Víkurfréttir - 18.08.2021, Síða 4
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Aðalfundur
Þroskahjálpar á Suðurnesjum
Aðalfundur Þroskahjálpar á Suðurnesjum
fyrir árin 2019 og 2020 verður haldinn að
Hrannargötu 6 (húsi Dósasels) í Reykjanesbæ
mánudaginn 23. ágúst kl. 18:00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál.
Stjórnin.
FIMMTUDAG
KL. 19:30
HRINGBRAUT
OG VF.IS
Knarrarneskirkja og
efnilegt ungt fólk í
íþróttum í þætti vikunnar
Um þetta leyti fyrir tveimur
árum síðan var mikið líf í höfninni í
Keflavík, því þá var þar makrílinn á
fullu og mokveiði. Í dag er enginn
makríll og enginn bátur fór á þá
veiðar.
Í staðinn hafa bátarnir verið á
handfæraveiðum og núna í ágúst þá
hafa bátarnir frá Suðurnesjunum
veitt mjög vel á færunum. Á Skaga-
strönd er t.d Addi Afi GK sem hefur
landað 24,5 tonn í 4 róðrum og mest
6,9 tonn. Guðrún Petrína GK með
20,6 tonn í 4 róðrum og mest 6,3
tonn. Kvika GK er á Bakkafirði og er
búinn að landa 14,4 tn. í 5 og mest 3,5
tonnum. Sandvík KE er í Ólafsvík og
hefur landað 10,4 tn. í 4 túrum.
Handfærabátarnir sem landa á
Suðurnesjunum eru flestir í Sand-
gerði og flestir þeirra á strandveið-
unum og tveir á ufsanum, nánar um
þá hérna neðar. Gola GK er með 1,6 tn.
í 2 róðrum, Óskar KE 4 tn. í 6, Dóri í
Vörum GK 3,5 tn. í 6, Jói í Seli GK 3,3
tn. í 6, Alla GK 3,1 tn. í 6, Gréta GK 2,7
tn. í 5, Fram GK 2,6 tn. í 5, Sigurörn
GK 2,5 tn. í 5 og Stakasteinn GK 2,4
tn í 4. Allir í Sandgerði, reyndar eru
mun fleiri bátar í Sandgerði að landa
en þessir sem eru nefndir.
Þess má geta að tveir af þessum
bátum sem eru nefndir að ofan eru í
eigu skipstjóra sem réru frá Sandgerði
í ansi mörg ár, t.d er Gréta GK í eigu
Karls Ólafssonar sem var lengi skip-
stjóri á Haferni KE og síðan Erni KE,
báðir á dragnót og Stakasteinn GK er
í eigu Hjartar sem var lengi skipstjóri
á Njáli RE.
Sæfari GK 2,1 tn. í 4, Daddi GK 1,5
tn. í 4 og Sigurvon ÁR 761 kg. í 1, allir
í Grindavík
Síðan eru tveir bátar að mokveiða
ufsann á handfærunum. Þetta eru
eikarbáturinn Margrét SU sem hefur
landað núna í ágúst 17 tn. í aðeins
3 róðrum og mest 7 tonnum í einni
löndun og síðan Ragnar Alfreðs GK
sem hefur verið skrifað um hérna
áður, en hann hefur landað 29,4
tonnum í aðeins 4 róðrum og mest
tæp 9 tonn í einni löndun.
Og talandi um ufsann þá er neta-
báturinn Grímsnes GK byrjaður á að
veiða ufsann í net meðfram suður-
ströndinni og er hann að landa í Þor-
lákshöfn. Veiðin byrjar mjög vel hjá
honum og hefur báturinn landað um
97 tonnum í 5 róðrum og mest um 24
tonnum í einni löndun. Af þessum
afla er ufsi 87 tonn.
Aðrir netabátar eru í þorskinum og
veiðin svo sem allt í lagi. Maron GK
er í Sandgerði og hefur landað 30
tn. í 10 túrum og mest 6,5 tonnum.
Langanes GK í Njarðvík er með 22 tn.
í 11, Halldór Afi GK í Keflavík með 16
tn. í 11, Hraunsvík GK í Sandgerði og
með 12 tn. í 5 túrum og Bergvík GK
24 tn. í 9 og mest 5,6 tonn. Guðrún
GK 5,2 tn í 2 róðrum.
Dragnótabátarnir eru byrjaðir aftur
á veiðum og byrja alveg ágætlega.
Sigurfari GK með 52 tn. í 2 og mest
28 tonn. Benni Sæm GK 25 tn. í 3 og
mest 10 tonn og Siggi Bjarna GK 21 tn.
í 3 og mest 8,3 tonn.
Og talandi um Benna Sæm GK
þá hefur kvótinn á bátnum aukist
all svakalega síðan í júní en núna er
kominn á bátinn alls um 4400 tonna
kvóti. Er þetta aðallega vegna þess
að frystitogarinn Baldvin Njálsson
GK hefur verið seldur til þess að
rýma fyrir nýjum frystitogara sem
Nesfiskur er að láta smíða á Spáni.
