Morgunblaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
Borgarstjóri
lagði fram
tillögu í
borgarráði í liðinni
viku, sem óðara var
samþykkt af
fulltrúum meiri-
hlutans, um að koma öllum bíl-
um borgarinnar af nagladekkj-
um. Þetta er mikið kappsmál
fyrir meirihlutann sem raunar
vill ganga enn lengra, því eins
og fram kemur í greinargerð
borgarstjóra með tillögunni hef-
ur borgin „ítrekað krafist laga-
heimildar frá ríkinu til að banna
notkun nagladekkja innan borg-
arinnar“.
Helstu rökin fyrir þessum
ákafa eru nú orðin þau að nagl-
arnir valdi miklu sliti á götum
sem verði svo aftur til að rýra
loftgæði í borginni. Ekki er
minnst á að með því að þrífa göt-
urnar, eins og tíðkast víða í þeim
borgum sem meirihlutinn vill
gjarnan bera sig saman við,
mætti draga verulega úr loft-
mengun.
Athygli vekur að meðal þeirra
bíla sem tilteknir eru í tillögu
borgarstjóra eru sorpbílar og
bílar á skíðasvæðum borg-
arinnar. Þá heyra bílar sem
þjóna efri byggðum borgarinnar
í öllum veðrum undir þessar
reglur, en þeir eru meðal annars
nýttir við heimaþjónustu og
hafa starfsmenn áhyggjur af að
þeim sé með þessu
gert erfitt að sinna
störfum sínum að
vetrarlagi.
En þó að meiri-
hlutanum þætti
hugmyndin góð
voru fulltrúar minnihlutans á
öðru máli og töldu of langt geng-
ið. Borgarráðsfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins hvöttu til þess
að dregið yrði úr notkun nagla-
dekkja, en bentu á að aðstæður
væru stundum þannig að vetr-
arlagi að notkun nagladekkja
væri nauðsyn öryggisins vegna.
Þá er í bókuninni minnt „á mat
Vegagerðarinnar um að naglar
geti verið nauðsynlegir í
ákveðnum tilvikum og að öryggi
sé sliti á götum mikilvægara og
réttlæti notkun nagladekkja“.
Fulltrúi Flokks fólksins tók í
sama streng og fulltrúi Mið-
flokksins sagði borgarstjóra og
meirihlutann með „forræð-
ishyggju í hverju einasta máli“,
sem er ekki úr lausu lofti gripið,
og nefndi að svifryk mældist
mest á sumrin þegar enginn
væri á nagladekkjum.
Borgarstjóri gefur lítið fyrir
þessi sjónarmið og virðist hafa
álíka álit á kunnáttu borg-
arstarfsmanna í vetrarakstri,
því að hann hyggst bjóða þeim
sérstaka fræðslu í akstri að
vetrarlagi í stað þess að bjóða
þeim dekk við hæfi.
Borgarstjóri hefur
mjög hóflegt álit á
ökuleikni borgar-
starfsmanna}
Námskeið í stað nagla
Ríkisstjórn Bi-
dens og stuðn-
ingsmenn í þinginu
hafa flutt hvert út-
gjaldafrumvarpið af
öðru og reynt að
knýja þau í gegn.
Það var bjartsýni
eða vottur um litla
pólitíska dóm-
greind. Erfitt er að fá sumar af
röksemdum með frumvörp-
unum til að ganga upp, og hvað
síst þær sem koma frá Hvíta
húsinu.
Þar er fullyrt að hinni gríð-
arlegu eyðslu muni ekki fylgja
að skattgreiðendum verði send-
ur reikningurinn! Og alls ekki
ýta undir verðbólgu sem þegar
er orðin 10%. Helstu fróðleiks-
menn demókrata í peninga-
málum treysta sér ekki til að
taka ábyrgð á slíku tali og til að
mynda Larry Summers fyrrver-
andi fjármálaráðherra Banda-
ríkjanna geldur varhug við.
En Joe Biden og stuðningslið
hans á þingi er nú í miklu upp-
námi þar. Síðasti stórpakki
þeirra er strandaður. Þar fer
annar Joe, Manchini senator
demókrata í Vestur Virginíu,
sem hafnar málinu með sterk-
um og sláandi rökum. Afstaða
hans kemur ekki á óvart, en það
gera hin ofsa-
kenndu viðbrögð
flokksleiðtoga á
þingi sem í Hvíta
húsinu. Jen Psaki
blaðafullrúi for-
setans segir
Manchini lygara
og svikara við
flokkinn og hafi nú
framið „lýðræðislegt skemmd-
arverk“. Manchini fordæmir
starfsmenn Hvíta hússins fyrir
að hafa „lekið“ fullyrðingum
sem fari langt út yfir öll mörk.
Sú framkoma ætti þó ekki að
koma á óvart. Sama fólk sé
frægt fyrir að berja „samherja
sína“ til hlýðni og svífist þá
einskis og hafi með þeim aðferð-
um of oft haft sitt fram. En
hann bætir því við að starfs-
menn forsetans hafi ekki gætt
þess að hann sé frá Vestur-
Virginíu og slíkar aðfarir fari
öfugt í fólk á þeim slóðum.
En tal blaðafulltrúans um
„lýðræðislegt skemmdarverk“
er skrítið. Demókratar eru með
minnsta starfhæfan meirihluta í
fulltrúadeild og flokkarnir hafa
jafn mörg atkvæði í öld-
ungadeild. Atkvæði Manchini
kemur í veg fyrir að atkvæði
varaforsetans, sé beitt í svo
risavöxnu máli.
Spár segja að flokkur
Bidens muni tapa í
þingkosningum að
ári. Á óvart kemur að
þeir hafi þegar misst
sín tök}
Fóru offari og gjalda þess
bæri og grípur til varna með mót-
efnum og T-frumum. Berist kórónu-
veiran síðar í líkama hins bólusetta
þekkir ónæmiskerfið broddprótín
hennar, eyðir veirunni og sýktum
frumum, og kemur í veg fyrir að
fleiri veirur komist inn í frumur lík-
amans.
Það þykir líka kostur við Nu-
vaxovid að geyma má efnið við hita-
stig í venjulegum kæliskáp. Flýtir
það mjög fyrir dreifingu og dregur
úr töfum á afhendingu.
Aðlagað að Ómíkron
Eftir að Ómíkron, hið nýja af-
brigði kórónuveirunnar, kom til sög-
unnar fyrir nokkrum vikum lýstu
forsvarsmenn Novavax yfir því að
unnið væri að aðlögun efnisins svo
það gæti tekist sérstaklega á við af-
brigðið. Slíkt bóluefni verður þó
varla aðgengilegt fyrr en einhvern
tíma á næsta ári. BioNTech, sem
framleiðir Pfizer-bóluefnið, segir að
sérsniðið bóluefni gegn Ómíkron
verði tilbúið í mars næstkomandi.
Varðandi Delta-afbrigðið segja
talsmenn Novavax að örvunar-
skammtur af bóluefninu gefinn sex
mánuðum eftir tvo fyrri skammta
auki stórlega varnir líkamans gegn
afbrigðinu. Líklegt er að sama gildi
um Ómíkron og reyndar munu öll
bóluefni sem nú eru gefin milda
sjúkdóminn þótt þau komi ekki í veg
fyrir að fólk smitist.
Gæti breytt stöðunni
í fátæku löndunum
AFP
Nýtt bóluefni Mikill skortur er á bóluefnum gegn kórónuveirunni í fá-
tækari löndum heims. Nýtt bóluefni frá Novavax á að breyta þeirri stöðu.
BAKSVIÐ
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
L
yfjastofnun Evrópu (EMA)
heimilaði eftir aukafund í
gær notkun nýs bóluefnis
gegn kórónuveirunni.
Miklar vonir eru bundnar við þetta
efni sem er frá bandaríska lyfja-
fyrirtækinu Novavax í Maryland. Er
það sagt veita rúmlega 90 prósent
vörn gegn veirunni samkvæmt til-
raunum í Bandaríkjunum.
Evrópusambandið hefur þegar
pantað 200 milljón skammta af efn-
inu, hinu fimmta gegn veirunni sem
leyfi hefur fengið í aðildarríkjum
sambandsins. Hér heima tekur
Lyfjastofnun sjálfstæða ákvörðun
um það hvort efnið verður leyft á Ís-
landi. Mjög sennilegt er að svo verði
nú þegar ákvörðun EMA liggur fyr-
ir. Bóluefnið hefur þegar fengið leyfi
í tveimur Asíulöndum, Filippseyjum
og Indónesíu. Í mörgum löndum er
skammt að bíða ákvörðunar heil-
brigðisyfirvalda.
Gæti gerbreytt stöðunni
Gangi væntingar eftir er búist
við því að nýja bóluefnið geti á stutt-
um tíma gerbreytt stöðu bólusetn-
inga í fátækari ríkjum heims, en það
er meginmarkmið framleiðslunnar.
Gífurlegur munur er á stöðu bólu-
setninga við kórónuveirunni í lönd-
um Afríku og í ríkjum sem búa við
betri efnahag.
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin (WHO) hefur þegar samþykkt
notkun bóluefnisins og fyrir liggja
samningar um framleiðslu milljarða
skammta á grundvelli svonefndrar
Covax-áætlunar Sameinuðu þjóð-
anna.
Bóluefnið er m.a. markaðssett
undir nöfnunum Nuvaoxid og Covo-
vax.
Önnur uppbygging
Á vef Lyfjastofnunar Íslands
kemur fram að í hinu nýja bóluefni
Novavax-fyrirtækisins sé að finna
eftirlíkingu af hluta broddprótíns
kórónuveirunnar, eftirlíkingu sem
unnin var á rannsóknarstofu. Í bólu-
efninu er einnig að finna ónæmis-
glæði, sem er hjálparefni til að örva
ónæmisviðbragð líkamans. Þegar
bóluefnið berst í líkamann mun
ónæmiskerfið skynja eftirlíkingu
broddprótínsins sem framandi fyrir-
Í gær höfðu rúmlega 275 millj-
ónir manna víðs vegar um heim
smitast af kórónuveirunni.
Látnir voru 5,3 milljónir. Rúm-
lega 22 milljónir manna eru
skráðar veikar núna, þar af er
ástand rúmlega 88 þúsund
mjög alvarlegt. Viðkomandi
liggja yfirleitt á sjúkrahúsum,
þar sem hægt er að koma því
við. En hafa ber í huga að skrán-
ing tilfella er ófullnægjandi í
mörgum löndum og í sumum
hafa stjórnvöld vísvitandi veitt
rangar upplýsingar um umfang
faraldursins.
Mikil og hröð aukning hefur
orðið á smitum að undanförnu
eftir að nýtt afbrigði veirunnar,
kallað Ómíkron, skaut upp koll-
inum. Þetta afbrigði virðist eiga
greiða leið í fólk sem þegar hef-
ur verið bólusett, jafnvel tvisvar,
og örvunarbólusetning útilokar
það heldur ekki. Góðu fréttirnar
eru þó að veikindi fólks sem
smitast eru mun mildari en ella.
275 milljónir
hafa smitast
KÓRÓNUVEIRAN
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
F
lokkur fólksins var stofnaður til
þess að berjast fyrir réttindum
og bættum kjörum þeirra sem
bágast hafa það í samfélaginu.
Við þykjumst ekki ætla að gera
allt fyrir alla, heldur einbeitum okkur að þess-
ari frumskyldu okkar gagnvart þeim sem sár-
ast þarfnast þess að eiga sér öflugan málsvara
á alþingi. Við munum aldrei hvika frá þessari
grunnstefnu Flokks fólksins.
Ójöfnuðurinn í lífskjörum landsmanna er
risavaxinn. Fátækt fólk á ekki að þurfa að
sætta sig við mylsnuna af borðum hinna of-
urríku. Við hjá Flokki fólksins einbeitum okk-
ur að baráttunni gegn fátækt og krefjumst
réttlætis fyrir alla í ríku landi. Lágmarks-
framfærsla verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust!
Á síðasta kjörtímabili barðist enginn flokkur af jafn
mikilli einurð fyrir auknum réttindum öryrkja, eldra
fólks og fólks á lægstu laununum en Flokkur fólksins.
Við lögðum fram tugi þingmála sem miða að því að
bjarga almannatryggingaþegum úr fátæktargildrunni
sem stjórnvöld hafa búið þeim. Og strax nú á nýhöfnu
kjörtímabili höfum við lagt fram enn fleiri slík mál.
Kjarni vandans er áberandi virðingarleysi stjórnvalda
gagnvart aðstæðum fólks, sérstaklega þeirra sem eiga
bágt. Sumum virðist tamt að líta bara í eina átt og snúa
blinda auganu að þeim sem virkilega þurfa á aðstoð að
halda. Fólki með vonir og þrár um betra og áhyggjulaus-
ara líf. Vonir um að þurfa ekki lengur að bíða eftir rétt-
lætinu. Að vera ekki líkt við lífvana súlurit
eða excel skjöl á tölvuskjá. Það er forgangs-
verkefni að koma þessu fólki til hjálpar og
hrífa það úr köldum faðmi ómanneskjulegs
og skilningsvana kerfis.
Við lifum nú við blússandi Covid vanda og
vaxandi dýrtíð með tilheyrandi verðbólgu þar
sem fátækt fólk verður fátækara með degi
hverjum.
Við bindum sérstakar vonir við að stjórn-
völd svari áköfu ákalli okkar um skatta- og
skerðingarlausan jólabónus handa öryrkjum
fyrir þessi jól. Sá þingmaður sem getur ekki
sett sig í spor þeirra sem kvíða jólunum hvert
einasta ár með tárin í augunum og grátstaf-
inn í kverkunum er með hjarta úr steini. Við
treystum því að enginn sé svo harðbrjósta.
Það er göfugt verkefni að tryggja öllum réttlæti í okk-
ar ríka landi. Við vitum að með því að vinna af heilindum
að almannahag sendum við ljósgeisla inn í líf margra
bræðra okkar og systra sem hafa ekki litið glaðan dag
lengi. Fátækt er mannanna verk. Það er í okkar höndum
að útrýma henni. Það er með bjartsýni að vopni sem
Flokkur fólksins treystir því að ráðamenn þjóðarinnar
hafi heyrt okkar háværa bænakall og allra þeirra sem
hafa sent okkur alþingismönnum óskir um hjálp fyrir jól-
in.
Gleðileg jól!
Inga Sæland
Pistill
Í anda jólanna
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen