Morgunblaðið - 21.12.2021, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.12.2021, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021 Skálduð persónusaga - Ásdís Ingólfsdóttir sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu - Stefnir að því að helga sig skrifum eftir starfslok Morgunblaðið/Unnur Karen Tilfærsla Ásdís Ingólfsdóttir hefur kennt og gefið út ljóðabækur og kennslubækur í efnafræði. Haustið 1982 er fyrsta skáldsaga hennar. verið að birta í tímaritinu Skandala.“ — Sérðu það fyrir þér að stunda ritstörf eingöngu? „Já, ég stefni að því. Ég er auðvit- að orðin svo gömul að ég er farin að spá í starfslok í kennslunni og þá get ég helgað mig skrifunum. Ég byrj- aði reyndar að kenna 1982, þannig að þar er tilfærsla á raunveruleik- anum í bókinni. Svo í febrúar á næsta ári eru fjörutíu ár frá því ég byrjaði að kenna sem forfallakenn- ari í Laugalækjarskóla. Svo hef ég farið frá kennslunni í blaðamennsku, tölvubransann og eitt og annað en alltaf endað aftur í kennslu.“ arnim@mbl.is komumst ekki öll í eina bók. Magga, sem sagan segir frá, er þannig byggð á mér og einni af systrum mínum. Systa er svo samsteypa af hinum systkinunum. Það er gott að geta lagað sig smá til, sníða hnökr- ana af sjálfum sér.“ — Ertu að skrifa meira? „Já – ég er alltaf að. Ljóðin koma óboðin svo þau safnast hægt og ró- lega upp. Svo er söguleg skáldsaga búin að vera í smíðum nokkuð lengi, hún krefst tíma og einbeitingar svo það gengur hægt með kennslu. En ég er að vona að hún komi næst. Það er líka væntanleg þýðing hjá Sæ- mundi í byrjun næsta árs. Svo hef ég Ásdís Ingólfsdóttir sendi frá sér fyrstu skáldsöguna á dögunum, Haustið 82, en hún hefur þó fengist við skrif lengi, starfar nú sem kenn- ari og hefur skrifað kennslubækur í efnafræði og var áður blaðamaður og gaf út prjónablað. Hún segist alltaf hafa verið að skrifa og sé með- al annars minnisstætt þegar hún setti saman bók átta ára gömul. „Fyrir nokkrum árum, eftir að ég fékk tvisvar brjóstakrabba, fór löng- unin til að skrifa vaxandi. Ég sá svo auglýst meistaranám í ritlist og sótti um. Komst inn og var í því samhliða kennslu þar til ég lauk því 2018. Ég var auðvitað á Mogganum fyr- ir þetta 35 árum og hef skrifað kennslubækur þannig að þetta var alltaf einhver þörf. Ég hef birt eitt og eitt ljóð í tímaritum í gegnum tíð- ina og skrifað greinar í Skólavörð- una. Í kjölfar krabbameinsmeðferð- arinnar skrifaði ég ljóðabókina Ódauðleg brjóst og bókin Eftir- skjálftar kom þar næst, uppgjör við erfiða tíma, bæði brjóstakrabbann og missi systkina og foreldra.“ — Ljóðin þín eru mjög persónu- leg og fyrir vikið fannst mér sem Haustið 82 væri það líka, er það rétt skilið? „Já, þetta byggist á atburðum sem urðu í lífi mínu haustið 1982, en fært í skáldlegan búning. Persón- urnar mótaðar af mér. Ég átti sjálf fimm systkini, lífleg og hress og við „Mér finnst allar sýningar vera pólitískar í eðli sínu,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir sem á síðustu árum hefur vakið verðskuldaða athygli sem leikstjóri, sviðshöf- undur og dramatúrg. Hún stundar nú framhaldsnám í leikstjórn við Listaháskólann í Helsinki samhliða því sem hún starfar sem listrænn stjórnandi Loftsins og Kjallarans í Þjóðleikhúsinu. Aðspurð segist Gréta Kristín sem sviðshöfundur og leikstjóri vera drifin áfram af þeirri sannfær- ingu að leikhús geti breytt sam- félaginu og heiminum. „Tilgang- urinn með því sem ég bý til er alltaf að hreyfa við, opna og hrista upp í hlutum,“ segir Gréta Kristín og tekur fram að hún sé í fram- haldsnámi sínu í leikstjórn meðal annars að rannsaka pólitíkina í forminu sjálfu og hvaða kraftur myndist þegar fólk komi saman til að trúa einhverju sem er aug- ljóslega lygi, eins og reyndin er í leikhúsinu. „Þar fyrir mig er kjarninn að því hvernig strúktúrar í samfélaginu verða til og viðhalda sér af því að við komum saman og ákveðum að eitthvað sé rétt. Í leikhúsinu vitum við að það sem við erum að horfa á er í plati. Þar eru oft móment þar sem hægt er að leika sér með sam- komulagið milli áhorfenda og þess sem er að gerast á sviðinu og þar með ávarpa það hvernig raunveru- leikinn verður til,“ segir Gréta Kristín og tekur fram að hún sé í öllum sínum uppfærslum að vinna með sjálfsmeðvitaða sviðsetningu þar sem formið sjálft er ávarpað með einhverjum hætti í sýningunni. „Þessi aðferð, sem kemur úr hin- segin menningunni, opnaðist fyrir mér í lokaverkefninu mínu í Lista- háskólanum þar sem ég var á sviðs- höfundabraut,“ segir Gréta Kristín og vísar þar til verksins Perflex eftir Marius von Mayenburg sem hún þýddi og staðfærði og setti upp undir titlinum Stertabenda. Gréta Kristín er gestur Dagmála Morgunblaðsins sem eru aðgengi- leg áskrifendum á mbl.is frá og með deginum í dag. Þar segir hún frá nokkrum uppfærslum sínum, lýsir því hvers konar leikstjóri hún er og hvernig hún telur að leik- húsið geti breytt heiminum. Einnig segir hún frá því sem hún er að rannsaka í framhaldsnámi sínu í leikstjórn í Finnlandi. silja@mbl.is Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson Vill hafa áhrif „Tilgangurinn með því sem ég bý til er alltaf að hreyfa við, opna og hrista upp í hlutum,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri. „Allar sýningar póli- tískar í eðli sínu“ Breski stjörnuarkitektinn Richard Rogers er látinn, 88 ára að aldri. Hann hlaut virtustu verðlaun sem veitt eru í faginu, Pritzker-verð- launin, árið 2007. Rogers er sagður hafa breytt ásýnd bæði Parísar og Lundúna með litríkum, áberandi og einstökum byggingum. Hann sló fyrst í gegn fyrir hina umdeildu byggingu Pompidou-safnsins í París, sem þeir Renzo Piano hönnuðu saman. Í London risu síðan meðal annars eftir hann Millenium Dome og höfuðstöðvar Lloyds. Arkitektinn Rogers allur Richard Rogers Merking, fyrsta skáldsaga Fríðu Ís- berg, kom út á dögunum og hefur hlotið lofsamlegar viðtökur – hreppti sagan verðlaun bóksala og er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Áhugi er líka utan landsteinanna því réttindastofa Forlagsins hefur selt söguna til þýðingar og útgáfu á 14 málsvæðum. Þar á meðal keypti hið þekkta forlag Faber & Faber réttinn í Bretlandi. Áður hefur Fríða sent frá sér ljóðabækurnar Slitförin og Leðurjakkaveður, og smásagnasafnið Kláða sem var tilnefnt til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Merking Fríðu fer víða Fríða Ísberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.