Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.08.2021, Side 2

Víkurfréttir - 18.08.2021, Side 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS 184 nemendur útskrifaðir af Háskólabrú hjá Keili Háskólabrú útskrifaði 31 nemanda af verk- og raunvísindadeild við há- tíðlega athöfn í aðalbyggingu Keilis föstudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Því hafa alls 184 nemendur lokið námi á Háskólabrú árið 2021. Nanna Kristjana Traustadóttir, staðgengill framkvæmdastjóra hélt hátíðarræðu og stýrði athöfn. Hjördís Rós Egilsdóttir og Alex- ander Grybos léku ljúfa tóna fyrir útskriftargesti. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðu- maður Háskólabrúar, flutti ávarp og afhenti viðurkenningarskjöl ásamt Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur, verk- efnastjóra Háskólabrúar. Dúx Há- skólabrúar var Birna Karen Bjarka- dóttir, en hún útskrifaðist með 9,41 í meðaleinkunn og fékk peningagjöf frá HS Orku í viðurkenningarskyni. Linda Ólafsdóttir hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnemenda. Háskólabrú hefur boðið upp á að- faranám til háskóla frá árinu 2007 og hafa á þeim tíma átt sér stað miklar framfarir í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nem- enda. Frá stofnun Háskólabrúar hafa 2.217 lokið náminu og öðlast nýtt tækifæri til náms við allar deildir Háskóla Íslands ásamt fjölda háskóla hérlendis sem erlendis. Nemendur geta valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu. Lýsa yfir ánægju með verkefnið Allir með! í Reykjanesbæ Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir ánægju með verkefnið Allir með! og telur mjög mikilvægt fyrir sam- félagið að gert verði ráð fyrir fjár- magni til verkefnisins í fjárhagsáætl- unum sveitarfélagsins til framtíðar. Hilma H. Sigurðardóttir verkefna- stjóri fjölmenningarmála mætti á fund velferðarráðs og fór hún yfir stöðu verkefnisins Allir með! og kynnti tillögur frá stýrihópi verkefn- isins um helstu verkefni ársins 2022 ásamt minnisblaði þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlunum í framtíðinni. Stýrihópurinn leggur til að fjármagnið skiptist á fræðslusvið og velferðarsvið eftir umfangi verk- efna og skiptingu þeirra á milli sviða. Erindinu er vísað til fjárhagsáætl- unarvinnu. Halldóra Fríða Þorvalds- dóttir, nefndarmaður í Velferðarráði er í stýrihópi verkefnisins og sat því hjá við afgreiðslu málsins. Einstaklingum í fjárhagsaðstoð og með húsnæðisstuðning fjölgar Í júní 2021 fengu 149 einstakl- ingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 22.084.326. Í sama mánuði 2020 fengu 134 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 18.607.766. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 11,2% milli júnímánaðar 2020 og 2021. Í júní 2021 fengu alls 277 ein- staklingar greiddan sérstakan hús- næðisstuðning sveitarfélagsins, sam- tals að upphæð kr. 3.785.155. Í sama mánuði 2020 fengu 227 einstakl- ingar greiddan sérstakan húsnæðis- stuðning, samtals kr. 3.044.856. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgar um 22% milli mánaðanna júní 2020 og júní 2021. Í júní 2021 voru 30 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. Sextán erindi voru samþykkt, níu erindum synjað og fimm erindum frestað. Leikskólar verði opnir milli jóla og nýárs Starfsumhverfi leikskóla í Suður- nesjabæ var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Þar var tekið fyrir erindi rekstrar- stjóra Gefnarborgar í Garði Við afgreiðslu málsins vísar bæj- arráð til afgreiðslu bæjarráðs frá 23. júní 2021, þar sem bæjarráð beindi því til rekstraraðila leikskólanna að leita leiða til þess að þjónusta leik- skólanna standi börnum opin milli jóla og nýárs í ljósi niðurstöðu for- eldrakönnunar. „Þannig vildi bæjarráð standa vörð um þá þjónustu sem sveitarfélagið vildi veita börnum og fjölskyldum þeirra í leikskólum sveitarfélagsins,“ segir í afgreiðslunni. Heimilt að nota fjarfundabúnað Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt með vísan til sveitar- stjórnarlaga og ákvörðunar sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra að heimilt verði að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og fundum nefnda og ráða Reykjanesbæjar. Heimildin tók gildi 1. ágúst 2021 og gildir til 1. október 2021 og var samþykkt með öllum atkvæðum en vísað er til starfhæfi og ákvarðana- töku sveitarstjórna vegna COVID-19. Í bréfi frá samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytinu er vakin athygli sveitarstjórna á nýju heimildar- ákvæði sveitarstjórnarlaga og hvetur þau sveitarfélög, sem hyggjast nýta sér það, að ljúka þeirri vinnu fyrir 1. október næstkomandi. Rafrænn Íbúafundur um skipulagsmál Í gildandi deiliskipulagstillögu er núverandi saltgeymsla fjarlægð og heimilt er að reisa þrjú fjölbýli á lóðinni. Breytingin felst í að halda saltgeymslunni sem þjónustuhúsnæði og reisa tvö háhýsi á lóðinni. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is Fundurinn verður einungis rafrænn en nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar og Facebook. Breyting á deiliskipulagi saltgeymslulóðar við Hafnargötu 81-85 Fimmtudaginn 19. ágúst frá kl. 18:00 til 19:00 Berglind Kristjánsdóttir, forstöðukona Háskólabrúar afhenti Birnu Karen Bjarkadóttur dúx Háskólabrúar viðurkenningu. Þrjátíu og einn nemandi útskrifaðist af verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar. Hjördís Rós Egilsdóttir og Alexander Grybos fluttu tónlistaratriði við útskriftina. 2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.