Morgunblaðið - 23.12.2021, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
Verkefnastjóri
á framkvæmdasviði
Nýr Landspítali ohf. óskar eftir að ráða reynslumikinn einstakling til að sinna verkefnastjórnun á sviði
verklegra framkvæmda, eftirlits og hönnunar.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og
Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja
ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í
starfi. Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.
• Verkefnastjórnun framkvæmdasamninga
• Áætlunar- og kostnaðareftirlit framkvæmdaverka
• Áhættugreiningu og áhættuvöktun framkvæmdaverka
• Hönnunarrýni verklýsinga og teikninga
• Verkeftirlit og úttektir einstakra verka
Við leitum að starfsmanni til að annast m.a:
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) tekur m.a. þátt í verkefnastjórn á þróunar-, hönnunar- og framkvæmdaverkefnum vegna
húsnæðis Landspítala Háskólasjúkrahúss sem og uppbyggingu nýbygginga, gatnagerðar og lóðar við nýjan Landspítala
við Hringbraut. Félagið, sem er að fullu í eigu ríkisins, er í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila m.a. stjórnvöld,
Landspítalann, Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir, Háskóla Íslands, sjúklingasamtök, Reykjavíkurborg og Ríkiskaup. Fjöldi
ráðgjafa starfar fyrir og með NLSH. Nánari upplýsingar um NLSH má finna á www.nlsh.is
• Menntun í verk- eða tæknifræði eða sambærilegri
menntun
• Minnst 10 ára reynslu á sviði verkefnastjórnunar
verklegra framkvæmda, eftirlits, hönnunar eða
sambærilegra verkefna sem NLSH vinnur að
• Reynslu af þátttöku í stærri framkvæmdaverkefnum
s.s. opinberum framkvæmdum ríkis- eða sveitarfélaga
• Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvæðu viðmóti
Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir:
Sviðsstjóri þjónustusviðs
Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um.
• Verkefnastjórnun þjónustuvers og ýmissa sérverkefna
• Umsjón með þróun og viðhaldi upplýsingatæknikerfa
og samskipti við þjónustuaðila þeirra
• Ábyrgð á upplýsingaöryggi
• Umsjón með skjala- og gæðastjórnun NTÍ
• Umsjón með þjálfun nýrra starfsmanna og verktaka sem
vinna í upplýsingakerfum NTÍ
Við leitum að fjölhæfum og úrræðagóðum sviðsstjóra þjónustusviðs sem býr yfir færni til að leggja mat á
mikilvægi verkefna og forgangsraða í samræmi við það. Við leggjum mikla áherslu á liðsheild og vinnum
saman sem teymi. Við fögnum fjölbreytileika og temjum okkur opin tjáskipti þar sem allar skoðanir eiga
rétt á sér. Við kunnum að meta frumkvæði og umbótahugsun, því við erum sífellt að leita að betri og
skilvirkari leiðum til að sinna hlutverki okkar. Við erum glaðlynd og jákvæð gagnvart áskorunum í starfinu
og leggjum áherslu á að finna einstakling sem passar vel inn í okkar vinnustaðamenningu.
Helsta ábyrgðarsvið sviðsstjóra:
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í
síma 511 1225.
• Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Reynsla af verkefnastjórnun
• Víðtæk þekking á upplýsingatækni
• Færni í skýrslugerð, bæði á íslensku og ensku
• Framúrskarandi samskiptafærni, þjónustulund og jákvætt
viðmót
• Menntun sem nýtist í starfi
Lykilkröfur til sviðsstjóra:
NTÍ er opinber stofnun sem hefur það
hlutverk að vátryggja eignir gegn náttúru-
hamförum. Að jafnaði eru 5-6 starfsmenn
hjá NTÍ, en þegar stórir tjónsatburðir eiga
sér stað geta orðið miklar breytingar á
starfsmannafjölda til skemmri tíma.
Kynningarmyndband um NTÍ má finna hér:
Hér má einnig nálgast starfslýsinguna:
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
viðeigandi stéttarfélags og fjármálaráðherra
f.h. ríkissjóðs.