Morgunblaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
✝
Guðmundur
Stefánsson
fæddist 5. október
1937 í Hveragerði.
Hann lést á Landa-
kotsspítala 11. des-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Elín Guðjóns-
dóttir, f. 1898, d.
1995, og Stefán Jó-
hann Guðmunds-
son, f. 1899, d.
1988. Þau eignuðust fimm börn
auk Guðmundar: Árni Geir, f.
1932, d. 2006, Unnar, f. 1934,
stúlka sem lést á fyrsta aldurs-
ári 1936, Guðjón f. 1939, d. 2021,
og Atli Þorsteinn, f. 1942.
Guðmundur ólst upp í Hvera-
gerði og gekk þar í barnaskóla
og síðan í Skógaskóla undir
Eyjafjöllum þar sem hann bjó á
heimavist og lauk gagnfræða-
prófi. Hann var virkur í skáta-
starfi sem barn og unglingur og
fór meðal annars á Alheimsmót
skáta í Englandi í ágúst 1957.
Guðmundur vann við ýmis
störf í Hveragerði og í sveitum
þar í kring. Hann fluttist síðan
til Reykjavíkur þar sem hann
nam hljóðfærasmíði við Iðnskól-
ann og tók sveinspróf í þeirri
grein 1960, fyrstur þeirra sem
lært hafa á Íslandi. Síðar það ár
flutti hann til Danmerkur og
tvo syni: 1) Örn Eysteinsson, f.
1958, í sambúð með Margréti
Sverrisdóttur, f. 1962, sonur
Margrétar er Theodór Fannar,
f. 1994. 2) Björn Eysteinsson, f.
1960, giftur Guðbjörgu Birnu
Guðmundsdóttur, f. 1963, eiga
þau synina Alexander, f. 1990, í
sambúð með Sólveigu Jakobs-
dóttur og Daníel Örn, f. 1996, í
sambúð með Öldu Maríu Óskars-
dóttur. Erla eignaðist einnig
dóttur, Írisi Árnadóttur, f. 1963,
sem gefin var kjörforeldrum,
Árna Jóni Halldórssyni og Grétu
Maríu Ámundadóttur. Guð-
mundur og Erla áttu eina dóttur
saman, Sigríði, f. 1974 og á hún
tvö börn, Stefán Atla, f. 1996 og
Evlalíu Kolbrúnu, f. 1998.
Guðmundur vann alla tíð við
stillingar og viðgerðir á píanó-
um og kom víða við í þeim störf-
um. Hann stillti fyrir Háskólabíó
og Sinfóníuhljómsveit Íslands í
50 ár. Hann stillti fyrir Ríkisút-
varpið, Söngskólann í Reykjavík
og sá um hljóðfæri í fjölmörgum
tónlistarskólum landsins sem og
kirkjum, safnaðarheimilum,
leikhúsum og svo mætti lengi
telja. Hann seldi húsnæði verk-
stæðisins í árslok 2018 og var þá
farinn að missa þrek til vinnu en
hélt þó stillingum áfram til árs-
loka 2019. Guðmundur naut
þess að ferðast um landið og átti
ferðafélaga í sinni fjölskyldu.
Útförin fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, 21. desember 2021,
klukkan 13.
Hlekkir á streymi:
https://youtu.be/T4GGP3IyRWo
https://www.mbl.is/andlat
starfaði í píanó-
verksmiðju Horn-
ung & Møller í
Kaupmannahöfn.
Þar lærði hann
einnig píanóstill-
ingar og útskrif-
aðist þaðan sem pí-
anóstillari árið
1963. Hann fluttist
heim þá um haustið
og fékk meistara-
bréf í hljóðfæra-
smíði það sama ár. Guðmundur
eignaðist soninn Ragnar Daníel
1963 með barnsmóður sinni
Fanneyju Margréti Þórðardótt-
ur, f. 1941.
Guðmundur opnaði hljóð-
færaverkstæði á Langholtsvegi
51 árið 1964 en árið 1966 keypti
hann hljóðfæraverkstæði Pálm-
ars Ísólfssonar, þar sem hann
hafði verið lærlingur, og tók við
rekstri á því og rak allt til ársins
2018, fyrst á Þingholtsstræti 27
og síðan í Hólmgarði 34 frá
árinu 1974.
Árið 1965 kynntist Guð-
mundur Erlu Kolbrúnu Valdi-
marsdóttur, f. 1937, d. 2011,
hófu þau sambúð 1972 og
bjuggu þau saman þar til Erla
lést. Foreldrar Erlu voru Sigríð-
ur Guðmundsdóttir f. 1913, d.
1985 og Valdimar Kristjánsson,
f. 1911, d. 1994. Fyrir átti hún
Ég var svo heppin að eignast
tengdafjölskylduna mína fyrir
u.þ.b. þrjátíu og níu árum þegar
ég kynntist Bidda syni Erlu og
fóstursyni Muggs. Muggur varð
fósturfaðir þeirra bræðra Arnar
og Bidda frá því að þeir voru á
barnsaldri þegar Muggur og Erla
mamma þeirra rugluðu saman
reytum 1965. Þau voru saman þar
til Erla lést árið 2011 en þá hafði
hún verið mikið veik í nokkur ár,
Muggur sinnti henni í öll þessi ár
af alúð og umhyggju.
Muggur var þá kominn frá
Kaupmannahöfn þar sem hann
vann við samsetningu á hljóðfær-
um hjá Hornung & Möller og
samhliða vinnunni lærði hann pí-
anóstillingar. Eftir að hann kom
heim stofnaði Muggur fljótlega
sitt eigið hljóðfæraverkstæði.
Hann vann við stillingar og við-
gerðir á píanóum þar til hann varð
rúmlega áttræður og hefði líklega
ekki hætt nema fyrir það að hann
missti heilsuna og varð að pakka
saman og hætta.
Muggur var mjög skemmtileg-
ur og skapgóður. Hann gat sagt
sögur og rætt allt milli himins og
jarðar. Ótrúlega fróður, laghentur
við allt sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann var líka alltaf til í að
hjálpa og gefa góð ráð.
Muggur hafði mjög gaman af
því að ferðast og byrjaði strax sem
skáti að ferðast og fór meðal ann-
ars til Englands með skátunum á
Jamborie í kringum tvítugt.
Seinna eftir að þau Erla kynntust
fóru þau í tjaldútilegur á hverju ári
og náðu þá í strákana í sveitina og
fóru í ferðalög um landið. Eftir að
drengirnir hættu að ferðast með
þeim fóru þau með Siggu dóttur
sína á hverju sumri í Hvalsá, þar
sem þau áttu góðar stundir með
sínum góðu vinum Ástu og Grími.
Muggur var í gönguhóp með
tveimur bræðrum sínum, mág-
konu og fleirum, og ferðuðust þau
víða um landið og fóru í gönguferð-
ir sem honum þótti mjög skemmti-
legar. Það var mjög skemmtilegt
að ferðast með Mugg. Árið 2005
fórum við til Kaupmannahafnar
með honum og Erlu, þar sem hann
fór á slóðir minninganna. Við feng-
um sögustundir á kvöldin og á
daginn fórum við og skoðuðum
verkstæðið þar sem hann hafði
unnið og fleiri staði þar sem hann
hafði gengið um og búið. Það sem
var svo einstakt við að ferðast með
Mugg á Íslandi var að hann þekkti
hvert fjall, þúfu og dal með nafni,
sem við keyrðum framhjá.
Hann átti fjóra bræður og voru
þeir í góðu sambandi. Þeir hittust
á afmælisdögum hver annars alla
tíð og drukkið var kakó úr spari-
bollunum og skipst á upplýsingum
um afkomendurna.
Muggur var líka afskaplega
stoltur af sínum afkomendum,
hvort sem það voru hans eigin
börn, Sigga og Ragnar eða fóst-
ursynirnir Örn og Björn. Svo
hann var ákaflega ánægður með
barnabörnin sín og fylgdist vel
með hvað væri um að vera hjá
þeim öllum. Í veikindum Muggs
núna síðustu ár hefur Sigga dóttir
hans sinnt honum af einstakri alúð
og umhyggju, en hann treysti
mjög á hana alla tíð.
Ég gæti talað svo miklu meira
um tengdapabba minn en það
verður geymt í minningabankan-
um
Nú kveð ég þig, minn kæri,
góða ferð í sumarlandið, en ég
býst fastlega við því að þú gangir
þar inn með Guðjóni litla bróður
þínum, og þið hittið Árna stóra
bróður.
