Morgunblaðið - 17.12.2021, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sveitarfélög-
um landsins
hefur á und-
anförnum árum
gengið sérlega illa
að gæta fjárhags-
legra hagsmuna
íbúanna. Þetta á
ekki við um öll sveitarfélögin,
en býsna mörg þeirra og þeg-
ar horft er yfir sveitarfélögin
í heild. Þessi slæma heildar-
mynd stafar líka af því að
langstærsta sveitarfélagið,
Reykjavíkurborg, hefur stað-
ið sig hörmulega. Borgin
safnar skuldum á sama tíma
og útsvar er í lögleyfðu há-
marki og gjöld hækka mjög.
Nýjasta dæmið þar um eru
bílastæðagjöld sem meirihlut-
inn ákvað í vikunni að tvö-
falda, hvorki meira né minna.
Borgarfulltrúar Viðreisnar,
Samfylkingar og Pírata, sem
samþykktu hækkunina í
skipulags- og samgönguráði,
segja í bókun að um sé „að
ræða einfaldar tilfærslur á
gjaldskyldu og gjaldsvæðum í
samræmi við samþykktar
reglur.“ Og því er bætt við að
í næsta áfanga sé „rétt að
skoða sérstaklega bílastæða-
nýtingu á jöðrum núverandi
gjaldsvæðis.“ Þetta þýðir á
mannamáli að yfirvofandi sé
frekari útvíkkun gjaldsvæð-
anna og hækkun bílastæða-
kostnaðar borgarbúa.
Fulltúar Sjálfstæðisflokks-
ins bókuðu að um væri að
ræða „gríðarlega hækkun á
gjaldskrá fyrir bílastæði í
borgarlandinu“. Í bókuninni
var bent á að rökin fyrir
hækkuninni væri aukin eftir-
spurn eftir stæðum. Þar var
einnig bent á að borgarstjóri
hefði í síðasta mánuði sagt að
„ekki verði gripið til gjald-
skrárhækkana“, en að þessi
hækkun stangaðist á við þau
orð. Þetta misræmi orða og
gjörða reynir meirihlutinn að
skýra með því að einungis
hafi verið um að ræða til-
færslu á svæðum, en allir sjá
að þar er um útúrsnúning að
ræða. Sé svæði skilgreint upp
á nýtt og sett í hærri gjald-
flokk er vitaskuld um hækkun
að ræða.
Borgarfulltrúi Miðflokksins
mótmælti hækkuninni einnig
harðlega og benti á að hún
miðaði að því „að hindra för
fjölskyldubílsins í miðbæinn
og gera verslun og þjónustu
erfiða fyrir rekstraraðila eins
og það sé nú ekki nóg fyrir“.
Fulltrúi Flokks fólksins tók í
svipaðan streng.
Bílastæðahækkunin snýst
vissulega að hluta til um að
gera fólki erfiðara fyrir að
vera á eigin bíl. En hún er
líka hluti af hækkunaráráttu
sveitarstjórna. Því
er ítrekað haldið
fram að skattar og
gjöld standi ekki
undir fjárútlátum
og að þess vegna
verði að hækka
skatta og gjöld
enn frekar en orðið er.
Þetta er þekkt stef úr um-
ræðunni og svo virðist því
miður sem lítill skilningur sé
á því í sveitarstjórnum hér á
landi að til að ná endum sam-
an þarf að draga úr umsvifum
og spara en ekki fara sífellt
dýpra í vasa almennings.
Útsvarsprósenta sveitarfé-
laganna hefur hækkað hratt á
liðnum árum, um aldamót var
hún innan við 12% að meðal-
tali en er nú um 14,5%. Al-
menning munar um minna.
Þegar til þess er horft að á
sama tímabili hafa skuldir
sveitarfélaganna um það bil
fjórfaldast þá er ljóst að
hækkun útsvars er ekki
lausnin á rekstrarvandanum
og skuldasöfnuninni.
Fáein sveitarfélög hafa
skorið sig úr og haldið út-
svarshlutfallinu mun lægra en
flest þeirra gera. Langstærst
þessara eru Garðabær og Sel-
tjarnarnes, þar sem hlutfallið
er 13,7%. Þetta er vissulega
ekki lágt skatthlutfall, en þó
til dæmis töluvert lægra en
þau 14,52% sem Reykvíkingar
þurfa að borga. Og þetta
lægra útsvarshlutfall er með-
al þess sem íbúar þessara
sveitarfélaga eru ánægðir
með og sækjast eftir, enda
munar launamenn um 0,82% í
skattgreiðslu.
Það hefur verið metnaðar-
mál meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins í þessum bæjar-
félögum að halda skatthlut-
fallinu sem lægstu og að vera
til fyrirmyndar í þeim efnum
á landsvísu. Þess vegna kem-
ur verulega á óvart að einn
bæjarfulltrúi flokksins á Sel-
tjarnarnesi skyldi við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar
næsta árs ákveða að styðja
tillögu Viðreisnar um hækkun
útsvars. Viðreisn líður vel
með skatta- og gjaldahækk-
anir eins og sjá má í meiri-
hlutasamstarfinu í Reykjavík.
Segja má að sá flokkur komi
kjósendum ekki á óvart með
tilllögum um hærri skatta.
Kjósendum meirihlutans á
Seltjarnarnesi hlýtur hins
vegar að vera verulega brugð-
ið að einn af fulltrúum þeirra
hafi gengið svo langt að
greiða atkvæði með minni-
hlutanum um að hækka
skatta. Augljóst er að það er
ekki sú stefna sem kjósendur
völdu í síðustu sveitarstjórn-
arkosningum.
Sveitarstjórnar-
mönnum er mörgum
illa treystandi fyrir
hagsmunum
íbúanna}
Skattahækkanir
V
ið erum enn að átta okkur á því
hvert hið raunverulega hlutverk
ríkisvaldsins á að vera – og um leið
hvaða hlutverki ríkisvaldið á ekki
að gegna. Síðustu 200 ár eða svo
hafa verið eitt mesta hagsældarskeið mann-
kynssögunnar, sem í stuttu máli skýrist af auk-
inni tæknivæðingu og auknum alþjóðaviðskipt-
um. Það mætti með ákveðnum rökum segja að
ríkisvaldið hafi stækkað samhliða aukinni hag-
sæld og vegna hennar, en ekki öfugt.
Það er einmitt það sem stór hluti stjórnmála-
umræðunnar snýst um, hvert hlutverki ríkisins
eigi að vera. Flest erum við sammála um að
ríkisvaldinu beri að tryggja öryggi borgaranna.
Það einskorðast ekki lengur við her, lögreglu
og almannavarnir heldur horfum við nú einnig
til fjarskipta, samgangna, loftslagsmála, fjár-
málastöðugleika og svo framvegis. Í því hag-
sældarsamfélagi sem við búum í ríkir almenn sátt um að
hið opinbera tryggi landsmönnum heilbrigði og menntun,
þó að hægt sé að hafa ólíkar skoðanir á því hver veiti þá
þjónustu sem hið opinbera vill tryggja fólki.
Það þótti á sínum tíma eðlilegt að ríkið ætti og ræki hér
fjölmiðil, póst- og símafyrirtæki, áfengisverslun, banka og
fleiri fyrirtæki sem veita það sem kalla má almannaþjón-
ustu. Það má öllum vera ljóst að nú þegar við erum að
hefja þriðja áratug 21. aldar er engin þörf á því að ríkis-
fyrirtæki veiti þessa þjónustu enda gera einkafyrirtæki
það nú þegar og að flestu leyti betur en ríkisfyrirtækin
gera. Hér gefst ekki pláss til að rekja það nán-
ar, en lesendur geta, eftir að hafa lesið þennan
pistil, pantað sér áfengi á netinu, nýtt sér ótelj-
andi fjölmiðla hvort sem er íslenska eða er-
lenda, greitt fyrir vöru og þjónustu eða tekið
lán í gegnum símann með fjölbreyttum hætti
og þannig mætti lengi áfram telja.
Það er ekki hlutverk ríkisins að reka fyrir-
tæki í samkeppni við einkaaðila. Ef við tökum
dæmi af fjármála- og fjarskiptafyrirtækjum,
þá hefur orðið gífurleg þróun á þeim mörk-
uðum á liðnum árum og sú þróun mun halda
áfram. Það er og verður ólíklegt að ríkisrekin
fyrirtæki leiði þá þróun og við vitum satt best
að segja ekki hvernig þessir markaðir munu
líta út eftir örfá ár. Það eina sem við vitum er
að væntanlega verður þjónustan betri og ein-
faldari en hún er í dag.
Ríkinu ber fyrst og fremst að tryggja al-
mennar leikreglur og hóflega skattheimtu þannig að
einkafyrirtæki geti starfað, vaxið og þjónustað sína við-
skiptavini í heilbrigðu samkeppnisumhverfi. Daglegar
þarfir okkar kalla á að við getum átt örugg samskipti,
greitt fyrir vöru og þjónustu, að við komumst leiðar okkar
og þannig má áfram telja. Samfélagið gengur þegar ríkið
tryggir öryggi og býr til rammann sem einkaaðilar geta
starfað innan. Ríkið þarf samt ekki að mála myndina í
rammanum. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Ríkisramminn
Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
S
veitarstjórnarkosningar fara
fram 14. maí 2022 og stjórn-
málaflokkarnir farnir að
huga að framboðum. Spenn-
an nú er sjálfsagt mest meðal sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, en Hildur
Björnsdóttir í 2. sæti tilkynnti í liðinni
viku að hún vildi leiða listann og skor-
aði þannig Eyþór Arnalds á hólm,
oddvita og sigurvegara í leiðtogapróf-
kjöri fyrir tæpum fjórum árum.
Það gerði hún þótt þá lægi ekk-
ert fyrir um hvernig valið yrði á
listann, en raunar hafði kvisast út að
stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík hefði þá
þegar ákveðið að gera tillögu um próf-
kjör hinn 26. febrúar og myndi boða
til fundar í fulltrúaráðinu til þess að
taka ákvörðun þar um.
Óvænt tíðindi úr Valhöll
Það kom því mjög á óvart í fyrra-
kvöld þegar stjórn Varðar ákvað á
öðrum fundi, að leggja til að haldið
yrði leiðtogaprófkjör líkt og síðast, en
uppstillingarnefnd falið að gera til-
lögu um önnur sæti á lista.
Nokkurrar óánægju gætti með
störf uppstillingarnefndar síðast,
bæði hvernig var valið og hverjir völd-
ust, eins og viðbúið var, en einnig
efast um umboð annarra frambjóð-
enda en Eyþórs, sem sigraði með lið-
lega 60% atkvæða í leiðtogapróf-
kjörinu. Fallkandídatarnir komust
ekki á lista uppstillingarnefndar þá,
en allmargir nýgræðingar í bland við
fólk, sem áður hafði reynt fyrir sér í
prófkjörum án teljandi árangurs.
Í ljósi þess og fyrri ákvörðunar
stjórnar Varðar, sem flestir skildu
sem halda ætti venjulegt prófkjör, er
óhætt að segja að mikill kurr hafi ver-
ið með þessa nýju og óvæntu ákvörð-
un um leiðtogaprófkjör.
Ekki síst raunar innan úr stjórn-
inni, því síðari fundurinn var ekki
ákaflega vel sóttur og tillagan um
leiðtogaprófkjör ekki boðuð. Hún
mun hafa komið formanninum Jóni
Karli Ólafssyni í opna skjöldu. Þrátt
fyrir fortölur hans og fleiri var til-
lagan samþykkt með 11 atkvæðum
gegn 7 í stjórninni, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins.
Á félagsmiðlum lögðu margir orð
í belg um það í gær og lögðust nær all-
ir á móti leiðtogaprófkjöri. Þar komu
og fram ýmsar kenningar um hvað
byggi að baki.
Óhrædd við lýðræðið
Sumir stuðningsmenn Hildar
Björnsdóttur, sem Morgunblaðið
ræddi við í gær, vilja rekja þá hug-
mynd lóðbeint til Eyþórs. Hann vísar
því eindregið á bug og segist engan
ávinning hafa af leiðtogaprófkjöri;
hann þurfi eftir sem áður að berjast
fyrir 1. sætinu í prófkjöri, hvor að-
ferðin sem valin væri.
Eyþór minnir á að öll hans póli-
tíska þátttaka hafi byggst á próf-
kjörum; hann hafi tekið þátt í sæg
prófkjöra og ævinlega haft sigur.
„Við sjálfstæðismenn erum
óhræddir við lýðræðið og alltaf til-
búnir í kosningar. Sjálfur tel ég rétt
að halda prófkjör og vil fá skýrt um-
boð sjálfstæðismanna í Reykjavík til
þess að leiða listann, alveg burtséð
frá því hvaða háttur er hafður á.“
Hildur Björnsdóttir sagði einnig
í gær, að þessi tillaga hreyfði ekki við
áformum sínum, en taldi rétt að kosið
yrði um fleiri sæti en hið efsta.
Eftir stendur
spurningin um hverj-
um tillagan um leið-
togaframboð komi til
góða með óyggjandi
hætti. Við blasir að það
hentar helst óbreyttum
borgarfulltrúum, sem síður
kæra sig um að þurfa að spyrja
almenna sjálfstæðismenn um er-
indi sitt á lista og inn í borgar-
stjórnarsal Ráðhússins.
Lýðræðisveisla
eða baktjaldamakk
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík ákveður framboðs-
lista og þarf að samþykkja hann
á sérstökum fundi með einföld-
um meirihluta byggi hann á úr-
slitum prófkjörs. Aukinn meiri-
hluta fundar fulltrúaráðs þarf til
að samþykkja lista, sem valinn
er með öllum aðferðum öðrum.
Aðferðirnar eru eftirfarandi:
Aukinn meirihluti á fulltrúa-
ráðsfundi getur ákveðið að kjósa
uppstillingarnefnd. Um tillögu
uppstillingarnefndar þarf að
ganga til atkvæða á fundi full-
trúaráðs.
Fulltrúaráðið má boða til sér-
staks fundar þar sem raðað er
upp framboðslista.
Fulltrúaráðið getur efnt til
prófkjörs samkvæmt
samræmdum fram-
kvæmdareglum mið-
stjórnar flokksins.
Fulltrúaráðið getur
efnt til prófkjörs með
afbrigðum líkt og að viðhafa
aðeins leiðtogaprófkjör, en til
þess þarf 2/3 hluta atkvæða á
fulltrúaráðsfundi.
Sá á kvölina
sem á völina
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framboð Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir, sem vilja leiða lista sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, á fulltrúaráðsfundi í Valhöll fyrir tæpum 4 árum.