Víkurfréttir - 18.08.2021, Síða 13
Bítlabæjardrengir reyndu við frægðina
Sigurður Eyberg er líklega meira
þekktur sem söngvari hljómsveita
úr bítlabænum. Margir muna eftir
Deep Jimi and the Zep Creams og
Pandóru. Siggi kom fram með fé-
lögum sínum í Pandóru í Geim-
steini á Ljósanótt fyrir nokkrum
árum og með Deep Jimi í heima-
bænum og í Reykjavík árið 2019.
Siggi og félagar hans í Deep Jimi
reyndu við frægðina fyrir þrjátíu
árum síðan en þá var hann nýbúinn
að ljúka stúdentsprófi frá Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Náðu meira að
segja plötusamningi við dótturfélag
Warner Brothers sem gaf út fyrstu
breiðskífu sveitarinnar og síðan
fimm laga plötu með tónleikaupp-
tökum en Keflvíkingarnir fíluðu
ekki að hefja ferilinn ytra sem upp-
hitunarhljómsveit og fannst hlutirnir
ekki gerast nógu hratt. Fóru því heim
aftur.
Sigurður bjó í nokkur ár í London
og lauk þar B.A. námi í leiklistar-
skólanum E-15 Acting School árið
1997. Hann lék á sviði í London í
nokkur árum og stofnaði m.a. leik-
hópinn Brian sem „starfaði á jaðri
leikhúslífs Lundúna,“ eins og segir
í ferilslýsingu Sigurðuar á vefsíðu
Hallormsstaðaskóla.
Sigurður hefur undanfarin ár
starfað að málum og rannsóknum
tengdum umhverfisfræðum hjá
stofnunum eins og Umhverfis-
stofnun og Háskóla Íslands og þá var
hann stjórnandi nýsköpunarverkefn-
isins Garðashólmur ses. Hann hefur
ásamt bróður sínum Magnúsi einnig
unnið að byggingu vindorkugarðs í
Dalabyggð en þeir reka saman fyrir-
tækið Storm Orka ehf. Verkefnið er
stutt af fyrirtækinu Siemens Games
Renewable Energy en það er einn
stærsti vindmylluframlandi heims.
Þá vakti Sigurður athygli ekki fyrir
löngu síðan þegar hann framleiddi
heimildarmyndina „Maðurinn sem
minnkaði vistsporið sitt“ en hún var
sýnd á RÚV.
Hljómsveitin Pandóra fyrir 31 ári síðan á mynd í sönní KEF. Siggi með
Júlíusi Guðmundssyni í Geimsteini fyrir Ljósanæturtónleika 2017.
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Auglýsing um atkvæða-
greiðslu utan kjörfundar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga, sem fram eiga að fara 25. septem-
ber 2021, er hafin á skrifstofum sýslumannsins á Suðurnesjum og verður með eftirfarandi
hætti:
Í Reykjanesbæ, að Vatnsnesvegi 33:
• virka daga frá 13. ágúst til 31. ágúst
frá kl. 08:30 til 15:00
• virka daga frá 1. september til
24. september frá kl. 08:30 til 19:00
• alla laugardaga í september
frá kl. 10:00 til 14:00.
Í Grindavík, að Víkurbraut 25:
• virka daga frá 13. ágúst til
17. september frá kl. 08:30 til 13:00
• dagana 20. september til
24. september frá kl. 08:30 til 18:00.
Þegar nær dregur kosningum verða opnaðir fleiri kjörstaðir fyrir utankjörfundaratkvæða-
greiðslu, í samráði við sveitarstjórnir.
Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna.
Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram dag-
ana 20. til 24. september nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnun.
Þeir kjósendur sem uppfylla skilyrði til að greiða atkvæði í heimahúsi og óska eftir að nýta
sér þann rétt skulu sækja um það skriflega til sýslumanns, eigi síðar en kl. 16:00 þriðju-
daginn 21. september nk.
13. ágúst 2021
Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Sýningar í Duus Safnahúsi
Í Listasal og Bátasal er sýningin Tegundagreining eftir
Steingrím Eyfjörð þar sem eldri verk eru sett í nýtt
samhengi ásamt nýjum verkum. Í Stofunni er sýning á
vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar þar sem Kaupfélag
Suðurnesja eru gerð góð skil á 75 ára afmælisárinu.
Af hverju að sauma
fyrir umhverfið?
Bókasafnið tekur þátt í átakinu Plastlaus september sem
miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um ofnotkun
plasts og skaðsemi plasts fyrir umhverfið. Margnota
taupokar geta auðveldlega komið í stað plastpoka.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Byggðasafn Reykjanesbæjar – Safnstjóri
Fræðslusvið – Sálfræðingur
Garðasel - Matráður
Holtaskóli - Skólasafnvörður
Háaleitisskóli - Arabískumælandi starfsmaður
Háaleitisskóli - Forfallakennari
Leikskólinn Holt - Stuðningsaðili
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt
nánari upplýsingar um auglýst störf.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn
á sama stað. Þeim er komið til stofnana
sem eru í leit að starfsfólki.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13