íslands- pósts sem alþjónustuveitanda, þ.m.t. breyting á skilgreiningum virkra og óvirkra markaðssvæða, þurfa að ger- ast fyrir 1. september ár hvert til þess að breytingin taki gildi fyrir næsta ár á eftir skv. 8. lið ákvörð- unarorða í ákvörðun PFS nr. 13/2020. Byggðastofnun vinnur nú að tillögu til samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytisins um endurskilgreiningu á virkum og óvirkum markaðssvæð- um með hliðsjón af samkeppni. Samráðsskjal var birt á heimasíðu Byggðastofnunar hinn 25. nóvember sl. og sent á helstu hagsmunaðila til umsagnar. Úrvinnsla úr umsögnum fer nú fram. Af þessu er ljóst að nú- verandi skilgreining virkra og óvirkra markaðssvæða mun gilda fyrir árið 2021 og 2022. Það ber að taka fram að jafnvel þó að markaðs- svæði sé skilgreint óvirkt er ekki þar með sagt að alþjónustubyrði sé til staðar. Ef að alþjónustubyrði er ekki til staðar á óvirku markaðssvæði, þá er eðli málsins samkvæmt enginn kostnaður til að bæta,“ segir Hjalti. Pósturinn fær meira fé Morgunblaðið/Hari Íslandspóstur Við höfuðstöðvar fyrirtækisins við Höfðabakka í Reykjavík. - Íslandspóstur fær sambærilegt framlag vegna alþjónustubyrði í ár og í fyrra - Lögmaður Byggðastofnunar vísar til upplýsinga frá samgönguráðuneytinu Hjalti Árnason Um kaffileytið í gær sendi Eim- skipafélagið tilkynningu í gegnum Kauphöll Íslands þess efnis að hér- aðssaksóknari hefði fengið heimild dómstóla til húsleitar á starfsstöðv- um félagsins. Þannig hefði embætt- ið óskað eftir „afmörkuðum gögn- um vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Um- hverfisstofnun kærði til héraðssak- sóknara 2020,“ sagði í tilkynning- unni. Þar var einnig tilgreint að enginn einstaklingur hefði réttar- stöðu í málinu og að félagið ynni að því að afla þeirra upplýsinga sem héraðssaksóknari hefði óskað eftir. Umdeild aðferð við förgun Málið sem um ræðir varðar förg- un fyrrnefndra skipa en þau voru seld úr landi og send þaðan áfram í skipakirkjugarð á vesturströnd Indlands. Goðafoss og Laxfoss voru 24 ára gömul gámaskip sem verið höfðu í rekstri Eimskipafélagsins í tæpa tvo áratugi. Nam söluandvirði viðskiptanna þegar Eimskip losaði sig við þau 3,9 milljónum dollara. Kaupandinn var GMS en fyrir- tækið hefur legið undir ámæli, m.a. í fréttaflutningi BBC, fyrir að gæta ekki að öryggi starfsmanna auk þess sem mengunarvörnum við endurvinnslu skipa sem það fjár- festi í væri mjög ábótavant. GMS seldi skipin áfram til félaganna Malwi Ship Breaking Co no. 58 og Gihilwad Ship Breaking Co no. 87A. Telur sig hafa fylgt lögum Eimskipafélagið hefur opinber- lega lýst því yfir að það telji sig hafa farið að lögum og reglum við söluferli skipanna. „Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvar- legum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í störfum sínum og hefur lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi.“ Þá segir í tilkynningu félagsins að því sé ómögulegt að leggja mat á möguleg fjárhagsleg áhrif af rann- sókn og málarekstri hins opinbera. Hins vegar sé eina vísbendingin, sem lög kveða á um, heimild Um- hverfisstofnunar til að beita lög- aðila stjórnvaldssektum að fjárhæð allt að 25 milljónum króna. Héraðssaksóknari gerði hús- leit hjá Eimskipafélaginu - Málið varðar sölu tveggja skipa árið 2019 Morgunblaðið/Árni Sæberg Niðurrif Myndin sýnir Goðafoss við bryggju í Reykjavík árið 2000. Skipið var 24 ára gamalt þegar það fór í niðurrif í fyrra líkt og Laxfoss. « Flugfélagið Play hefur aflað sér allra tilskilinna leyfa frá bandarískum flug- málayfirvöldum til þess að hefja áætl- unarflug milli Íslands og Bandaríkjanna. Þetta tilkynnti félagið í gær samhliða því að það hóf sölu á miðum í flug til Boston og Washington D.C. Fyrsta flugið vestur um haf verður til síðarnefndu borg- arinnar 20. apríl á næsta ári og til Bost- on 11. maí. Segir félagið að þetta sé nýr kafli í sögu þess þar sem markaðs- svæðið sé nú stærra og opni fyrir þjón- ustu við tengifarþega yfir Atlantshafið. Þegar borgirnar tvær bætast í leiða- kerfið á nýju ári mun Play beina vélum sínum til 24 áfangastaða í Bandaríkj- unum og Evrópu. Öll tilskilin leyfi til Bandaríkjaflugs í höfn 17. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 130.35 Sterlingspund 172.75 Kanadadalur 101.27 Dönsk króna 19.741 Norsk króna 14.353 Sænsk króna 14.313 Svissn. franki 140.94 Japanskt jen 1.1446 SDR 182.0 Evra 146.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.2218 « Arion banki sendi í gær frá sér uppfærða áætlun um fjárhagsleg markmið til næstu fimm ára. Þar kem- ur fram að nú sé stefnt að 13% arð- semi á eigið fé bankans eða meira, í stað 10% eins og í fyrri áætl- un. Þá er gert ráð fyrir að rekstr- artekjur sem hlutfall af áhættuvegn- um eignum verði yfir 7,3% í stað 6,7% áður. Í lánavexti er nú gert ráð fyrir að hann verði í hlutfalli við hagvöxt. Er það í samræmi við fyrri markmið en þar var þó sérstaklega tilgreint að áætlað væri að íbúðarlánavöxtur yrði meiri en vöxt- ur fyrirtækjalána. Stjórnendur bankans stefna sem fyrr á að kostnaðarhlutfall verði 45% og hið sama á við um arðgreiðslustefnuna. Hún gerir ráð fyrir að u.þ.b. 50% af hagnaði verði greiddur til hluthafa. Stefna nú á 13% arð- semi á eigið fé bankans Benedikt Gíslason, forstjóri Arion. STUTT « Peningastefnunefnd Englandsbanka hefur ákveðið að hækka stýrivexti í Bretlandi um 0,15 prósentur og að meginvextir bankans verði eftir það 0,25%. Fór atkvæðagreiðsla í nefnd- inni átta gegn einu atkvæði. Höfðu margir sérfræðingar spáð því að bank- inn myndi halda að sér höndum og stýrivöxtum óbreyttum, ekki síst vegna hraðrar útbreiðslu nýs Ómíkron- afbrigðis kórónuveirunnar. Ákvörðun bankans hafði strax áhrif á skuldabréfmörkuðum í Evrópu. Þannig hækkaði ávöxtunarkrafan á rík- isskuldabréfum í Bretlandi nokkuð og hið sama var uppi á teningnum með 10 ára skuldabréf þýska ríkisins. Englandsbanki hækkar stýrivexti upp í 0,25%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.