Morgunblaðið - 21.12.2021, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
✝
Jóhann Gunnar
Jóhannesson
fæddist á Bæ á
Bæjarnesi 15.
ágúst 1938. Hann
lést 14. desember
2021.
Foreldrar hans
voru Jóhannes Jó-
hannsson bóndi, f.
29.8. 1905, d. 29.1.
1989 og Guðrún
Steinunn Kristjáns-
dóttir ljósmóðir, f. 1.11. 1912, d.
30.5. 2000.
Systkini Jóhanns eru Snorri
Rafn, f. 17.6. 1937, og Kristjana
G., f. 20.7. 1941.
Jóhann kvæntist Sóleyju
Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 22.12.
1944, þann 5. júní 1965. Börn
þeirra eru: 1) Jóhannes Rúnar,
f. 25.12. 1964, kvæntur Vil-
borgu Ólöfu Sig-
urðardóttur, f. 28.1.
1975. Börn Jóhann-
esar og Hugrúnar
Reynisdóttur eru
Helena Rakel í
sambúð með Þórði
Helga Guðjónssyni
og Dagur Fannar í
sambúð með Silju
Axelsdóttur. Jó-
hannes og Vilborg
eiga saman Brynjar
Þór og Jóhönnu Guðrúnu. 2)
Sveinn Líndal, f. 31.5. 1968 í
sambúð með Þórhildi Rún Guð-
jónsdóttur, f. 17.1. 1979. Þau
eiga tvo drengi, Jökul Ara og
Óskar Örn. 3) Alda Hrönn, f.
22.8. 1976, gift Gesti K. Pálma-
syni, f. 15.9. 1979. Börn Öldu og
Jóns Sigurðssonar eru Þórdís
Ólöf, og Sigurður Gunnar. Alda
og Gestur eiga saman Soffíu
Báru. 4) Bára Hildur, f. 22.8.
1976, gift Arnari Ægissyni, f.
2.8. 1976. Börn þeirra eru Jó-
hann Ægir, Sóley Arna og Óli
Hrannar.
Jóhann starfaði hjá Hafn-
arfjarðarbæ í 42 ár og mestan
hluta þess tíma sem verkstjóri.
Eftir sjötugt starfaði hann í
fimm ár við hjúkrunarheimilið
Eir. Jóhann var virkur þátttak-
andi í félagsstarfi og var meðal
annars félagi í Björgunarsveit-
inni Fiskakletti um tíma. Þá var
hann virkur félagi í Oddfellow-
reglunni í 30 ár, sat í fjölmörg-
um nefndum í sinni stúku og
sinnti þar fjölmörgum störfum.
Jóhann starfaði einnig mikið
fyrir FH, bæði fyrir knatt-
spyrnu- og handknattleiksdeild-
ina. Hann sat í unglingaráði og
í stjórn knattspyrnudeildar og
sá um kvennafótboltann um
árabil og var það sérstakt
áhugamál hans alla tíð.
Útför hans fer fram frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag,
21.12. 2021, klukkan 14.
Ég lít yfir veg sem með gæfunni gengið
ég hef
er gróa í sporunum plöntur af ólíkum
toga,
í hugskoti mínu mér yljar hvert einasta
skref
og augnablik mín fá sem stjörnur á
himni að loga.
Ég dýrka hvert bros og hvert andvarp
sem átti ég þar,
hvert einasta fet sem með gleði ég lagt
hef að baki,
því þakka ég fyrir hvern ávöxt sem ævi
mín bar;
með eilífri von um að ljós yfir spor-
unum vaki.
Nú óska ég þess að hvert spor og hver
minning svo merk
hér mæti með einlægum kærleika ör-
lögum sínum;
að framtíðin læri að virða mín einföldu
verk
svo veröldin finni þá ilminn af blóm-
unum mínum.
(Kristján Hreinsson)
Elsku Jói minn, hjartans
þakkir fyrir allar stundirnar okk-
ar saman.
Hvíldu í friði.
Þín að eilífu,
Sóley.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabba minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkar minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem förum við um landið
út og inn
er fjarsjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Hjartans þakkir fyrir allt
elsku langbesti pabbi okkar.
Elskum þig.
Þín Rúni, Svenni, Alda og
Bára
Jóhannes Rúnar,
Sveinn Líndal, Alda Hrönn
og Bára Hildur.
„Hvað verður um þennan djöf-
ul?“
Það er sjálfsagt óalgengt að
hefja minningargrein á þessum
orðum en þannig hljómaði niður-
lagið í fyrstu gamansögunni sem
ég heyrði um tengdaföður minn,
Jóhann Gunnar Jóhannesson, Jóa
Popp, frá Bæ á Bæjarnesi. For-
sagan var sú að góðvinur minn
vann hjá honum þegar hann var
verkstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ.
Sagan segir að Jói hafi lítið gefið
mönnum eftir við störfin og sjálf-
um sér minnst og því var gjarnan
greitt ekið enda nóg að gera. Óku
þeir eftir Strandgötunni í Hafn-
arfirði á leið í verkefni þegar
skyndilega birtist maður út und-
an Slippnum sem rambaði út á
götuna þannig að menn um borð
töldu voðann vísan. Þá mun Jói
hafa látið þessi fleygu orð falla án
þess sem svo mikið sem tipla á
bremsuna á meðan hann sveigði
snaggaralega framhjá mannin-
um. Þessari hlið Jóa kynntist ég
aðeins einu sinni. Þá var svili að
skipta um skólplagnir út í götu á
æskuheimili eiginkvenna okkar
að Breiðvangi 45 sem Jói og Sóley
byggðu af myndarskap og svili og
Bára keyptu síðar af þeim. Höfð-
um við fengið gröfu á staðinn og
vorum við svili, hvorugir miklir
verkmenn, á skóflunni. Um tíma
var rólegt í framkvæmdinni svo
svili bauð mér að fara inn og fá
mér ískalda kók. Ég var ekki fyrr
kominn inn heldur en ég heyrði
kallað hvassri röddu „hvar er
Gestur?“. Mjóróma svili svaraði
til að ég hefði skotist inn til að fá
mér að drekka. „Drekka?!“ Hváði
Jói þá. „Það er enginn helvítis
kaffitími núna!“ Svo glotti hann
við tönn og blikkaði gröfukallinn.
Þegar ég kynntist Jóa var hann
liðlega sjötugur, tiltölulega ný-
kominn á eftirlaun frá bænum en
hafði fengið sér hlutastarf við út-
keyrslu á mat fyrir „gamla fólkið“
eins og hann kallaði jafnaldra
sína á hjúkrunarheimilunum Eiri
og Skjóli. Alla sunnudagsmorgna
meðan börnin okkar voru lítil
voru þau hjón mætt að sækja
strolluna og fara með í sunnu-
dagaskólann. Var fjöldinn svo
mikill á tímabili að þau lögðu
áherslu á að eiga sjö manna bíl.
Þurfti stundum tvo slíka til að
koma afleggjurunum undir Guðs
orð. Ég velti fyrir mér að skrá bíl-
inn hans sem leigubíl, svo mikið
ók hann börnunum okkar. Eins
og fávís fjölskyldufaðir býsnaðist
ég yfir þessu og skammaðist í
börnunum fyrir að hringja stans-
laust í afa sinn til að koma sér á
milli húsa. Ég skil það núna hve
dýrmætar þessar stundir voru
báðum og munu barnabörnin búa
að þessum minningum alla ævi.
Elsku Jói. Þú varst mér svo
mikil fyrirmynd. Alltaf blíður,
glaður, áhugasamur, endalaus
þolinmæði fyrir barnabörnunum
og nei ekki til í orðaforðanum.
Takk fyrir allt sem þú hefur gefið
okkur. Megi Guð gefa þér góða
ferð. Þú lifir í minningum okkar
og hjörtum þar til við hittum þig
næst.
Þinn tengdasonur,
Gestur K. Pálmason.
Elsku hjartans uppáhaldið
mitt.
Minn helsti stuðningsmaður,
fyrirmynd í einu og öllu og gleði-
gjafi lífs míns. Það er erfiðara en
tárum taki að kveðja þig, elsku
afi minn. Takk fyrir allt skutlið,
allar stundirnar með þér í bílnum
að tala um heiminn og geiminn.
Takk fyrir allar söngstundirnar,
að vilja syngja með mér á meðan
ég æfði gítarlögin. Ég mun svo
sannarlega syngja Undir blá-
himni, lagið okkar þér til heiðurs.
Takk fyrir að vilja alltaf taka
sporið með mér á meðan ég sýndi
þér dansana mína. Takk fyrir
kaffibollaspjallið á meðan við
hlustuðum á uppáhaldsjólalögin
okkar. Takk fyrir alla löngu
göngutúrana okkar þar sem við
gengum Hafnarfjörð þveran og
endilangan í leit að kisunni þinni.
Takk fyrir að vera alltaf til staðar
og sýna mér hvað lífið snýst um.
Takk fyrir að sýna mér að glasið
er alltaf hálffullt og að allt er
hægt ef við tæklum hlutina af ást
og jákvæðni. Gleðin þín og brosið
þitt lýsti upp líf okkar og við
munum alltaf geyma það í hjört-
um okkar. Hvíldu í friðið elsku
gullmoli, þín verður sárt saknað.
Þín,
Þórdís (Dísa).
Mig langar að kveðja Jóa bróð-
ur minn með örfáum orðum.
Hann var þremur árum eldri en
ég og Snorri er fjórum árum
eldri. Þeir voru mjög samrýndir
og ég fylgdi á eftir þegar við vor-
um krakkar. Oft var ég þeim til
trafala en alltaf fékk ég að vera
með bæði þegar við vorum að
leika okkur í búunum okkar eða
fara í berjamó. Eða þegar við
vorum orðin eldri og fórum á
sveitaböllin. Jói var ákaflega ljúf-
ur og skapgóður. Ég minnist þess
oft þegar við vorum lítil, þá áttum
við öll heimasmíðaða tréhesta
sem bræður mínir smíðuðu. Eitt
sinn datt okkur í hug að fá ömmu
til að dæma hvert okkar ætti fal-
legasta hestinn. Ég var ekki sátt
við að minn hestur gat ekki staðið
og var búin að tálga af fótunum
svo þeir voru orðnir stuttir og
amma dæmdi að Jóa hestur væri
fallegastur. Ég fór að gráta, þá
sagði Jói „þú mátt eiga minn
hest“, þá skammaðist ég mín og
vildi það ekki, en hann gaf mér
hestinn sinn, sagðist ætla að
smíða nýjan hest fyrir sig. Þenn-
an tréhest á ég enn þá í dag. Mér
hefur oft dottið þessi saga í hug,
hún er bara dæmi um hvað hann
var alla tíð góður við mig. Þegar
við vorum að alast upp voru
hvorki sími né bílvegur komin að
Bæ, og ekki komin nútímahey-
vinnslutæki, þá var slegið með
orfi og ljá og enn þá var engja-
heyskapur. Þetta var allmikil og
öðruvísi vinna en sveitabúskapur
er í dag. En þannig liðu bernsku-
og unglingsárin hjá okkur systk-
Jóhann Gunnar
Jóhannesson
SJÁ SÍÐU 26
lög, þeir höfðu lagst inn á sjúkra-
hús um svipað leyti mánuði áður,
lágu um tíma á sömu deild, tals-
vert veikir, virtust á batavegi þeg-
ar bakslag kom og fráfall beggja
til þess að gera óvænt. Við sitjum
dofin eftir.
Elsta bróðurinn, Árna, misst-
um við fyrir fimmtán árum.
Skyndilega eru bara tveir eftir úr
þessum samhenta bræðrahópi úr
Hveragerði; Unnar, faðir minn, og
Atli, yngsti bróðirinn. Systir
þeirra, þriðja barn afa og ömmu,
lést á fyrsta ári.
Ég var kominn nokkuð til ára
minna þegar ég áttaði mig á að
Muggur héti Guðmundur. Enda
var hann aldrei kallaður neitt ann-
að en Muggur innan fjölskyldunn-
ar.
Mig grunar að orgelið í stofunni
í Hveragerði hafi átt þátt í því að
hann valdi að nema hljóðfæra-
smíði og stillingar hjá Pálmari Ís-
ólfssyni. Með sveinspróf upp á
vasann fór hann fyrir Hljóðfæra-
verslun Sigríðar Helgadóttur til
Kaupmannahafnar að setja saman
nokkra flygla og píanó hjá Horn-
ung & Møller. Hinni konunglegu
dönsku píanósmiðju leist svo vel á
unga Íslendinginn að honum var
boðið starf og frekara nám. Við
heimkomuna árið 1963 auglýsti
hljóðfærabúðin í Morgunblaðinu:
„Hr. Guðmundur Stefánsson
hljóðfærasmiður hefir nýlega ver-
ið brautskráður með beztu með-
mælum frá verksmiðjunni og tek-
ur hann að sér stillingar og eftirlit
á þessu merki.“
Hann varð strax einn eftirsótt-
asti maðurinn í faginu. Þegar
þurfti að stilla fyrir heimsfræga
listamenn, þá var það Muggur.
Hann kom líka heim frá Dan-
mörku með kærustu, Fanneyju.
Leiðir þeirra skildi en saman eign-
uðust þau soninn Ragnar.
Hjá okkur systkinunum tóku
við árin sem Muggur var stundum
barnapían okkar. Mikið hlökkuð-
um við til. Okkur þótti hann svo
skemmtilegur, með sín glettnu
augu.
Einn haustdag 1965 varð pöss-
unin að ævintýraferð um framandi
heim Suðurnesja. Minningabrot
festust í huga sex ára drengs um
herflugvélar, ratsjárskerma og
lagningu Keflavíkurvegarins.
Svo kom Erla Valdimarsdóttir
inn í líf hans með strákana sína
tvo, Ödda og Bidda, á sama reki
og við bræðurnir. Muggur tók
strákahópinn saman í skíðaferð,
honum var annt um að stjúpsyn-
irnir kynntust fjölskyldunni. Svo
eignuðust þau saman dótturina
Sigríði. Erla féll frá fyrir áratug.
Ég var svo lánsamur á ung-
lingsárum að fá nokkra vinnudaga
á hljóðfæraverkstæðinu hans,
fyrst í Þingholtsstræti og síðar í
Hólmgarði. Það voru gæðastundir
þegar Muggur fór að segja allar
ættarsögurnar. Fæstar höfðu ver-
ið festar niður á blað, en hann var
stálminnugur.
Bræðurnir fjórir sem eftir lifðu
hittust í síðasta sinn allir saman í
afmæli föður míns fyrr á árinu. Þá
naut fjölskyldan slíkrar sögu-
stundar. Guðjón hafði á orði að
það væri svo gaman að við yrðum
að hittast miklu oftar til að tappa
af þessum sögubrunni sem Mugg-
ur var. Já, við hefðum öll viljað
hafa Mugg og Guðjón svo miklu
lengur.
Kristján Már Unnarsson.
Fáein orð á blaði, um Mugg,
„lífsakkerið“ mitt. Orðin, sem ég
náði ekki að segja honum sjálfum
almennilega, nema þá í flimting-
um.
Við Guðjón Ingvi bróðir hans,
tveimur árum yngri, slitum hjú-
skap fyrir 20 árum. Guðmundur,
ávallt kallaður Muggur, var mág-
ur minn, og vinur alla tíð. Traust-
ur vinur sem alltaf mátti reiða sig
á.
Ég kynntist honum best árið
sem Guðjón var í Kaupmanna-
höfn og ég heima á Íslandi með
tvö lítil börn. Hann hafði jú verið
við nám í Danmörku, lífsreyndur
og klár. Alltaf spurði ég Mugg um
hvaðeina, stórt og smátt, og kom
aldrei að tómum kofunum. Hann
ráðlagði hvað og hvernig ég þyrfti
að gera eða bara reddaði því sjálf-
ur.
Sem hljóðfærasmíðameistari
var Muggur eftirsóttur fagmaður.
Hann kom inn á mörg heimili,
menn þekktu til hans eða heyrðu
af honum látið. Fór reglulega
höndum um mörg „dýrustu“ pí-
anó og flygla landsins, stillti og
bar ábyrgð á þeim. Þá sögu kann
ég ekki að rekja, veit að aðrir
þekkja hana vel.
Ef til er líf eftir þetta líf, þá trúi
ég að nú séu bræðurnir farnir að
glettast aftur og stríða hvor öðr-
um, rétt eins og þegar þeir, rétt
fyrir lát Guðjóns, voru samtímis á
sömu deild á sjúkrahúsi, báðir fár-
veikir. Muggur kemur inn á stof-
una og segir hinum mjög svo hár-
prúða litla bróður að nú lítist
honum ekki á hann – hann þurfi
að drífa sig til rakara! Árni bróðir,
pabbi og mamma eru áreiðanlega
á hliðarlínunni, fylgjast grannt
með, eins og í Hveragerði fyrrum.
Ég sendi Siggu, Ragnari, Ev-
lalíu, Stefáni Atla, Erni og Birni
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur um leið og ég
þakka og kveð lífsakkerið mitt.
Blessuð sé minning Guðmundar
Stefánssonar.
Guðrún Broddadóttir.
- Fleiri minningargreinar
um Guðmund Stefánsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
unum okkar „Tunguættarinnar“
var Siggi bróðir hrókur alls fagn-
aðar, alltaf til í leiki, bæði með
börnum og fullorðnum. Einnig
duglegur að ganga í ýmsar fram-
kvæmdir ef þurfti.
Siggi var stoltur af afkomend-
um sínum, áhugasamur og alltaf
til staðar. Hann vildi hafa allt gott
og alla góða. Þetta hefur kannski
fylgt þránni frá því í bernsku um
að hafa öryggi, geta átt fjöl-
skylduvænt líf og vera áhyggju-
laust barn. Hann varð fyrir því í
æsku að missa móður sína, aðeins
átta ára gamall. Við systkinin vor-
um sex, ég elst 12 ára og yngsta
3ja mánaða. Þetta voru erfiðir
tímar sem mótuðu að mörgu leyti
uppvaxtarár elskulega bróður
míns eins og okkur öll. Seinna
giftist pabbi aftur og eignaðist
þrjár dætur og eina uppeldisdótt-
ur.
Siggi var öllum góður og
reyndi að koma til móts við þarfir
allra í nýrri fjölskyldu á heimilinu.
Hann saknaði alla tíð móður okk-
ar og var mikill heimilismaður
þótt vinnan tæki mikinn tíma.
Hann gekk ungur í hjónaband
með yndislegri stúlku, Sigrúnu
Guðlaugsdóttur frá Þykkvabæ,
og eignuðust þau fjóra drengi.
Barnabörnin eru mörg og hafa
gætt heimili Sigga og Sigrúnar
auðugu lífi með góðum samveru-
stundum. Siggi var einstaklega
heppinn með tengdaforeldra, þau
Guðlaug Árnason frá Eyrartúni í
Þykkvabæ, sem er nýlátinn, og
Guðrúnu Guðnadóttur, sem
reyndust honum sem bestu for-
eldrar. Sorgin varð mikil þegar
Sigrún greindist með krabba-
mein. Hún barðist við meinið í
nokkurn tíma en lést 1. desember
2015. Þetta var erfiður tími hjá
fjölskyldunni. Einnig missti Siggi
tengdadóttur sína, Ingveldi
Geirsdóttur, 26. apríl 2019 frá
manni og börnum.
Siggi átti erfitt eftir þessar
raunir. En hann kynntist yndis-
legri konu, Svandísi Ríkharðs-
dóttur, og áttu þau nokkur ár
saman. Svandís hefur staðið við
hlið hans í erfiðum veikindum síð-
astliðið ár og verið stoð hans og
stytta fyrir börn, tengdabörn,
barnabörn og vini. Ég á eftir að
sakna elsku Sigga okkar og er
ekki alveg farin að trúa því að
hann sé farinn frá okkur.
Ég bið Guð að vaka yfir fjöl-
skyldu elsku bróður míns og
þakka fyrir að hafa fengið að
ganga með honum þetta lengi
sem stóra systir. Það hefur þrosk-
að mig sem manneskju að fá að
fylgja honum gegnum árin ásamt
elskulegum systkinum okkar og
fjölskyldum.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Guð geymi þig, elsku bróðir.
Þín systir, Heiða,
Ragnheiður S. Helgadóttir.
Það hefur verið fyrir tæpri
hálfri öld að við Sigurjón, eða
Siggi eins og hann var oftast kall-
aður, hittumst fyrst. Á þeim tíma
hafði undirritaður hafið sambúð
með Kristínu Þórunni, yngri syst-
ur hans og mér er það enn minn-
isstætt hversu myndarlegur hann
var, hávaxinn, sterklegur, dökk-
hærður, sannkallaður töffari í alla
staði. En það átti eftir að koma í
ljós að hans innri maður var ekki
síðri en sá sem við sáum með okk-
ar mannlegu augum. Þar reyndist
vera blíður og barngóður öðlingur
sem oftast var hrókur alls fagn-
aðar, án allrar tilgerðar eða sýnd-
armennsku. Hann var úrræða-
góður og fljótur til ef einhvern
nákominn vantaði aðstoð af ein-
hverju tagi.
Á þessum árum var margt gert
og ferðast saman með þeim hjón-
um, Sigga og Sigrúnu konu hans,
sem því miður féll frá fyrir nokkr-
um árum. Þar stendur hæst ferð
sem við fórum saman til Florida
um haustið 1980, en fyrr það sama
ár höfðum við einnig hist í Þýska-
landi. Í þeirri ferð komu Siggi og
Sigrún á eigin vegum til Bre-
merhaven í Þýskalandi, en við
Kristín vorum þá stödd þar tíma-
bundið um borð í skipi. Þau tóku
flug til Hamborgar og fóru þaðan
með leigubíl til áfangastaðarins,
en á þessum árum voru Þjóðverj-
ar almennt ekki mikið fyrir að tala
ensku og gekk því ekki vel fyrir
ferðamenn að gera sig skiljanlega
á öðrum tungumálum en þýsku.
Siggi gafst ekki upp, frekar en
fyrri daginn og teiknaði einfalda
mynd aftan á flugfarseðilinn, af
skuttogara með nafni skipsins,
sem hann sýndi leigubílstjóra sem
síðan kom þeim alla leið til skips.
Að sjálfsögðu var þetta löngu
fyrir tíma GSM, NMT eða ann-
arra símakerfa og gátu þau því
ekki látið vita af ferðum sínum,
meðan á ferðinni stóð.
Þegar allir voru búnir að jafna
sig á ferðalaginu í leigubílnum,
sem tók allan daginn og kostaði
lungann af ferðatékkunum, sem
áttu að duga alla ferðina, þá var
þetta oft rifjað upp til gamans og
gamli flugfarseðillinn þá gjarnan
dreginn upp. Mér hefur oft fund-
ist það sýna vel hversu vandamál
gátu orðið einföld og voru bara
ekki vandamál, þegar upp var
staðið.
Nú er Siggi lagður upp í sitt
lengsta ferðalag til þessa, þar sem
hann hefur eflaust hitt hana Sig-
rúnu sína, sem eflaust mun verða
honum samferða á nýjum slóðum.
Undanfarin ár hefur Siggi átt
góðan vin og sambýliskonu, hana
Svandísi Ríkharðsdóttur. Þau
áttu saman góðar stundir og voru
mjög samheldin um alla hluti. Eft-
ir að veikindin fóru að verða hon-
um erfiðari hefur hún verið hon-
um stoð og stytta í öllu og verðum
við hjónin og eflaust allir aðstand-
endur henni ævinlega þakklát fyr-
ir alla hennar góðvild og fórnfýsi.
Að lokum viljum við Kristín
senda Svandísi, sonum Sigga og
fjölskyldum þeirra, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur á þessum
erfiðu tímum.
Helgi Kristjánsson og Kristín
Þórunn H. Helgadóttir.
- Fleiri minningargreinar
um Sigurjón Helgason bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.