Kvótinn sem var á Baldvini Njálssyni
GK var allur fluttur yfir á Benna Sæm
GK og verður á honum þar til að nýi
togarinn kemur. Baldvin Njálsson GK
hafði veitt núna í ár alls 4369 tonn í
9 löndunum og mest 981 tonni þegar
að hann var seldur.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
UMRÆÐAN
GÓÐ VEIÐI Á HANDFÆRUM
Að selja frá sér hugvitið
Það eru ekki margar afurðir
á heimsmarkaði sem við
Íslendingar getum eignað
okkur. Lambakjötið okkar er
oft nefnt í þessu sambandi
en það er svo sem framleitt
annars staðar þó að við í
belgingi teljum okkur fram-
leiða besta lambakjöt í heimi.
Ein er þó afurð sem svo sannarlega
er hægt að kenna við Ísland og sú
afurð er íslenska skyrið.
Hvergi í heiminum var að finna afurð
sem var sambærileg við íslenska
skyrið og maður hefði því haldið að
hægt yrði að tryggja mjólkurfram-
leiðendum betri afkomu vegna auk-
inna vinsælda íslenska skyrsins, en
það fæst ekki séð að það hafi gerst,
heldur er verið að flytja framleiðslu
á þessari einstöku afurð úr landi og
einhverjir aðrir en bændur njóta
góðs af því.
Tölur eru sláandi
Það þarf ekki að leita lengi til þess að
gera sér grein fyrir mikilli öfugþróun
í þessum málum.
Skv. frétt í Morgunblaðinu frá 19.
september 2015 var greint frá
nýjum samningi Íslands og ESB um
viðskipti með landbúnaðar-
vörur. Þar er m.a. sagt frá
því að útflutningsheimildir
íslenskra skyrframleiðeið-
enda muni rúmlega tífaldast,
fara úr 380 tonnum í 4.000
tonn
með nýjum samningi.
Hver er staðan?
Hafa Íslendingar nýtt sér þessar
auknu heimildir til útflutnings á
skyri til hagsbóta fyrir íslenska
bændur og erum við að nýta þær
heimildir sem við höfum til út-
flutnings á vöru sem við getum svo
sannarlega talið sem okkar vöru og
ættum að hafa einkaleyfi á?
Því fer víðs fjárri.
Skv. upplýsingum frá Hagstofu hefur
útflutningur á skyri verið að dragast
mjög mikið saman. Frá árinu 2010 til
ársins 2018 og með nýjum samningi
við ESB, jókst útflutningur á skyri
úr 20 tonnum í 1.422 tonn. Síðan þá
hefur sigið verulega á ógæfuhliðina.
Skv. tölum Hagstofu var útflutningur
á skyri 922 tonn árið 2019 en ekki
nema 516 tonn árið 2020.
Útflutningur á skyri fer því að
nálgast það sem hann var áður en
samningurinn við ESB var undir-
ritaður árið 2015.
Eru útlendingar þá ekki
að borða íslenskt skyr?
Því fer hins vegar fjarri að ekki sé
verið að borða íslenskt skyr í út-
löndum. Skyr er að finna í versl-
unum í mörgum Evrópulöndum og
einnig er hægt að nálgast það í Am-
eríku og Asíu. Hins vegar er verið að
framleiða vöruna annars staðar en á
Íslandi, úr erlendri mjólk
Ákveðnir aðilar hafa ákveðið að fara
með vöru, sem við hefðum getað
haft einkarétt á, til framleiðslu í
öðrum löndum þar sem hægt er að
kaupa merkt íslenskt skyr á lægra
verði en við njótum hér heima á
Fróni. Við getum kannski farið að
flytja inn íslenskt skyr.
Heitir þetta ekki að pissa í skóinn
sinn?
Guðbrandur Einarsson
skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í
Suðurkjördæmi í
komandi alþingiskosningum
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Haustferð 2021
Félag eldri borgara á Suðurnesjum fyrirhugar haustferð
fimmtudaginn 2.- 3. sept. nk. ef næg þátttaka fæst.
Gist verður á Hótel Selfossi í eina nótt.
Hellisheiðarvirkjun og Árnessýsla á dagskrá!
Ferðin kostar kr. 20.000 á mann og greiðist við
brottför í reiðufé! Fyrir einstakling þar að greiða
kr. 6000 umfram vegna hótels.
Innifalið í verði er léttur hádegisverður á leiðinni, gisting,
þriggja rétta kvöldveður og morgunverður á hótelinu og svo
léttur hádegisverður á heimleiðinni. (FEBS greiðir rútuna).
Lagt verður af stað frá Nesvöllum kl.10:00
og tekið við greiðslunni þar og í rútunni.
Skráning til fimmtudagsins 19. ágúst nk.
hjá Margréti: 896 3173 og Ingibjörgu: 863 3443
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG ERU Á TIMARIT.IS
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR