Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1990, Blaðsíða 10

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1990, Blaðsíða 10
tryggingar til samræmis við tillögur Sjálfsbjargar og leggja það siðan fram á Alþingi nú þegar. Sjálfsbjörg væntir þess að ný almannatrygginga- löggjöf liti dagsins ljós á yfirstandandi þingi og skorar á alþingismenn að tryggja að svo verði. Bensínstyrkur. Scimeiginlegur fundur milliþinganefnda og fram- kvæmdastjórnar Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, haldinn i Sjálfsbjargarhúsinu, daganan 23. og 24. nóvember 1990, mótmælir harðlega niðurfell- ingu á bensínstyrk til þeirra hreyfihamlaðra sem dvelja á stofnunum og hafa einungis vasapeninga, þar sem þeir þurfa ekki siður en aðrir að nota bifreiðar vegna fötlunar sinnar. Ferlimál Sameiginlegur fundur milliþinganefnda og fram- kvæmdastjórnar Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, haldinn i Sjálfsbjargarhúsinu dagana 23. og 24. nóvember 1990, krefst þess að lög og reglu- gerðir er varða aðgengi hreyf ihcimlaðra verði virt. Einnig krefst fundurinn þess að ferlinefndir verði virkari i þeim sveitarfélögum sem þær starfa og jafnframt að þeim verði komið á fót i öllum sveit- arfélögum á landinu. Fundurinn skorar á félagsmálaráðherra að endur- skipa Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á vegum félagsmálaráðuneytisins, m.a. með þátttöku full- trúa Sjálfsbjargar, Arkitektafélags íslands og samtaka byggingafulltrúa og byggingamanna. Jafnframt telur Sjálfsbjörg að það sé skilyrði fyrir þróttmiklu starfi nefndarinnar að ráðinnn verði viðbótarstarfsmaður í fullt starf. Hreyfihamlaðir______- Svæðisstjórnir. Sameiginlegur fundur milliþinganefnda og framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, haldinn 1 Sjálfsbjarg- arhúsinu dagana 23. og 24. nóvember 1990, beinir því til svæðis- stjórna um málefni fatlaðra að þær ræki lagaskyldur sinar þannig að þörfum hreyf iheunlaðra verði sinnt betur og mark- vissar. Framh. af bls. 4 vörur, hulstur fyrir spítala, borðdagatöl, myndaalbúm, lausblaða- möppur. 10: Verndaður vinnustaður, Dalbraut 10, Akranesi. útiljósa- seriur, lyf jaskápar, plastboxum pakkað, hnýtt ábót o. f 1. 11: Iðjulundur, Hrísalundi 1, Akureyri. Vinnu- vettlingar, prjóna- vettlingar, heimilis- klútar, mjólkursiur, kerti, rúmfatnaður o.fl. 12: Heimaey, Faxastig 46, Vestmanna- eyjum. Kerti af ýmsum gerðum. 13: Reykja- lundur, Mosfellsbæ. Umbúðafötur fyrir efna- og matvælaiðnað, raf- tengi, sauðfjármerki og búsáhöld. 14: Plastiðj- an Bjarg, Bugðusiðu 1, Akureyri. Raflagnaefni úr plasti. KLIFUR 10 Styðjum verndaðan, innlendan iðnað!

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.