Morgunblaðið - 21.12.2021, Page 30

Morgunblaðið - 21.12.2021, Page 30
30 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021 NBA-deildin Detroit – Miami .................................. 100:90 Memphis – Portland......................... 100:105 Sacramento – San Antonio .............. 121:114 Chicago – LA Lakers ....................... 115:110 Minnesota – Dallas........................... 111:105 Phoenix – Charlotte ......................... 137:106 Staðan í Austurdeild: Brooklyn 21/9, Chicago 18/10, Cleveland 19/12, Milwaukee 19/13, Miami 18/13, Washington 16/15, Charlotte 16/16, Boston 15/15, Philadelphia 15/15, Toronto 14/15, Atlanta 14/15, New York 13/17, Indiana 13/ 18, Orlando 6/25, Detroit 5/24. Staðan í Vesturdeild: Phoenix 24/5, Golden State 24/6, Utah 20/9, Memphis 19/12, LA Clippers 16/14, Denver 15/14, LA Lakers 16/15, Minnesota 15/15, Dallas 14/15, Sacramento 13/18, Portland 13/18, San Antonio 11/18, Houston 10/20, New Orleans 10/21, Oklahoma City 9/19. 57+36!)49, _ Í samtali við singapúrska miðilinn Lianhe Zaobao hafnar kínverska tenn- iskonan Peng Shuai því að hafa sakað nokkurn um nauðgun en í byrjun nóv- ember birti hún færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem hún skrifaði að Zhang Gaoli, fyrrver- andi varaforseti Kína, hafi þvingað hana til samræðis. „Ég hef aldrei sagt eða skrifað að nokkur maður hafi beitt mig kynferðislegu ofbeldi. Sá punktur þarf að vera fyllilega á hreinu,“ sagði hún við miðilinn, sem er þekktur fyrir að vera hliðhollur kínverska ríkinu. Í yfirlýsingu frá Sambandi tenn- iskvenna, WTA, kvaðst sambandið ánægt með að Peng hafi sést á op- inberum vettvangi, en viðtalið var tek- ið á íþróttaviðburði í Sjanghæ. Þó slægi það ekki á áhyggjur sem WTA hafi um velferð hennar og möguleika á að tjá sig án ritskoðunar eða þving- unar. _ Þýsku meistararnir Bayern Münc- hen, sem Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leika með, drógust í gær gegn París SG í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur, mætir Arsenal og Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, dróst gegn Juventus. Fjórða einvígið verður á milli spænsku liðanna Real Madríd og Barcelona. _ Tottenham er úr leik í Sam- bandsdeild UEFA í knattspyrnu eftir að Rennes frá Frakklandi var úrskurðaður 3:0-sigur í viðureign liðanna í loka- umferð G-riðils keppninnar en leik- urinn átti upphaflega að fara fram 9. desember í Lundúnum. Honum var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita í herbúðum enska liðsins og ákvað UEFA í gær að úrskurða Rennes í hag. Sigur Rennes þýðir að Tottenham end- ar í þriðja sæti riðilsins með 7 stig. _ Tennisleikarinn Rafael Nadal greindist með kórónuveiruna við heimkomu til Spánar eftir að hafa keppt á móti í Abú Dabí um síðustu helgi. Það þýðir að hann gæti misst af einu stærsta tenn- ismóti næsta árs, Opna ástralska í Melbourne, sem hefst 17. janúar næst- kom- andi. Eitt ogannað Bara töluð þýska Í byrjun mánaðarins var Sveindís formlega kynnt sem leikmaður Wolfsburg og skömmu eftir það hóf hún æfingar með liðinu. „Ég er búin að æfa með þeim í tæpar tvær vikur núna. Það hefur bara gengið ágæt- lega hingað til. Ég byrjaði á því að fara í nokkur próf; hlaupapróf og læknisskoðanir og svona. Svo fór ég að æfa með þeim á fullu.“ Þrátt fyrir að vera byrjuð að æfa með liðinu mun hún ekki byrja að spila með því fyrr en í byrjun febr- úar þegar keppni í þýsku 1. deildinni hefst að nýju. „Ég fæ leikheimild í janúar en það eru engir leikir fyrr en í febrúar. Ég verð komin með leikheimild þegar deildin hefst aftur í byrjun febrúar,“ útskýrði Sveindís. Beðin um að bera saman Kristi- anstad og Wolfsburg hvað aðstæður og annað varðar sagði hún: „Þetta er kannski aðeins meira faglegt ef svo má segja. Það eru allir leikmenn bara að einbeita sér að fótboltanum og það eru landsliðskonur í öllum stöðum, sem var ekki alveg raunin í Svíþjóð. Við æfum á morgnana og það var ekki gert í Kristianstad alla- vega. Það er helsti munurinn. Svo er bara töluð þýska.“ En er Sveindís byrjuð að læra þýskuna? „Nei ég þarf samt að fara að drífa mig í því!“ sagði hún kímin. Spennt fyrir Meistaradeildinni Wolfsburg er eitt sterkasta lið Evrópu og þar með í heiminum enda búið að vinna þýsku 1. deildina sex sinnum á síðustu átta árum og Meistaradeild Evrópu í tvígang á þeim tíma, auk þess að hafna í öðru sæti í Meistaradeildinni þrisvar. Liðið er komið í fjórðungsúrslit keppninnar þetta tímabilið þar sem það mætir Arsenal í lok mars. Þótt Sveindís hafi ekki tekið þátt í riðlakeppninni, sem lauk í mán- uðinum, með Wolfsburg geta félögin tilkynnt breytingar á Meistaradeild- arhópum sínum fyrir útslátt- arkeppnina eftir að riðlakeppninni lýkur og vonast Sveindís til þess að taka þátt í leikjunum gegn Arsenal. „Ég er lögleg ef ég verð í Meist- aradeildarhópnum, þá ætti ég að geta verið með. Ég er spennt fyrir því en það verður bara að koma í ljós hvort ég komist í þann hóp. Það er vonandi,“ sagði hún. Ekkert sem hræðir mig Verandi komin til eins sterkasta liðs Evrópu í einni af sterkustu deildunum er óumflýjanlega harðari og meiri samkeppni um stöður í byrjunarliði. Bæði Alexandra Jó- hannsdóttir hjá Eintracht Frankfurt og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hjá Bayern München hafa fengið færri mínútur en þær hefðu viljað á tíma- bilinu en Sveindís sagði það vera hluta af því að spila á þetta háu stigi. „Það er auðvitað mjög leiðinlegt ef maður er ekki að fá að spila en það er náttúrlega geggjað að fá að æfa með þessum stelpum og því er mað- ur alltaf að bæta sig þrátt fyrir að fá ekki að spila. Auðvitað vil ég spila en ég myndi ekki segja að þetta hræði mig neitt, ég held að þetta muni frekar hvetja mig áfram til þess að æfa betur og bæta það sem ég þarf að bæta til þess að geta komist í lið- ið. Ég held að það sé það sem þær Alex og Karó séu að gera. Þær taka þessu bara vel og eru ekkert heima grenjandi yfir því að fá ekki að spila! Þetta er bara hluti af þessu þegar maður er kominn í svona sterka deild og sterkt lið. Maður verður eiginlega að sætta sig við að þetta sé erfitt en í staðinn verður maður að æfa sig betur, það er bara þannig,“ sagði Sveindís að lokum ákveðin í samtali við Morgunblaðið. Ég hræðist ekki sam- keppnina - Sveindís Jane ætlar að vinna sér inn sæti í byrjunarliði stórliðs Wolfsburg Morgunblaðið/Unnur Karen Wolfsburg Sveindís Jane Jónsdóttir verður formlega leikmaður þýska stór- liðsins í janúar og gæti spilað gegn Arsenal í Meistaradeildinni í mars. ÞÝSKALAND Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir hefur hafið æfingar með þýska stórliðinu Wolfsburg eftir að hafa verið á láni hjá sænska úrvals- deildarfélaginu Kristianstad á ný- loknu keppnistímabili. Fyrir ári síð- an var hún keypt til Wolfsburg frá uppeldisfélagi sínu Keflavík og strax lánuð til Kristianstad. Undir hand- leiðslu Elísabetar Gunnarsdóttur aðalþjálfara gekk Sveindísi mjög vel á sínu fyrsta tímabili sem atvinnu- maður er hún skoraði sex mörk og lagði upp önnur fjögur í 19 deild- arleikjum þegar Kristianstad hafn- aði í þriðja sæti deildarinnar og tryggði sér þannig sæti í Meist- aradeild Evrópu á næsta tímabili. „Það var bara geðveikt. Hún er frábær manneskja og þjálfari,“ sagði Sveindís í samtali við Morgunblaðið, spurð hvernig það hafi verið að vinna með Elísabetu á árinu. „Ég get alveg sagt að hún er einn af bestu þjálfurum sem ég hef fengið að vinna með. Ég tel að ég sé mjög heppin að hafa fengið að vera þjálfuð af henni, það eru ekkert allir sem fá það og ég er ótrúlega ánægð með að hafa fengið að vinna með henni og kynnast henni líka sem persónu.