Guðbjörg B.
Guðmundsdóttir.
Í dag kveðjum við afa. Hann afi
var skemmtilegur fyndinn og
fróður. Þegar ég var yngri fór afi
oft með mig í sund, hann kenndi
mér að synda eða hann tók af mér
kútana og sagði mér að ég gæti
synt kútalaus. Hann fór líka með
mig í æfingaakstur og kenndi mér
að keyra almennilega. Afi eldaði
ótrúlega góðan mat handa okkur
öllum í fjölskyldunni, hvort sem
það voru kjötbollur, hakkabuff,
eða ýmiss konar heimilismat sem
maður fékk ekki annars staðar.
Alltaf á jóladag var hangikjöt hjá
afa, það var ekkert venjulegt
hangikjöt því hann hafði sérvalið
það og alltaf margar tegundir sem
síðan var rætt um hvaðan kæmi
besta hangikjötið í ár. Hann kom
manni alltaf í gott skap með húm-
ornum sínum og ég var alltaf að
læra eitthvað nýtt, með hverju
orði sem féll af vörum hans.
Við munum sakna þín.
Daníel Örn Björnsson.
Í dag kveðjum við afa Mugg.
Við afi áttum einstaklega gott
samband eftir að ég varð fullorð-
inn. Ég vildi óska þess að ég ætti
eftir meiri tíma með honum.
En í stað þess á ég ótalmargar
góðar minningarnar um hann.
Tíminn sem við áttum saman
var ótrúlega mikilvægur fyrir
mig. Það var skemmtilegt að
heyra allar sögurnar hans aftur og
aftur en það bættist alltaf eitthvað
skemmtilegt við þær við hverja
endursögn þannig að þær voru
alltaf ferskar.
Hann var mjög ánægður með
að ég skyldi fara til Kaupmanna-
hafnar í nám líkt og hann gerði
sjálfur árið 1960 en um dvölina
gátum við talað endalaust
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Góða ferð, ég mun sakna þín.
Þinn
Alexander.
Muggur var kannski sá stríðn-
asti af bræðrunum fimm. En líka
ættfróðastur þeirra; kunni ótal
sögur af fyrri kynslóðum aftur í
aldir og sagði svo skemmtilega frá
að unun var á að hlýða.
Guðmundur kvaddi laugardag-
inn 11. desember, einni viku á eftir
Guðjóni bróður sínum. Skrýtin ör-
Guðmundur
Stefánsson
✝
Sigurjón
Helgason
fæddist í Ólafsvík
14. mars 1947.
Hann lést á Land-
spítalanum 14. des-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Kristín Þór-
unn Kristinsdóttir,
f. 6.9. 1921, d. 26.3.
1955, og Helgi Sal-
ómonsson, f. 25.10.
1915, d. 22.7. 1981. Alsystkini
Sigurjóns eru: Ragnheiður, f.
24. mars 1943, Erlingur, f. 21.
maí 1944, Kristinn, f. 2. janúar
1950, Svavar, f. 12. ágúst 1951,
og Kristín, f. 24. desember 1954.
Samfeðra systkini eru: Alda, f.
26. desember 1958, Bylgja, f. 28.
október 1960, d. 13. nóvember
2014, og Bára, f. 7. júlí 1962, d.
12. maí 2004
Sigurjón giftist Sigrúnu Guð-
laugsdóttur, f. 19.3. 1950, d.
1.12. 2015, 5. ágúst 1969. For-
eldrar hennar eru Guðrún
Guðnadóttir, f. 9.12. 1931, og
Guðlaugur Árnason, f. 9.6. 1927,
d. 27.9. 2021. Sambýliskona Sig-
urjóns síðustu árin var Svandís
Ríkharðsdóttir, f. 22.10. 1957.
skóla Íslands, f. 2.1.1980. 4. Elv-
ar Þór, vélamaður, f. 23.2. 1988.
Sambýliskona Árný Inda Indr-
iðadóttir háskólanemi, f. 30.9.
1991. Saman eiga þau Karítas
Sigrúnu, f. 28.7. 2017. Fyrir átti
Svandís Ríkharð Óskar Guðna-
son, f. 13.3. 1985. Kvæntur Val-
dísi Unnarsdóttur, f. 8.8. 1987.
Saman eiga þau Svandísi, f.
19.4. 2014.
Sigurjón hóf snemma sjó-
mennsku frá Ólafsvík, auk þess
að fara á fraktskipi þar sem
hann sigldi suður til Afríku
meðal annars. Lengst af var Sig-
urjón verktaki í Keflavík eða frá
því að hann fékk vinnuvél í stað
launa árið 1974. Sigurjón
byggði upp stórt verktakafyr-
irtæki sem þjónustaði meðal
annars Hitaveitu Suðurnesja
með flestar jarðvegsfram-
kvæmdir. Eftir að sjálfstæðum
atvinnurekstri lauk árið 1999
hóf hann störf sem verkefna-
stjóri hjá Íslenskum aðalverk-
tökum ehf. til 71 árs aldurs. Það
stöðvaði hann þó ekki frá því að
vinna, því hann tók að sér garð-
yrkjustörf þar til veikindi gerðu
honum erfitt fyrir síðastliðið
vor.
Sigurjón verður jarðsunginn í
Keflavíkurkirkju í dag, 21. des-
ember 2021, kl. 13. (Hraðpróf er
skylda.)
Börn Sigrúnar
og Sigurjóns eru:
1. Guðlaugur
Helgi, sviðstjóri hjá
Reykjanesbæ, f.
8.11. 1969. Kvænt-
ur Önnu Maríu Sig-
urðardóttur
kennslustjóra hjá
Keili, f. 9.9. 1974.
Börn þeirra eru Ív-
ar Gauti, f. 27.10.
1995, Sigurður Sal-
ómon, f. 18.6. 1998, og Fannar
Berg , f. 4.11. 2010. 2. Kristinn
Þór, forritari hjá LS Retail, f.
23.2. 1972. Maki Jóhanna Boga-
dóttir þjálfunarstjóri, f. 26.3.
1981. Börn Kristins af fyrri sam-
böndum eru Steinunn Helga, f.
2.7. 1991, móðir Aðalheiður
Steinunn Sigurðardóttir, Sig-
urjón Þór, f. 14.4. 2004, og
Kristín Þórunn, f. 21.4. 2005,
móðir Þórhildur Sandra Davíðs-
dóttir. Gerður Freyja, f. 6.4.
2015, móðir Ingveldur Geirs-
dóttir (d. 26.4. 2019) sem átti
fyrir Ásgeir Skarphéðin Andra-
son, f. 15.3. 2008. 3. Sævar, flug-
virki hjá Icelandair, f. 12.7.1978.
Kvæntur Guðbjörgu R. Jóhann-
esdóttur, lektor við Listahá-
Þegar ég hugsa til baka um
föður minn sem gaf mér lífið og
tækifæri þess fyllist ég þakklæti
og söknuði. Það var aldrei neitt
elsku mamma þegar pabbi var
annars vegar. Hann var algjör
nagli. Ég man aldrei eftir því að
hann færi með einhvern barlóm
eða væl og okkur sonum hans var
innrættur dugnaður og hrein-
skilni. Pabbi hafði ekki tíma til að
hendast með okkur á íþróttaæf-
ingar eða aðrar tómstundir, eða
hlusta á kennarana okkar hafa
áhyggjur af lærdómi eða fyrir-
gangi í skólanum. Hann var
reyndar ánægður þegar við svör-
uðum fyrir okkur og stóðum á
okkar. En þess utan var hann
áhugasamari um að við byrjuðum
snemma að mæta í vinnu hjá hon-
um. Það var eina leiðin að gera
okkur að mönnum eins og hann
kynslóð þekkti best. Sjálfur var
hann 12 ára kominn á sjó til að
afla tekna inn á heimilið en hann
hafði misst móður sína aðeins átta
ára gamall. Pabbi var hörkutól og
eins og flestir þekktu hann í köfl-
óttri skyrtu með uppbrettar erm-
ar í öllum veðrum. En undir
skinninu var hann samviskusam-
ur, gjafmildur og hjálpsamur
maður. Baktal eða öfund þekkti
hann ekki. Hann stofnaði ungur
eigið fyrirtæki, þar var dugnaður
og útsjónarsemi lykillinn að vel-
gengninni. Minnist þess þegar
pabbi var jarðvinnuverktaki fyrir
tíma tölvu eða farsíma, þá var
komið heim í hádeginu þar sem
matur frá mömmu beið á borðum.
Pabbi borðaði soðninguna við
símaborðið í hádeginu en það var
þá eina leiðin til að ná í hann á
þessum tímum. Það var alveg
sama á hverju gekk í ölduróti
rekstursins, hann stóð ölduna og
komst alltaf í höfn. Pabbi var hlé-
drægur, tranaði sér ekki fram,
hélt ekki ræðurnar eða var með
flugeldasýningu á mannamótum.
En hann var aðalmaðurinn þegar
hann tók sér gítar eða nikku í
hönd. Og þegar hann og mamma
tónuðu saman lagið „Það var lítið
hús“ áttu þau sviðið. Hér taka við
góðar minningar og tilfinningar
sem leiða mig aftur heim til
mömmu og pabba. Nú eiga þau
aftur sviðið á nýju stefnumóti við
opinn Breiðafjörð þar sem þau
sungu saman fyrsta lagið. Þar
syngja þau sinn eilífa tón. Tóninn
sem gaf okkur lífið og kosti þeirra
beggja. Svandís Ríkharðsdóttir
var samferðakona pabba síðustu
árin. Við erum henni ævinlega
þakklát fyrir samleiðina með
pabba síðustu árin og sértaklega í
erfiðum veikindum pabba. Ferða-
lög og samverustundir með henni
voru á dagskránni. En stutt en
þung veikindi lögðu hetju mína og
fyrirmynd að lokum. Hann gafst
aldrei upp og kvaddi okkur með
þeirri reisn sem einkenndi pabba
alla ævi.
Blessuð sé minning þín, elsku
pabbi.
Guðlaugur H. Sigurjónsson
Þegar ég var 13 ára sendi pabbi
mig oftast upp í klukkuturninn í
kirkjugarðinum við útfarir. Þarna
sat ég á priki og átti að hringja
gamalli skipsbjöllu í þrígang á
meðan syrgjandi aðstandendur
gengu með ástvin að sínum síð-
asta dvalarstað. Ég var oftast
frekar kátur og hafði gaman af
flestu í lífinu – svo mikið að mér
þótti ekki við hæfi að vera þarna
að hringja bjöllu brosandi út að
eyrum. Þá hugsaði ég hvernig
mér myndi líða ef pabbi, sem stóð
tignarlegur í jakkafötum að taka
á móti líkfylgdinni, væri þessi ást-
vinur í kistunni. Tilfinningaríkari
bjölluhljómur heyrist ekki en
þarna þar sem ég sló til spottan-
um með tárin í augunum.
Pabbi hefur alla tíð verið sú
skærasta og besta fyrirmynd sem
ég hef nokkuð sinni getað átt.
Réttsýnn á alla, vildi öllum vel,
hugsaði alltaf um alla í kringum
sig og setti sjálfan sig alltaf í síð-
asta sæti. Alltaf að passa stóra
hópinn sinn. Það var aldrei leið-
inlegt í kringum pabba. Hvort
sem það var út í skurði, í vinnu-
skúr, á ættarmótum eða við eld-
húsborðið á Heiðarbrautinni.
Einu sinni hélt ég því fram að
hann hefði hlaupið á vatni. Þá
kom gat á gúmmíbát sem við
bræðurnir vorum í í Seltjörn –
pabbi stökk útbyrðis með band-
spotta og hljóp „á vatni“ með okk-
ur í land. Í dag finnst mér líkleg-
ast að þetta hafi allt verið leikið
hjá honum til að gera sem mest
gaman úr þessu fyrir okkur bræð-
urna sem sátum stjarfir í bátnum
og fögnuðum ógurlega þegar í
land var komið. Þegar hann svo
reif heila símaskrá til helminga
eftir að ég hafði verið að tala um
þetta mikla afrek hjá Jóni Páli í
sjónvarpinu var ég endanlega
sannfærður um að pabbi minn
væri ofurhetja. Hann bjargaði öll-
um þeim sálum sem á þurftu að
halda. Ég er ekki undanskilinn
frá þeim sem hann bjargaði – oft.
Ef pabbi sagði manni að gera
eitthvað í vinnunni sem manni
fannst vera erfitt, eða mikið álag,
gat maður verið viss um að hann
var ekki að biðja um neitt sem
hann gæti ekki eða vildi gera
sjálfur. Hann fór alltaf fremstur,
setti allt í verkið og á eftir komu
við hin að reyna að halda í við
hann. Hann verður alltaf í huga
mér þegar mig langar að kvarta
yfir einhverju verkefni eða að-
stöðu – þá snarþagna ég og þakka
fyrir allt það góða sem ég á og hef,
eins og hann gerði.
Pabbi kom alltaf, eins og siður
var þá, heim í hádegismat. Eftir
vel útlátinn mat átti hann það oft-
ast til að leggjast í forláta stól
með brúnu leðuráklæði og dotta
yfir fréttum hádegisins. Það
þýddi lítið að stara á símann í þá
daga. Ég heyri enn marrið, finn
enn hitann, skynja enn andar-
dráttinn þegar ég lagðist lötur-
hægt ofan á bringuna á honum til
að vekja hann ekki. Lagði vinstra
eyrað á brjóstkassann á honum
og lagðist til dvalar. Þessar mín-
útur, sem mér fannst vera
klukkutímar eru mér afar dýr-
mætar í dag.
Elsku pabbi minn, þín verður
sárt saknað af öllum. Hugur minn
er hjá Svandísi og barnabörnun-
um sem fá ekki meira af þér. Aug-
un þín sem sögðu mér svo margt
eru lokuð en minningin svo sterk
að þau lifa áfram með mér.
Það er viðeigandi að útförin
fari fram á myrkasta degi dimm-
asta ársins.
Meira á mbl.is/andlat
Kristinn Þór Sigurjónsson.
Elsku pabbi minn, kletturinn
minn. Ég er svo þakklátur fyrir
að hafa verið svo heppinn að eiga
föður eins og þig. Ég á eftir að
sakna þess svo sárt að heyra
reglulega röddina þína í símanum
og fá þig í sunnudagskaffi í sveit-
ina. Þú studdir mig alltaf, sama
hvað. Þú kenndir mér svo margt,
að vinna sem hluti af góðri heild
þar sem gagnkvæm virðing er á
milli allra, og hversu mikilvægt er
að koma fram við alla af virðingu
og góðsemd. Þú varst alltaf svo
góður við alla, ég man t.d. eftir
þegar ég sat í farþegasætinu hjá
þér lítill gutti „að vinna“ með þér,
þegar við lentum í árekstri sem
mér fannst vera ökumanni hins
bílsins að kenna. Bílstjórinn var
algerlega miður sín, en viðbrögð
þín, í stað þess að æsa þig yfir
mistökum bílstjórans eins og mig
langaði að gera, voru að hug-
hreysta hana og lofa að hún þyrfti
engar áhyggjur að hafa af þessu.
Þetta man ég alltaf sem kjarnann
í þessari tæru góðmennsku sem
þú bjóst yfir. Ég hugsa oft til
þessa atviks og er svo þakklátur
að hafa haft svona góða fyrir-
mynd í þér. Þú verður alltaf með
okkur í anda og í hjartanu, og við
munum alltaf minnast þín þegar
verður sungið og spilað á gítar og
nikkuna. Við hugsum til þín með
söknuði og þakklæti og sjáum þig
fyrir okkur syngjandi með
mömmu í sumarlandinu.
Sævar Sigurjónsson.
Í dag kveð ég elsku Sigga bróð-
ur minn, klettinn í lífi okkar svo
margra. Siggi var einstaklega
hjartahlýr maður sem var alltaf
tilbúinn að hjálpa ef einhvern
vantaði aðstoð við ýmsar lagfær-
ingar eða bara gott faðmlag. Siggi
var mjög myndarlegur maður,
stór og sterkur og ekki skemmdi
fallega brosið hans. Hann var tón-
elskur og átti auðvelt með að
syngja, spila á gítar, harmonikku
og dansa. Við dönsuðum oft sam-
an á ættarmótum með systkinum
okkar, mökum og fjölskyldum. Þá
gat hann samið ljóð og lag á auga-
bragði. Á skemmtilegu ættarmót-
Sigurjón Helgason