Morgunblaðið - 21.12.2021, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
✝
Örnólfur Odds-
son fæddist á
Ísafirði 26. maí
1956. Hann lést í
Kópavogi 9. desem-
ber 2021.
Foreldrar hans
voru Oddur Guðjón
Örnólfsson verka-
maður og Kristín
Guðrún Jónsdóttir
ljósmóðir.
Systkini hans
eru Þórhildur, Margrét, Jón
Halldór, Gunnar og Bára.
Eiginkona Örnólfs er Védís
Harpa Ármannsdóttir. Börn
Örnólfs og Unnar Hreinsdóttur
eru: a) Hjördís Lilja, maki henn-
ar er Steve Lorenz og börn
þeirra eru Elísabet Freyja og
Hanna Júlía. b) Oddur, maki
hans er Silja Jónsdóttir og sonur
þeirra er Haukur Logi. c)
Hreinn Ingi, maki hans er Rós-
hildur Agla Hilmarsdóttir og
dóttir þeirra er Emilía Von.
Dætur Védísar og Björns
Guðbjörnssonar eru:
a) Harpa Karen, maki hennar
er Dave Graubner og dætur
þeirra eru Dalía Dís og Helena
Kristín.
b) Inga Sigríður, maki hennar
er Agnar Þór Fjeldsted og börn
þeirra eru Andrea Björt og
ónefndur sonur. Börn Agnars af
Menntaskólann á Ísafirði. Örn-
ólfur fór aftur í nám og útskrif-
aðist úr rekstrarfræði frá
Tækniskólanum 1996. Eftir það
vann hann um tíma sem for-
stöðumaður í Íþróttamiðstöð
Kjalarness áður en hann fór til
Reiknistofu bankanna, þar sem
hann vann í 15 ár við kerfis- og
gagnagrunnsstjórnun meðal
annarra starfa. Árið 2013 fór
Örnólfur aftur að kenna og
kenndi fyrst í Sandgerði og að
lokum við Árbæjarskóla.
Meðfram starfsferlinum átti
Örnólfur farsælan feril í íþrótt-
um. Hann spilaði handbolta með
Keflvíkingum meðan hann
kenndi þar og í fótboltanum
spilaði hann með meistaraflokki
hjá ÍBÍ, KR og Víking. Hann
þjálfaði svo meistaraflokk hjá
Einherja og ÍBÍ. Eftir að knatt-
spyrnuferlinum lauk urðu hlaup
að ástríðu. Hans helsta vega-
lengd var 10 km en einnig hljóp
hann bæði hálf og heil maraþon.
Að auki þjálfaði hann skokkhóp
ÍR í dágóðan tíma. Hann þjálfaði
lengi vel yngri flokka í knatt-
spyrnu við góðan orðstír, meðal
annars hjá ÍR, Breiðabliki og
Þrótti Reykjavík.
Hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu í Kópavogi 9. des-
ember 2021.
Útförin fer fram í Bústaða-
kirkju í dag, 21. desember 2021,
klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
fyrra sambandi eru
Hekla Sif og Birkir
Logi.
c) Rakel Birna,
maki hennar er Jón
Árni Haraldsson.
Örnólfur var
fæddur og uppalinn
á Ísafirði. Hann
gekk í Gagnfræða-
skóla Ísafjarðar og
vann í hörpuskel og
frystihúsinu á
sumrin. Hann byrjaði ungur að
spila fótbolta og hóf að spila
með meistaraflokki 1973 eftir
að hafa leikið upp alla yngri
flokkana. Örnólfur fór í Kenn-
araskólann og síðan í Íþrótta-
kennaraskólann, þaðan sem
hann útskrifaðist 1978. Eftir út-
skrift vann hann um tíma við
umsjón íþróttamannvirkja á Ísa-
firði áður en hann fór að kenna
og kenndi hann þá fyrst í Kefla-
vík og svo á Eiðum. Hann fór ut-
an að læra svæðanudd og aku-
punktur í Svíþjóð 1982. Eftir
það hélt hann í Íþróttaháskóla í
Kaupmannahöfn þaðan sem
hann lauk námi 1984. Eftir
framhaldsnámið vann hann um
tíma við verslunarstörf í Herra-
garðinum áður en hann fór aft-
ur að kenna og kenndi þá stærð-
fræði og íþróttir, fyrst í Hóla-
brekkuskóla en svo við
Elsku Öddi minn.
Ég man það eins og gerst hafi í
gær að ég sá þig 1981 þegar þú
komst að kenna úti á Eiðum og ég
var að vinna í kaupfélaginu á Eg-
ilsstöðum. Ég og samstarfskona
mín göntuðumst með að ég mætti
fá flotta íþróttakennarann og hún
fengi hinn nýja kennarann … Ég
var sátt með þau skipti því mér
leist vel á piltinn.
Við kynntumst svo og brölluð-
um ýmislegt, fórum á skíði í Odds-
skarði og ég horfði á allnokkra
körfuboltaleiki þar sem ég var
dyggur stuðningsmaður Eiða-
peyja og margt fleira var brallað.
Þú bauðst mér svo í vöfflur og
þegar þú komst og sóttir mig þá
spurðirðu: „Heyrðu, getur þú
nokkuð komið með sultu með
þér?“ Ó já, ég hnuplaði henni úr
búrinu hennar mömmu og þar
með bundumst við böndum.
Við áttum yndislegan tíma
þennan vetur, en svo skildi leiðir
okkar, þú fórst heim til Ísafjarðar
að spila fótbolta en ég sat eftir
heima með brotið hjarta.
23 árum síðar lágu svo leiðir
okkar aftur saman. Þú varst bú-
inn að eignast þrjú dásamleg börn
og ég þrjár yndislegar dætur.
Við áttum 17 góð ár saman þar
sem sportið átti hug okkar allan.
Við hlupum út um allar koppa-
grundir, hjóluðum og dönsuðum
eins og enginn væri morgundag-
urinn – þú varst geggjaður dans-
félagi. Við ferðuðumst vítt og
breitt um landið okkar og fórum
margar ferðir í sólina á Spáni og
til Sviss að heimsækja Hörpu
mína og fjölskyldu, ótal fallegar
minningar! Síðan varst þú minn
dyggasti stuðningsmaður þegar
ég var að keppa í uppáhaldssport-
inu mínu, blaki. Auðvitað keppt-
um við bæði í fótboltanum á gull-
aldarárunum okkar!
Hvíl í friði, ástin mín, og takk
fyrir allt sem þú gafst mér.
Þín
Védís.
Þegar ég hugsa um pabba sé
ég hann fyrir mér með glaðlegt
glott á andlitinu, alltaf til í smá
grín. Sérstaklega þegar kom að
því að grínast með yngri kynslóð-
inni.
Hann hafði að vissu leyti ofur-
krafta hann pabbi, og ég veit ekki
um neinn sem hélt sér í jafn góðu
formi og hann alla tíð. Enda var
hann alltaf á hreyfingu, og hafði
unun af, hlaupandi, hjólandi,
gangandi, dansandi eða standandi
á höndum. Einu sinni vorum við
stödd á Ísafirði og ég ófrísk að El-
ísabetu, þá ætluðu þau Védís að
skella sér í hlaupatúr og pabbi
bauð Steve að koma með. Steve
var ekki vanur að hlaupa mikið en
var þó að hugsa um að skella sér
með og spurði hversu langt þau
ætluðu. „Ooo … bara stutt í dag,
kannski svona 16 kílómetra“ var
svarið. Steve hætti snarlega við.
Pabbi hafði gaman af því að
taka myndir og var jafnan með
myndavélina á lofti þegar fjöl-
skyldan kom saman. Við eigum
því mikinn fjársjóð í myndum sem
hann skildi eftir sig. Þegar kom
að pabba að standa fyrir framan
myndavélina kom þó trúðurinn
fram og ekki margar alvarlegar
myndir til af honum.
Hann var góður pabbi og góður
afi, og þrátt fyrir að við höfum
ekki verið í mjög nánu sambandi í
gegnum tíðina var hann alltaf til
staðar þegar ég þurfti á honum að
halda.
Þó farir þú í fjarlægð kæri vinur
og fætur þínir stígi ókunn skref
Hve draumar ræst hafa’ aftur þú áður
sagðir mér
þín ást var mín og brosin geymt ég hef.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan bros
því ég geymi alltaf vinur það allt er
gafstu mér
góða ferð, vertu sæll já góða ferð
(Jónas Friðrik)
Það er erfitt að kveðja svona
allt of fljótt, en minning þín mun
lifa með okkur. Góða ferð í sum-
arlandið, elsku pabbi.
Þín
Hjördís Lilja.
Það var svo gott að slá á þráð-
inn og ræða við þig um veðrið, fót-
boltann og allt þar á milli. Alltaf
gafstu þér tíma til að hlusta á mig
rausa, þá aðallega um fótbolta þar
sem ég talaði og talaði á meðan þú
hlustaðir og læddir inn góðum
ráðum. Í rauninni sagði ég aldrei
við þig hvað þú skiptir mig miklu
máli og hvað það hefur verið
ómetanlegt að fá slíkan stuðning
frá þér í gegnum lífið, en ég er
viss um að þú hafir vitað það. Ég
var aldrei einn í einu eða neinu því
að þú varst alltaf mér við hlið,
stuðningsmaður númer eitt. Þú
varst vanur að segja við mig: „Þú
getur allt sem þú ætlar þér“ sem
ómar í höfðinu á mér á hverjum
degi. Þú mættir til dæmis á flest-
alla leiki sem ég hef spilað frá því
ég byrjaði að spila, þeir skipta
hundruðum. Þú varst alltaf fyrsta
símtalið mitt eftir æfingar og leiki
því ég var svo spenntur að heyra
hvað þú hafðir að segja.
Ég vil reyna að lýsa manneskj-
unni sem þú varst og hvað þú
skiptir alla í kringum þig miklu
máli. Ég sá það svo greinilega að
þú elskaðir fólkið í kringum þig,
þú varst svo hjartahlýr og góður
maður og vildir öllum vel. Þú
varst samt enginn venjulegur
maður, þú varst afburðaíþrótta-
maður og fyrir utan fjölskylduna
skipti hreyfing þig mestu máli. Þú
elskaðir að hreyfa þig og varst
ávallt í frábæru formi. Ég rakst
nýlega á gamla æfingadagbók hjá
þér og ég varð orðlaus yfir æf-
ingaálaginu, þú varst algjört of-
urmenni. Þú hélst þínu striki al-
veg fram á síðasta dag og varst í
frábæru formi síðustu vikurnar
þínar hjá okkur. Ég held að fáir
65 ára karlmenn í heiminum leiki
það eftir. Til dæmis hljópstu ný-
lega tvisvar heilt maraþon á einni
viku, og daginn áður en þú fórst
frá okkur tókstu létta 20 km á
tempói. Þú varst sáttur með form-
ið þitt síðustu vikur, og þá er mik-
ið sagt. Það hefði verið gaman að
fylgjast með þér næsta vor skilja
25 ára gamla pjakka eftir í spor-
unum.
Ég tel að ást þín á hreyfingu
tengist í grunninn ást þinni á líf-
inu sjálfu. Þú varst svo lifandi
þegar þú fékkst útrás, á hlaupum,
hjóli, fjallgöngu og göngutúrum
þess á milli. Maður sá og fann
hvað þú elskaðir að vera til. Þú
naust þess einnig að flækjast um,
og fjárfestir í allskonar húsbílum
og pallhúsum í gegnum tíðina.
Þér fannst svo gott að geta keyrt
bara eitthvað og lagt bílnum í fal-
legri náttúru og sofið þar. Þar
fékkstu að lifa, rekast á nýja hluti
og vera frjáls, einmitt eins og þú
vildir vera. Þú varst drífandi,
stríðinn, kappsamur, klár, skipu-
lagður, barngóður, fyrirmynd,
stuðningsríkur og heilt yfir góð-
hjartaður maður og vildir öllum
vel. Söknuðurinn er mikill hjá svo
mörgum og lífið verður aldrei eins
án þín. Ég elska þig pabbi og takk
fyrir að vera alltaf til staðar fyrir
mig og styðja mig í öllu sem ég
tók mér fyrir hendur, þú skilur
eftir mikið tóm í hjartanu mínu.
Ég sakna þín strax svo mikið og
mér finnst svo óraunverulegt að
geta ekki tekið upp símann og
hringt í þig, heyrt röddina þína og
talað við þig um daginn og veginn.
Betri pabba er ekki hægt að eiga
og vonandi verð ég eitthvað í lík-
ingu við þig fyrir mín börn.
Hreinn Ingi Örnólfsson.
Þegar ég hugsa til Ödda eru
mér minnisstæðust bernskuárin
á Ísafirði og það ævintýraland
sem Dokkan var okkur systkin-
um.
Öddi fæddist í græna húsinu
við Smiðjugötuna á Ísafirði. Ég
var þriggja ára og vissi ekkert
um fjölgunarvon á heimilinu. Um
miðjan dag – í minningunni fal-
legur vordagur – komum við
Magga systir heim og fundum
mömmu fyrir á dívani inni í stofu.
Það var óvænt að sjá uppbúið
rúm í stofunni og enn skrítnara
að sjá mömmu liggja þar með
bros á vör. Við hlið hennar lá lítil
vera með svart hár og rautt and-
lit, klædd í ljósgræna treyju.
Þarna var þá kominn fyrsti bróð-
irinn af þremur.
Seinna þegar hann var kominn
á fót fylgdi hann okkur systrum í
leikjum með öðrum krökkum úr
nágrenninu, eins og alsiða var þá.
Ekki var okkur alltaf ljúft að fara
með hann heim ef hann datt eða
meiddi sig á annan hátt. Gekk þá
hver krakkinn af öðrum til hans
og taldi honum trú um að hann
væri svo hraustur að hann þyrfti
ekkert að fara heim. Oftast fór
það svo að hann hætti samstundis
að gráta og leikurinn hélt áfram.
Dokkan á Ísafirði var um
margt einstakt leiksvæði – eða
öllu heldur athafnasvæði fyrir
fólk á öllum aldri. Öddi, eins og
aðrir krakkar, lék sér í fjöru,
veiddi af bryggju, fékk lánaðan
árabát og reri með vinum út á
leguna – og seinna lengra út á
fjörð til að veiða þyrskling í mat-
inn.
Leikjum í Dokkunni fylgdu
hættur, einkum tengdar því að
detta í sjóinn. Þau yngstu duttu
úr fjörunni, þau eldri af bryggju
eða kanti. Eitt sinn datt Öddi út-
byrðis af bát pabba við bryggj-
una, einmitt á fimm ára afmæl-
isdaginn sinn. Pabbi hafði snör
handtök, greip í hárið á stráksa
og náði honum síðan upp í bátinn
og þaðan upp á bryggju og á
þurrt land.
Öddi hefur sennilega verið sjö
ára þegar íþróttaferillinn hófst.
Hann fór að fara á fótboltaæfing-
ar með skólabræðrum sínum og
ekki leið á löngu áður hann dró
Jón með sér. Handbolti, körfu-
bolti, sund og skíði voru líka inni í
myndinni, og seinna hlaup. Ekki
man ég hvað hann var gamall
þegar hann fór að halda til í
íþróttahúsinu, frá því að skóla
lauk á daginn þar til húsinu var
lokað einhvern tímann undir mið-
nætti. Trúlega tók hann þátt í öll-
um æfingum sem fram fóru,
hverju nafni sem þær nefndust
og hver svo sem „átti“ æfingatím-
ann.
Allar götur síðan hefur Öddi
verið á hreyfingu. Þegar fótbolt-
anum sleppti tóku hlaupin við.
Hann var óþreytandi að ráð-
leggja öðrum og hvetja til auk-
innar hreyfingar. Ég naut góðs af
því meðan ég stundaði skokk. Á
tímabili voru býsna margir úr
fjölskyldunni tengdir hlaupum og
oft fjölmennt í skipulagða hlaupa-
viðburði, s.s. Óshlíðarhlaup og
Reykjavíkurmaraþon.
Öddi hljóp fram á síðasta dag –
og ætli hann haldi því ekki áfram
í sumarlandinu.
Við söknum þín, kæri bróðir.
Þórhildur.
Þegar okkur systkinum bárust
þær sorglegu fréttir á dögunum
að Öddi, móðurbróðir okkar, væri
látinn, byrjuðu minningar um
góðan, lífsglaðan og fjörugan
frænda að hrannast upp í huga
okkar. Öddi var svona frændi
sem öll börn hlökkuðu til að hitta.
Móðurfjölskylda okkar hefur alla
tíð verið dugleg að hittast, og
þegar við komum saman fór aldr-
ei á milli mála þegar hann mætti á
svæðið (þó ekki alltaf á réttum
tíma) og alltaf stutt í fíflagang og
grín hjá honum. Það var oft eins
og hann væri í keppni við Möggu
móðu hvor gæti fengið okkur
krakkana til að hlæja meira, eða
hvort þeirra gæti hlegið hærra.
Hann hafði mikið keppnisskap
sem kom bersýnilega í ljós þegar
Trivial Pursuit eða teningar fyrir
Tíuþúsund voru teknir fram á jól-
unum í Sundstrætinu og seinna í
Langagerðinu.
Öddi sýndi okkur alltaf mikinn
áhuga og fylgdist með flestu sem
við gerðum, hvort sem það við-
kom skóla, íþróttum eða störfum.
Hann hlustaði af athygli, hvatti
okkur áfram og gaf góð ráð. Hann
var alla tíð hreystin uppmáluð og
er okkur minnisstætt þegar hann
hljóp ásamt fleirum í fjölskyld-
unni inn og út eftir endilöngu
djúpinu, löngu áður en hlaup
komust í tísku.
Elsku Védís, Hjördís Lilja,
Oddur, Hreinn Ingi, Harpa Kar-
en, Inga Sigríður og Rakel Birna,
hugur okkar er allur hjá ykkur.
Minning um einstakan, hjarta-
hlýjan og fjörugan frænda mun
lifa. Nú heldur hann keppninni
við Möggu áfram á nýjum stað.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum)
Arna, Ármann og
Gunnar Kristinn.
Öddi, eins og við kölluðum
hann alltaf, er fallinn frá aðeins 65
ára að aldri. Við finnum sárt fyrir
því að missa nú annan félaga úr
okkar góða vinahópi og finnst
þetta alltof snemmt einmitt þegar
við ættum að vera að fara að njóta
lífsins á okkar efri árum.
Það var haustið 1976 sem við
mættum 34 ungmenni í Íþrótta-
kennaraskólann á Laugarvatni.
Flest höfðum við stundað íþróttir
í áraraðir og vorum spennt fyrir
því að byrja í skemmtilegu námi
tengdu íþróttum. Við komum alls
staðar að af landinu og fáir þekkt-
ust fyrir. Það var ekki síst Ödda
að þakka hvað hópurinn náði
fljótt ótrúlega vel saman. Á
heimavistinni var ein sameiginleg
setustofa og þangað söfnuðumst
við á kvöldin til að spila, spjalla og
kynnast. Það var strax á fyrstu
kvöldunum sem Öddi fór að segja
brandara, alls konar brandara
sem flestir ef ekki allir fjölluðu
um Dodda vin hans sem var líka
með okkur í skólanum og er frá
Ísafirði eins og Öddi.
Þarna sat hann kvöld eftir
kvöld og sagði sögur af Dodda,
alltaf jafn alvarlegur eins og allt
sem hann sagði væri heilagur
sannleikur. Það er oft vitnað í
þessi kvöld enn þann dag í dag
þegar hópurinn hittist, 45 árum
seinna og enn er hlegið að brönd-
urunum um Dodda.
Í skólanum æfðum við allar
íþróttagreinar sem við áttum
hugsanlega eftir að kenna. Þ. á m.
voru fimleikar, áhöld eins og
tvíslá og hringir o.fl. Öddi sem var
fjölhæfur íþróttamaður, sterkur
og óhræddur, stundum kannski
fullóhræddur, átti það til að
ganga of langt í æfingunum, sjálf-
sagt mest heppni að hann slasaði
sig ekki meira en hann gerði. En
alltaf mætti hann aftur og hélt
áfram að ögra sjálfum sér. Hann
var í fótboltanum lengi, var eig-
inlega þindarlaus. Hann gat
hlaupið endalaust fannst okkur og
fótboltaáhugi hans þróaðist í
hlaupadellu með árunum. Hann
var alla tíð í góðu formi og afreka-
skrá hans hjá FRÍ sýnir árangur í
öllum hlaupagreinum frá 1.500
metra hlaupi upp í maraþon og er
listinn mjög langur. Hreyfing var
honum alltaf lífsnauðsyn og þar
smullu þau Védís svo vel saman.
Það hefur verið frábært að fylgj-
ast með þeim blómstra saman
með sömu áhugamál og lífssýn.
Elsku Védís, Hjördís Lilja,
Oddur, Hreinn Ingi og fjölskyld-
ur. Missir ykkar er mikill og send-
um við ykkur okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Kveðja frá skólafélögum Ödda
úr ÍKÍ á árunum 1976-1978,
Jóhanna Ásmundsdóttir.
Örnólfur OddssonVið fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró.
Í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngvaklið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar nætur frið.
(Hulda)
Innilegar samúðarkveðjur til
eiginmanns Sigrúnar, barna, fjöl-
skyldu og vina.
Fyrir hönd Nesjavallafjöl-
skyldunnar,
Ómar G. Jónsson.
Hláturinn hennar Sigrúnar
heyrist ekki lengur, veröldin er
önnur. Okkar kæra vinkona hefur
kvatt þessa jarðvist og við munum
ekki hittast aftur hér, en einhvers
staðar einhvern tímann aftur.
Við vinkonurnar höfum þekkst
frá því á unglingsárum og aldrei
hefur skugga borið á okkar vin-
áttu, eins ólíkar og við erum. Það
er margs að minnast frá þessum
langa tíma og dýrmætar minn-
ingaperlur koma nú upp í hugann.
Áratuga vinátta og væntumþykja,
við höfum deilt gleði og sorgum,
föndrað og ferðast, grillað og
sungið. Sumar, vetur, vor og
haust. Þegar börnin voru yngri
vorum við duglegar að hittast með
þau og eiga góðar samverustund-
ir. Þær eru minnisstæðar ferðirn-
ar að Bíldsfelli, að skoða lömbin,
tína ber, vefja birkikransa, fara í
pottinn, grillveislur, þorrablót og
svo mætti lengi telja, allt eru þetta
núna dýrmætar minningar.
Þegar árin liðu og börnin flugu
úr hreiðrum sínum þá breyttust
áherslurnar, samverustundirnar
urðu meira á fullorðins forsend-
um. Gleðin var alltaf með í för og
dillandi hlátur og geislandi fram-
koma Sigrúnar lyfti þessu öllu í
hæstu hæðir. Sigrún hélt ótrauð
áfram að njóta lífsins þrátt fyrir
erfið veikindi síðustu mánuðina.
Við vinkonurnar fórum ásamt
mökum í ógleymanlega ferð til
Eyja í sumar þar sem við áttum
saman yndislegan dag og stundin í
Herjólfsdal þar sem við skáluðum
í góðum veigum fyrir vináttunni
og lífinu er í dag dýrmæt minning.
Við höfum farið í dásamlegar ut-
anlandsferðir síðustu ár og á
næsta ári ætluðum við að fara í
sérstaka reisu og fagna sextugs-
afmæli okkar allra. Við ætluðum
en okkur var ekki ætlað.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Fjölskyldan var Sigrúnu allt,
Árni alltaf eins og klettur henni
við hlið og þau samhent sem einn
maður. Börnin og barnabörnin
voru hennar mesta stolt og þegar
hún talaði um þau þá birtist þessi
fallegi ljómi í andliti hennar. Þau
Árni sköpuðu sér fallegt og hlý-
legt heimili, sífellt að fegra og
bæta og næsti áfangi var sólstofan
sem nú er í byggingu og þau hafði
lengi dreymt um að njóta saman.
Sigrún var einstaklega traustur
og umhyggjusamur vinur. Hún
var áhugasöm um börnin okkar,
barnabörnin og stórfjölskyldu-
rnar og áhuginn var svo einlægur.
Hún var oftar en ekki drifkraft-
urinn við að skipuleggja og skapa
gleði- og hamingjustundir á okkar
samleið. Sigrún kenndi okkur svo
ótal margt, ekki síst þakklæti,
æðruleysi og að gleðjast með öðr-
um. Þannig var Sigrún.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um viljum við vinkonurnar og
makar þakka fyrir allar ljúfu sam-
verustundirnar sem við höfum átt
saman, minning Sigrúnar lifir í
hjarta okkar og huga. Við sendum
elsku Árna, Ásu Valdísi, Hlöðveri,
Sævari, Ingþóri, foreldrum Sig-
rúnar og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Megi allar stjörnur heimsins
vaka yfir góðri vinkonu.
Edda, Eydís, Margrét og
Ragnheiður.