“ Á dögunum lét Sveindís hafa það eftir sér að hún hefði viljað skora meira fyrir Kristianstad en hún kvaðst þó heilt yfir ánægð með tíma- bilið í Svíþjóð. „Ég var bara mjög sátt með tímabilið. Þetta var bæði krefjandi og ótrúlega skemmtilegt líka. Auðvitað vill maður sem fram- herji alltaf skora meira en ég held að þetta hafi verið ágætt fyrsta tímabil úti í atvinnumennsku. Ég er bara ánægð með það og þetta fer allt sam- an í reynslubankann,“ sagði Sveind- ís. Sundkonan Jóhanna Elín Guð- mundsdóttir keppti í undanrásum í 50 metra skriðsundi á heimsmeist- aramótinu í 25 metra laug í Abú Dabí í gærmorgun. Jóhanna Elín kom í mark á tímanum 25:25 sek- úndur sem er alveg við hennar besta tíma í greininni en hann er 25:08 sekúndur. Hún hafnaði í 34. sæti og komst ekki áfram í úrslit en hún hafnaði einnig í 34. sæti í 100 m skriðsundi á föstudaginn í síðustu viku. Jóhanna hefur því lokið keppni á HM en hún var eini kepp- andi Íslands á mótinu. Sama sæti og nærri sínu besta Ljósmynd/Hörður J. Oddfríðarson HM Jóhanna Elín Guðmundsdóttir hafnaði í 34. sæti í báðum greinum. Hákon Daði Styrmisson, hand- knattleiksmaður hjá Gummersbach í Þýskalandi, er með slitið eða illa rifið krossband í hné og er á leið í aðgerð í dag. Þetta gerðist á æf- ingu í síðustu viku en bróðir hans, Andri Heimir Friðriksson, skýrði frá því í hlaðvarpsþættinum Leik- hléinu í gær. Hann verður væntan- lega frá keppni fram á haustið 2022 af þessum sökum. Hákon var í 35 manna hópi landsliðsins fyrir EM og á miklu flugi með liði Gummers- bach sem er efst í þýsku B- deildinni. Hákon er úr leik á tímabilinu Morgunblaðið/Unnur Karen Meiðsli Hákon Daði Styrmisson á æfingu landsliðsins í nóvember. Ekki verður gert hlé á keppni í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu um jól og áramót eins og horfur virtust á. Fulltrúar félaganna komu saman á fundi í gær og niðurstaða hans var sú að halda áfram að spila þrátt fyrir að nokkur félaganna hefðu óskað eindregið eftir því að keppni yrði frestað vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Sex af tíu leikjum síðustu helgar var frestað vegna smita hjá mörgum félögum ásamt þremur leikjum í vikunni á undan, sem og mörgum leikjum í neðri deildunum. The Athletic segir að flest úrvalsdeildarfélag- anna hefðu viljað halda sínu striki. Mikið er í húfi fjárhagslega fyrir félögin að leikirnir geti farið fram og það réði mestu um þessa ákvörðun. Því mun enska úrvalsdeildin halda sig við það að leggja mat á það hvaða leikir muni geta farið fram en fresta þeim sem þörf er á að fresta líkt og hefur verið gert að undanförnu. Áfram er viðmiðið að ef lið í deildinni er með 13 leikfæra aðalliðsspilara auk eins leikfærs markmanns á leikdegi skuli það halda sig við að spila leikinn sem er á dagskrá. Á fundinum var einnig rætt hvernig væri best að breyta ferlinu í kringum frestanir til þess að forðast mjög skamma fyrirvara líkt og þegar leik Aston Villa og Burnley var frestað með rétt rúm- lega tveggja klukkustunda fyrirvara á laugardag. Keppt í ensku úrvalsdeildinni um jól og áramót

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.