Víkurfréttir - 18.08.2021, Page 11
Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki
Evrópu, með fjölbreytta starfsemi víðsvegar um
heim. Samherji hefur á að skipa hæfu og
framtakssömu starfsfólki og stjórnendum,
öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og
fullkomnum fiskvinnslum í landi.
Menntun á sviði vélfræði, rafvirkjunar, rafeindavirkjunar eða sambærilegu er skilyrði
Metnaður fyrir framleiðslu hágæða matvæla
Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
Geta til að starfa sjálfstætt og og frumkvæði til að vinna að fyrirbyggjandi viðhaldi
Þekking á iðnstýringum
Jákvæðni og vilji til að takast á við nýjungar í tækni
Góð tölvu- og enskukunnátta er skilyrði
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun á sviði sjávarútvegs, framleiðsu, rekstrar eða sambærilegu er skilyrði
Metnaður fyrir framleiðslu hágæða matvæla
Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
Geta til að starfa sjálfstætt og leiða hóp með framtíðarsýn
Þekking á verkferlum og rekstri fiskvinnslu er kostur
Góð tölvu- og enskukunnátta er skilyrði
Menntunar- og hæfniskröfur:
REKSTRARSTJÓRI
Samherji fiskeldi auglýsir eftir kraftmiklum einstakling í starf rekstrarstjóra.
Rekstrarstjóri ber ábyrgð á rekstri vinnslunnar, áætlanagerð, skráningum og starfsmannahaldi.
Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2021 og sækja skal um á www.mognum.is og skila ítarlegri starfsferilskrá og kynningarbréfi.
Nánari upplýsingar um starfið veita Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri í síma 560 9000 og Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is.
SPENNANDI FRAMTÍÐARSTÖRF Á SUÐURNESJUM
Við ætlum að stækka hópinn okkar í vinnslu félagsins í Sandgerði. Við leitum að fólki sem vill takast á við framtíðar vöxt
og ná betri árangri. Samherji Fiskeldi hefur á að skipa hópi starfsmanna og stjórnenda með mikla reynslu og fjölbreytta
menntun. Það er mikið framundan og við viljum bæta við góðu fólki. Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um.
VIÐHALDSSTJÓRI HÁTÆKNI VINNUÞJARKA, FISKVINNSLUVÉLA OG KÆLIKERFIS
Samherji fiskeldi auglýsir eftir kraftmiklum einstaklingi í starf viðhaldsstjóra. Viðhaldsstjóri ber ábyrgð á eftirliti, þróun, umhirðu og viðhaldi véla og tækja í nýrri og
fullkominni fiskvinnslu þar sem vara af bestu gæðum er framleidd í fullkomnustu tækjum sem völ er á.
Menntun á sviði sjávarútvegsfræði, gæðastjórnunar eða sambærilegu.
Reynsla af rekstri gæðakerfa, sjómennsku, fiskvinnslu, fiskeldi eða öðru sambærilegu er kostur
Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
Metnaður fyrir framleiðslu hágæða matvæla
Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
Góð tölvu- og enskukunnátta er skilyrði
Menntunar- og hæfniskröfur:
GÆÐASTJÓRI
Samherji fiskeldi auglýsir eftir kraftmiklum einstaklingi í starf gæðastjóra. Gæðastjóri ber ábyrgð á stjórnun og umsjón gæðakerfis vinnslunnar og leiðbeinir og
kennir starfsfólki í samræmi við reglur gæðakerfisins. Gæðastjóri ber ábyrgð á vottunum gagnvart erlendum og íslenskum vottunar og eftirlitsaðilum.
Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, með fjölbreytta starfsemi víðsvegar um heim. Samherji hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki
og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum fiskvinnslum í landi.
Samherji fiskeldi er dótturfyrirtæki Samherja og er fiskeldisfyrirtæki sem rekur fimm eldisstöðvar, tvær á Suðurnesjum, eina í Ölfusi og tvær í Öxarfirði. Samherji
fiskeldi er sérhæft í landeldi á laxi og bleikju og rekur eina fullkomnustu fiskvinnslu landsins, sem er sérhæfð til vinnslu á bleikju. Félagið er stærsti
bleikjuframleiðandi í heimi og selur afurðir sínar ferskar og frosnar til kröfuhörðustu stórmarkaða og veitingahúsa víða um heim. Samherji fiskeldi mun á næstu
árum fjárfesta á fimmta tug milljarða í öflugt landeldi á laxi á Reykjanesi og mun það verða meðal stærstu landeldisstöðva á laxi í heiminum.
Nánari upplýsingar á www.samherji.is
R únar Júlíusson er nýr for-
maður Nemendafélags
Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Það má segja að Rúnar taki
við kefli félagslífsins á krefjandi
tímum en vegna heimsfaraldursins
verður upplifun framhaldsskóla-
nemendanna af félagslífsinu ef-
laust ólík upplifun flestra fyrrum
FS-inga. Samkvæmt núgildandi
samkomutakmörkunum er bæði
nemendum og starfsfólki skylt að
bera grímu þar sem ekki er hægt
að virða eins metra nándarreglu
en þó er heimilt að víkja frá grímu-
skyldunni eftir að nemendur eru
sestir niður inni í skólastofu. Um
viðburði á vegum skóla eða nem-
endafélaga gildir 200 manna
fjöldatakmörkun en undanfarin
ár hafa um þúsund nemendur
stundað nám við FS.
Nýnemadagur FS var haldinn í
byrjun vikunnar þar sem nýnemum
var tvískipt í hópa vegna samkomu-
takmarkana en skólastarfið mun svo
hefjast í lok vikunnar.
Hvernig er að taka við sem formaður
nemendafélags í miðjum heims-
faraldri?
„Það er áskorun að sjálfsögðu.
Auðvitað hefði maður óskað þess að
fá Covid-laust skólaár
og vonandi verður
það raunin en ef ekki
þá tæklum við það og
markmiðið er alltaf
að hafa skólaárið eins
skemmtilegt og mögu-
legt er á hér hjá NFS.“
Er covid að hafa mikil
áhrif á NFS og nem-
endur almennt?
„Ástandið hefur aug-
ljóslega haft áhrif á NFS
og án efa á alla nem-
endur skólans. Skólinn
hefur verið með óvenju-
legu sniði og hefur kennsla verið ólík
þeirri sem við erum vön. Það er mjög
óhentugt fyrir framhaldsskólanema
að sitja fyrir framan
tölvuna heima hjá sér
mánuðum saman og
missa af mikilvægu fé-
lagslífi. Engin böll og
ekki margt hægt að gera
með allar þessar tak-
markanir. Við erum búin
að finna fyrir því hversu
erfitt það er fyrir alla
framhaldsskólanema að
missa úr svona miklu á
þessum skemmtilegu
árum.“
Hvað er planið hjá fé-
laginu þetta skólaárið?
„Planið er að gera gott enn betra.
Við í félaginu viljum öll leggja okkar
að mörkum til að gera eins skemmti-
legt skólaár og hægt er. Vonandi fáum
við að halda böll og viðburði án tak-
markana en ef svo verður ekki viljum
við hjá NFS gera skólaárið skemmti-
legt fyrir alla nemendur sama hvernig
fer varðandi heimsfaraldurinn. Við
munum gera allt til þess að viðhalda
góðu félagslífi á erfiðum tímum.“
Ef ekki væri fyrir Covid, hverju hefð-
irðu vilja breyta innan nemenda-
félagsins?
„Nemendafélagið er búið að standa
sig mjög vel síðastliðin skólaár og við
vildum halda því áfram. Að því sögu
er þó alltaf hægt að gera gott betra.
Okkur langar að halda fleiri viðburði
fyrir nemendur í FS og hafa þá fjöl-
breytta og eins skemmtilega og hægt
er.“
Nýr formaður NFS segir óhentugt fyrir framhaldsskólanema að sitja við tölvuna heima svo mánuðum skiptir
Sólborg Guðbrandsdóttir
vf@vf.is
Gera allt til að viðhalda góðu félagslífi
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11 10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR