Morgunblaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
✝
Magnús Gunn-
ar Sigurjóns-
son fæddist á Velli
í Hvolhreppi 27.
nóvember 1932.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands á Selfossi
14. desember 2021.
Magnús var sonur
hjónanna Sigurjóns
Þorkels Gunnars-
sonar frá Velli og
Signýjar Vilhelmínu Magn-
úsdóttur frá Hlíðarási í
Vestmannaeyjum. Bróðir Magn-
úsar var Guðni Hörður Sigur-
jónsson, f. 30.8. 1934, d. 18.11.
1974. Systir Magnúsar er Jón-
ína Guðbjörg Sigurjónsdóttir, f.
1.5. 1949.
18. ágúst 1955 giftist Magn-
ús, Viktoríu Þor-
valdsdóttur úr
Reykjavik. Börn
þeirra voru sjö:
Margrét, Sig-
urjón, d. 1975, Þor-
valdur, d. 2018,
Vilhjálmur, Gunn-
ar, Bjarni og
Signý.
Tengdasynirnir
eru tveir: Einar
Björn Steinsmóðs-
son og Arnar Þór Diego, og
tengdadæturnar tvær: Guðrún
Rut Erlingsdóttir og Kristín
Þuríður Sigurðardóttir.
Vegna aðstæðna verður
minningarathöfninni streymt
kl. 18 þann 21. desember 2021.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku pabbi, þá er komið að
leiðarlokum. Mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum,
ég veit þú vilt enga langa lof-
ræðu um sjálfan þig þótt þú ætt-
ir alltaf auðvelt með að lofa
aðra.
Ég hefði svo gjarnan viljað
hafa þig svo mikið lengur en veit
að þú varst orðinn sáttur við að
fara. Ég gleðst yfir því að þú
gast verið svona lengi heima
þótt oft á tíðum langaði mig
mest af öllu að vita af þér þar
sem þú hefðir þjónustu og
umönnun allan sólarhringinn, en
ég vissi að svo lengi sem þú
gætir staðið uppréttur og hug-
urinn væri í lagi vildir þú ekki
fara.
Þú hafðir ótrúlegan styrk og
lífsvilja og þrátt fyrir öll þín
stóru áföll í lífinu stóðstu alltaf
upp aftur.
Ég gleðst yfir því að hafa get-
að verið mikið með þér að stússa
í gegnum árin og þó sérstaklega
að hafa lagt hönd á plóginn í
Heiðarblóma, Blóma eins og þú
kallaðir alltaf gróðrarstöðina
sem var þér svo kær.
Þegar leið á ævikvöldið var líf
þitt og yndi að sitja í Blóma,
fylgjast með gróskunni og velta
fyrir þér hver væru næstu
skrefin í gróðrarstöðinni, hvort
ekki þyrfti að kaupa fleiri tæki
og hvernig best væri að standa
að hlutunum, hvort moldin yrði
tilbúin til afgreiðslu á réttum
tíma o.s.frv. Þú ræddir við flesta
sem komu og leiðbeindir, spurð-
ir viðskiptavinina út í hvaðan
þeir væru og uppgötvaðir oftar
en ekki tengsl og skyldleika.
Síðustu vikurnar í þínu lífi
var æ meir á brattann að sækja.
Þegar þér var boðið pláss á Sól-
völlum nýlega glöddumst við
sem stóðum þér næst fyrir þína
hönd og aldrei þessu vant tókst
þú vel í að flytja. Við fluttum svo
það nauðsynlegasta af dótinu
þínu á Sólvelli en áttum eftir að
koma þér betur fyrir, en þér
auðnaðist aðeins að vera þar í
tvær vikur. Ég veit að þú áttir
góða daga innan um á þessum
vikum. Þegar þú fékkst orgelið
til þín spilaðir þú uppáhöldslög-
in þín og á Sólvöllum hittirðu
gamla kunningja, þú hrósaðir
starfsstúlkunum og sagðir mér
að þær sýndu þér mikinn kær-
leika.
Ég þakka fyrir síðustu dag-
ana með þér á spítalanum þú
gast sagt mér að þú vildir fara.
Á Lundi í nóvember veit ég að
þú leist yfir farinn veg og ég átti
við þig einlægt samtal. Þú sagð-
ist vera sáttur við lífshlaupið, þú
talaðir um okkur systkinin og
barnabörnin og varst viss um að
við myndum öll spjara okkur og
hittast á ný í nýja heiminum
eins og þú kallaðir sumarlandið.
Við spiluðum uppáhaldslögin
þín og mömmu fyrir þig á spít-
alanum og sáum að þér leið vel
að hlusta. Þegar við spiluðum
Stand by your man tjáðir þú þig
aðeins og brostir. Við vissum að
þetta var uppáhaldslag ykkar
mömmu.
Að fá að halda í hönd þína
þegar þú kvaddir er mér mikils
virði nú.
Takk fyrir allt pabbi minn.
Meira á www.mbl.is/andlat
Þín dóttir,
Margrét.
Magnús Gunnar
Sigurjónsson
✝
Ingibjörg Haf-
berg fæddist á
Flateyri við Ön-
undarfjörð 14.
ágúst 1935 og ólst
þar upp. Hún lést
á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi
10. desember
2021. Foreldrar
Ingibjargar voru
Vilborg Ágústa
Hafberg og Friðrik Hafberg.
Systkini hennar voru Einar,
Ágúst, Karl, Þorvaldur,
Sveinn og Ágústa. Þau eru öll
látin.
Árið 1957 giftist hún
Tryggva Marteinssyni Tausen.
Hann var fæddur í Færeyjum
19.8. 1933 og lést 21.12. 2008.
Foreldrar hans voru Martin
er Karen Áslaug, f. 1980.
Barnabörnin eru þrjú.
Fyrstu hjúskaparárin
bjuggu Ingibjörg og Tryggvi í
Kaupmannahöfn þar sem
Tryggvi var við nám í kokka-
skóla. Eftir að þau fluttu heim
til Íslands settust þau að í
Reykjavík. Ingibjörg hóf fljót-
lega störf hjá Landsímanum
og vann þar meira og minna
alla sína starfsævi með ein-
hverjum hléum, meðfram öðr-
um störfum. Fjölskyldan bjó
víða en lengst af í Borgar-
firði, ýmist á Bifröst eða í
Reykholti. Árið 1984 fluttu
þau alfarið á höfuðborgar-
svæðið og Ingibjörg hélt
áfram að vinna hjá Símanum
þar til hún lét af störfum
vegna aldurs.
Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 21. des-
ember 2021, klukkan 12.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
og Anna Dorthea
Tausen.
Börn Ingibjarg-
ar og Tryggva
eru: 1. Anna Dó-
rothea, f. 1960,
eiginmaður henn-
ar er Gísli Björn-
son. Börn þeirra
eru Tryggvi Dór,
f. 1981, Sigur-
björn, f. 1984,
Ingibjörg Huld,
f.1991, og Elmar Gísli, f. 1996.
Barnbörnin eru sex.
2. Vilborg Ágústa, f. 1963,
eiginmaður hennar er Ásbjörn
Jensson. Börn þeirra eru Eg-
ill, f. 1991, og Sólveig, f. 1994.
3. Marteinn Óskar, f. 1965,
eiginmaður hans er Vignir
Ljósálfur Jónsson. Dóttir
Vignis og stjúpdóttir Marteins
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Elsku mamma, tengda-
mamma, amma og langamma.
Takk fyrir að taka þátt í lífi okk-
ar og skapa með okkur góðar
minningar. Minning þín mun lifa
í hugum okkar um alla framtíð.
Hvíldu í friði.
Anna Dóra, Gísli, Tryggvi
Dór, Sigurbjörn, Inga Huld,
Elmar Gísli, Svava,
Örnólfur, Olga, Róbert
Kári, Nökkvi Björn, Ísleifur,
Hrafnhildur Embla,
Védís og Bríet Dórothea.
Elsku mamma, nú ert þú kom-
in í Sumarlandið, ég veit að vel
hefur verið tekið á móti þér þar.
Ótal góðar minningar streyma
um hugann, það er gott að ylja
sér við þær.
Mig langar að kveðja þig með
þessum línum eftir Ingibjörgu
Sigurðardóttur.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
Hvíl í friði.
Vilborg.
Mig langar að minnast Ingi-
bjargar með nokkrum orðum.
Hún kom ásamt eiginmanni sín-
um honum Tryggva og þremur
börnum í Reykholt haustið 1972.
Tryggvi var matreiðslumeistari
og hafði verið ráðinn að Héraðs-
skólanum og Ingibjörg vann í
eldhúsi fyrst um sinn, síðan fór
hún að vinna hjá Póstinum í
Reykholti. Hún hjálpaði oft til ef
mikið lá við í skólanum, t.d. fyrir
bolludaginn bakaði hún bollurn-
ar, sem allir elskuðu því þær
voru þær albestu sem ég hef
smakkað.
Hún var félagslynd kona og
söng með kirkjukórnum enda
hafði hún fallega sópranrödd.
Kvenfélag Reykdæla naut líka
krafta hennar. Konurnar á
Reykholtsstað voru saman í
saumaklúbb og var oft glatt á
hjalla hjá okkur. Hún var mikil
handavinnukona, saumaði og
prjónaði eins og tíðkaðist í þá
daga þegar föt voru saumuð á
börnin heima, þetta gerði hún af
miklum myndarskap. Þau voru
allmörg ár í Reykholti, en fluttu
síðan í Kópavog. Ég hitti þau oft
á förnum vegi og var alltaf gott
að hitta þau og að fá fréttir af
fjölskyldunni. Tryggi lést fyrir
allmörgum árum.
Hún tók þátt í starfi eldri
borgara í Kópavogi, söng með
Söngvinum, kór eldri borgara í
Kópavogi, sem hefur átt sam-
starf við kóra á Akranesi og í
Borgarnesi. Í kringum þetta var
töluvert félagsstarf, sem hún tók
þátt í. Einnig tók hún þátt í öðru
starfi félagsmiðstöðvarinnar í
Gjábakka og var dugleg að
sækja þangað samkomur.
Eitt sinn fórum við saman
hringinn í kringum land með Or-
lofi húsmæðra og vorum við
saman í herbergi alla ferðina.
Gist var á ýmsum stöðum víða
um land. Þetta var virkilega góð
ferð og áttum við góðar sam-
verustundir. Einnig fórum við
saman á Reykholtshátíð og gisti
ég hjá henni í sumarhúsi fjöl-
skyldu hennar í Laugarási í
Hvítársíðu. Þetta voru góðir
dagar.
Það dró ský fyrir sólu í lífi
Ingibjargar fyrir nokkrum árum
og flutti hún þá á Höfða öldr-
unarstofnun á Akranesi. Ég
heimsótti hana einu sinni þangað
og er ekki viss um að hún hafi
vitað hver ég var, en það er allt í
lagi, henni leið vel þar og það var
fyrir mestu, Anna Dóra dóttir
hennar býr á Akranesi og hugs-
aði mikið og vel um mömmu sína,
eins og hin börnin.
Ég sendi Önnu Dóru, Vil-
borgu, Marteini og fjölskyldum
þeirra mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Hennar verður sárt
saknað af fjölskyldu og vinum.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Bjarnadóttir.
Kær vinkona okkar hjóna,
Ingibjörg Hafberg, verður jarð-
sett í dag. Við kölluðum hana
alltaf Ingu og til sérstakrar að-
greiningar var hún Inga hans
Tryggva. Nú er ævi Ingu á enda
runnin og þess vegna er það við
hæfi að minnast hennar með
nokkrum kveðjuorðum. Við höf-
um þekkt Ingu í marga áratugi
og reyndar í meira en hálfa öld.
Við minnumst ánægjulegra sam-
verustunda með fjölskyldum
okkar, hvort sem það var í Borg-
arfirðinum eða hér á höfuðborg-
arsvæðinu. Inga og Tryggvi tóku
sérstöku ástfóstri við Borgar-
fjörðinn, þar sem þau störfuðu
um áratuga skeið. Fyrst á Bif-
röst en síðan í Reykholti, en sá
staður var þeim mjög kær. Hin
seinni ár dvöldu þau mikið í Hvít-
ársíðunni þar sem þau áttu sum-
arhús í nágrenni Síðumúla.
Tryggva sinn missti Inga fyrir
þrettán árum. Það var mikið áfall
fyrir Ingu og alla þá sem stóðu
honum næst og þeim sem bund-
ist höfðu honum vináttuböndum.
Dugnaður og eljusemi var Ingu í
blóð borin og minnumst við
Kristín sérstaklega áttræðisaf-
mælis hennar sumarið 2015. Eft-
ir það fór heilsu hennar hrakandi
og dvaldi hún seinustu æviár sín
á hjúkrunarheimilinu Höfða á
Akranesi. Henni leið vel á Höfða
þrátt fyrir að hún ætti stundum í
erfiðleikum með að greina raun-
veruleikann frá draumum. Það
heitir stundum að fara inn í
óminnislandið eða græna landið.
Þar var hún umvafin ástvinum
sem voru á næsta leiti. Hún átti
því þegar öllu er á botninn hvolft
ánægjulegan tíma á Höfða.
Að leiðarlokum viljum við
Kristín þakka Ingu fyrir allar
skemmtilegu stundirnar sem við
áttum með þeim hjónum. Sér-
staklega minnumst við áramót-
anna í Reykholti með allan
barnaskarann. Við sendum inni-
legar samúðarkveðjur til Önnu
Dóru, Villu og Marteins og fjöl-
skyldna þeirra vegna fráfalls
Ingu. Það er þó gleðilegt að vita
til þess að nú hafa þau Inga og
Tryggvi sameinast aftur á öðru
og æðra tilverustigi. Blessuð sé
minning Ingibjargar Hafberg.
Kristín Erlingsdóttir og
Hrafn Magnússon.
Ingibjörg Hafberg
✝
Alma Þorvarð-
ardóttir fædd-
ist 16. nóvember
1943 í Narfakoti í
Innri-Njarðvík. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
6. desember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Fanney
Guðjónsdóttir, f. 13.
júní 1909, d. 25.
ágúst 1988, og Þor-
varður Ólafsson, f. 8. apríl 1916,
d. 26. október 2001.
Bræður Ölmu eru Björgúlfur
Þorvarðarson f. 1938, maki Pál-
ína Jónsdóttir og Ólafur Rúnar
Þorvarðarson, f. 1942, maki
Kristín Dúlla Jónsdóttir.
Árið 1964 trúlofaðist Alma
Sigurgeiri Jónssyni, þau slitu
samvistir. Dóttir Ölmu og Sig-
urgeirs er Fanney Sigurgeirs-
dóttir, f. 1. mars 1965. Eigin-
maður hennar er Þórir Ólafur
Skúlason, f. 7. mars 1966, og eiga
þau fjögur börn. a) Atli, f. 1991,
maki Rakel Þórhallsdóttir b)
Unnur, f. 1991, maki Óli Sveinn
Bernharðsson, c) Borgar, f. 1993,
d) Vignir, f. 1999.
Árið 1974 giftist Alma Braga
Melax, þau skildu. Dóttir Ölmu
og Braga er Helena Melax, f. 20.
júní 1976. Eiginmaður hennar er
Jón Berg Jónasson, f. 13. júlí
1970, og eiga þau tvær dætur. a)
Eydís, f. 2009, b)
Ingunn, f. 2011.
Alma ólst að
mestu upp í Grinda-
vík og bjó þar sín
uppvaxtarár. Hún
var í Reykjaskóla
við Hrútafjörð vet-
urna 1957-1959.
Árið 1964 flutti hún
til Reykjavíkur
ásamt foreldrum
sínum. Alma sinnti
um ævina ýmsum almennum
störfum, verslunarstörfum og
umönnunarstörfum. Hún lauk
námi frá félagsliðabraut Fjöl-
brautaskólans í Ármúla árið
2008 og starfaði sem félagsliði
eftir það.
Alma hafði mikla ánægju af
ferðalögum og var mikill heims-
hornaflakkari. Hún dvaldi meðal
annars um tíma hjá bróður-
dóttur sinni í Bandaríkjunum og
var dugleg að heimsækja vini og
vandamenn sem búsettir voru
erlendis.
Útförin verður frá Fossvogs-
kapellu í dag, 21. desember
2021, kl. 13.
Vegna aðstæðna í samfélag-
inu munu einungis nánustu að-
standendur verða viðstaddir út-
förina.
Hlekkir á streymi:
https://tinyurl.com/267jpc2b
https://www.mbl.is/andat
Farin ertu Alma systir,
alla leið á Guðs þíns fund.
heillin er þú hjá oss gistir,
hugljúf varstu hverja stund.
Kæra Alma þér við þökkum,
að þú til okkar vinskap barst
og vel sinntir okkar krökkum,
alltaf hreint þegar best þú gast,
því afar sárt við söknum þín,
í sinni lifir minning brýn,
er sorgina í hugum huggar
hverfa þá í burtu skuggar.
Á himnum loks þú finnur frið
og færð að hitta almættið.
(Bj.Þ.)
Elsku Fanney, Þórir, Helena,
Jonni og fjölskyldur, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Björgúlfur, Pálína og
fjölskylda.
Mín kæra systir, Alma, hefur
kvatt þennan heim. Er við hitt-
umst fyrir rúmum mánuði kom
það mér ekki til hugar að það yrði
í síðasta sinn sem ég sæi hana á
lífi. Nokkrum dögum síðar greind-
ist hún með alvarlegan sjúkdóm,
sem hefur nú lagt hana að velli.
Á kveðjustundu minnist ég
elskulegrar systur. Hún var bók-
hneigð, hafði ákveðnar skoðanir
og fann til með þeim sem minna
máttu sín. Ölmu þótti gaman að
ferðast, heimsótti mörg Evrópu-
lönd og dvaldi um tíma í Banda-
ríkjunum. Kom hún þá m.a. til
Havaí, sem hún talaði oft um.
Eins og fram hefur komið var
Alma bókhneigð. Hún var einnig
ljóðelsk. Í huga mér rifjast upp
ljóð eftir Hákon Aðalsteinsson,
sem ég tel við hæfi að fylgi þess-
um hugleiðingum, en Alma hreifst
mjög af ljóðum hans og kveðskap:
Hryggðar hrærist strengur,
hörð er liðin vaka.
Ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi,
skyggir veröldina.
Eftir harða hildi
horfin ertu, vina.
Klukkur tímans tifa,
telja ævistundir.
Ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi,
vel þig ætíð geymi.
Ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
Sendum Fanneyju, Helenu og
fjölskyldum þeirra samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Ölmu.
Rúnar, Dúlla og fjölskylda.
Alma
Þorvarðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma, mikið er
tómlegt að hafa þig ekki
lengur hjá okkur. Þú hefur
alltaf verið svo mikilvægur
hluti af lífi okkar, sem „da-
gamma“, barnapía, ferða-
félagi, helsti aðdáandinn og
síðast en ekki síst góða
amman okkar.
Takk fyrir allar sam-
verustundirnar. Við mun-
um sakna þín.
Ömmustelpurnar þínar,
Eydís og Ingunn
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÖRN SÆMUNDSSON,
loftskeytamaður og yfirmaður
fjarskipta hjá Sameinuðu þjóðunum,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 13. desember. Útförin fer fram
frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. desember klukkan12.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur verða
viðstaddir, en að athöfn lokinni verður hægt að nálgast streymi
hjá aðstandendum.
Valerie Belinda Kayumba Sæmundsson
Stefán Örn Arnarson Stefanía María Arnardóttir
Gísli Elfar Arnarson Sven Arnar Sæmundsson
Freyja Arnardóttir Sif Francin Arnardóttir
Þór Ngunza Arnarson