Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1990, Blaðsíða 3

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1990, Blaðsíða 3
Verndaðir vinnustaðir Myndarlegt framtak Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsálykt- unar um kynningu á vör- um frá vernduðum vinnu- stöðum. Hún hljóðar svo: "Alþingi ályktar að skora á ríkistjórnina að hún beiti sér fyrir sérstöku átaki til vandaðrar kynningar á vörum frá vernduðum vinnustöðum . Sömuleiðis að ríkis- stjórnin sjái fyrir þvi að ríkisstofnanir og opinber fyrirtæki beini innkaupum sínum i sem rikumstum mæli að hinum f jölbreyttu vörum sem þessir vinnustaðir framleiða og hafa á boðstólum. Þannig verði rekstrargrund- völlur verndaðra vinnu- staða best styrktur, atvinna fatlaðra betur tryggð og beinna styrk- veitinga rikisvaldsins ekki þörf i eins rikum mæli." Þetta eru orð 1 tima töluð og vonandi er að tillagan verði samþykkt og beri tilætlaðan ár- angur. En við getum lika lagt málinu lið með þvi að versla við þessa staði. Þeir eru 14 talsins og þar eru framleiddar mjög f jölbreyttar vörur eins og eftirfarandi listi sýnir. Þó er þar stiklað á stóru i upp- talningunni: Listi vfir verndaða vinnustaði: 1; Blindravinnustofan Hamrahlið 17, Reykja- vik. Framleiðir bursta Framh. á bls. 4 í fyrrasumar var tekin i notkun sundlaug við fél- agsheimilið Heiðarbæ i Reykjahverfi. Þetta er falleg útisundlaug með tveimur heitum pottum spöl- korn frá. Sá er þó hængur á, að hún er ekki að- gengileg fötluðum frekar en svo ótal margar aðrar sundlaugar i landinu. Flestar eru þær þó byggðar fyrir almannafé og ætlaðar almenningi, en þó ekki öllum almenningi, ekki þeim sem eru hreyfihamlað- ir. Á landinu eru um það bil eitthundraðogþr játiu sundlaugar af ýmsum stærðum. Þvi miður eru þær raunalega fáar sem eru aðgengilegar öllum, en þar eru þó lofsverðar undantekningar. Uppfinningamaðurinn Óskar Sigtryggsson fylgist með notkun tækisins. Öskar Sigtryggsson bóndi á Reykjarhóli í Reykja- hverfi, sá að þarna var verk að vinna. Hann tók sig þvi til og hannaði og smiðaði að mestu leyti sjálfur útbúnað, sem leysir þennan vanda. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þá er þetta grind á á hjólum og seta sem fest er ofan á grindina. Fastir stólpar eru við sundlaugarbarminn og annar við heita pottinn. Siðan er komið fyrir vogar- stöng á stólpanum og með henni er viðkomandi lyft úr sætinu og látinn siga ofan i laugina eða pott- inn og lyft upp úr aftur. Vogarstöngin er siðan flutt á milli stólpa eftir þörfum. Það er sem sé vogstangaraflið sem þarna er notað i stað annarra dýrari möguleika. Þetta er þvi einföld og ódýr lausn sem ekki ætti að vera ofviða fjárhagsgetu þeirra, sem standa fyrir rekstri iþróttamannvirka. Pétur Bjarni Gislason, dóttursonur Óskars, hefur mikinn hug á að halda áfram verki afa sins og KLIFUR 3

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.