Morgunblaðið - 21.12.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
Gunnar Rögnvaldsson fylgist
betur með en margur og seg-
ir:
- - -
Sænska landbún-
aðarráðið til-
kynnti í fyrradag
um grænmetis- og
kornuppskerubrest
í Svíþjóð vegna
kulda á þessu ári.
Vor-, sumar- og
haustuppskeran er
20-28 prósent minni
en á síðasta ári, allt eftir því hvort
miðað er við uppskeruna á hvern
hektara eða í heild, eða þegar
borið er saman við síðustu fimm
árin. Falla þá allt að 1,4 milljón
tonn af akur- og kornuppskeru
burt af borðum þess sem eftir er
af sænsku þjóðinni, í hvellspr-
ungnu landi sökum ESB-hræðslu-
aðildar.
- - -
Nú er svo komið með Þýska-
land að öll helstu við-
skiptalönd þess eru einræð-
isherraríki. Þýsk þjóð og
efnahagur hennar er svo bágbor-
inn að flytja verður út næstum
helming landsframleiðslunnar.
Þetta þýðir að helstu við-
skiptalöndin hafa Þýskaland í vös-
um sínum. Um er einkum að ræða
Kína, Rússland og Tyrkland.
Þýskaland hefur aldrei getað
keppt á alþjóðlegum mörkuðum,
nema með þróunaraðstoð Mars-
hallhjálpar og síðan gengis-
fölsunar evru, þar sem riðið er um
heiminn á evrubrotnum bökum
landa Suður-Evrópu.
- - -
Væri Þýskaland með sinn eigin
gjaldmiðil myndi gengi hans
vera 70 prósent hærra en gengi
evru er í dag. Það sem af er árinu
2021 hefur evran fallið um 7,6
prósent gagnvart bandaríkjadal.
Frá því á fjármálabóluárum ECB-
seðlabanka ESB hefur evran fallið
um tæplega 30 prósent gagnvart
bandaríkjadal.“
Gunnar
Rögnvaldsson
Heimalöguð eymd
STAKSTEINAR
„Tilgangurinn er að ofsóknir á hend-
ur honum og fangelsun eigi að verða
öðrum víti til varnaðar. Þess vegna
kemur þetta mál okkur öllum við.
Þess vegna eigum við öll að rísa upp
til mótmæla,“ segir Ögmundur Jón-
asson, fyrrverandi dómsmálaráð-
herra úr röðum Vinstri grænna, sem
mótmælti fyrir utan sendiráð Bret-
lands í gær.
Hann afhenti sendiherra bréf þar
sem hann er hvattur til þess að beita
sér fyrir því að Bretar láti Julian
Assange, stofnanda WikiLeaks,
lausan úr haldi og láti af umleit-
unum um framsal hans til Banda-
ríkjanna.
Assange er í haldi í London, þar
sem hann laut í lægra haldi nýverið
fyrir áfrýjunardómstóli um mögu-
legt framsal hans til Bandaríkjanna.
Þar á hann yfir höfði sér um 170 ára
langan fangelsisdóm fyrir meintar
njósnir.
„Mér finnst hún svívirðileg,“ sagði
Ögmundur við mbl.is um meðferðina
á Assange. „Og ég tek undir með
Nils Melser, skýrslugerðarmanni
Sameinuðu þjóðanna um pyndingar,
sem hefur lýst þessu sem alvarlegri
aðför að hálfu Bandaríkjanna og
hefur hvatt til þess að hann verði
látinn laus,“ bætir Ögmundur við.
oddurth@mbl.is
Ögmundur mótmælti við sendiráðið
- Fyrrum dómsmálaráðherra vill að
Julian Assange verði látinn laus úr haldi
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæli Ögmundur Jónasson fyrir
framan breska sendiráðið í gær.
Nú er ljóst að enn verða tafir á því
að Laugardalshöll komist í gagnið á
ný. Tilboð í raflögn og viðburðabún-
að í Höllinni voru svo há að Reykja-
víkurborg hafnaði þeim öllum. Búið
er að bjóða verkið út að nýju og
verða tilboð opnuð 11. janúar 2022.
Tilboð í verkið voru opnuð 10. des-
ember sl. og bárust fjögur tilboð.
Voru þau á bilinu 65 til 96 milljónir,
eða á bilinu 260-383% af kostnaðar-
áætlun, sem var 25 milljónir.
Hinn 15. desember ákvað um-
hverfis- og skipulagssvið Reykjavík-
urborgar að hafna öllum tilboðunum
sem bárust.
Í útboðslýsingu kemur fram að í
verkinu felist uppsetning og fulln-
aðarfrágangur raflagna fyrir lýs-
ingu, neyðarlýsingu, bindingar,
lyftustýringar, tengla og annan við-
burðabúnað í keppnissal gömlu
Laugardalshallarinnar. Búið er að
kaupa inn lampa og annan búnað
sem verktaki setur upp.
Mikil lofthæð er í salnum og þarf
verktaki að útvega viðeigandi lyftur
til að geta klárað verkið.
Að auki á verktaki að setja upp
nýtt reyksogskerfi sem mun tengj-
ast núverandi brunakerfi í Laugar-
dalshöllinni.
Laugardalshöll hin eldri hefur
verið lokuð sem íþrótta- og við-
burðahús síðan í nóvember í fyrra en
þá varð heitavatnsleki sem eyðilagði
parketgólfið. Í sumar stóð til að
setja áupp lýsingu sem uppfyllir
kröfur við íþróttakeppni og notkun
hússins sem fjölnota húss og síðan
átti að leggja nýtt parket. Af því gat
ekki orðið því útboð á uppfestibún-
aði lýsingar var kært.
Höllin hefur sem kunnugt er verið
notuð til bólusetningar gegn covid--
19 síðustu mánuði. sisi@mbl.is
Enn verða tafir
í Laugardalshöll
- Tilboð í raflagnir
voru svo há að þeim
var öllum hafnað
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Laugardalshöll Tugþúsundir hafa
mætt í bólusetningu á þessu ári.
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/