Víkurfréttir - 18.08.2021, Síða 14
„Ég fór ung að árum með bróður mínum út á golfvöll og byrjaði svo að spila meira þegar ég
var sex ára. Féll svo algerlega fyrir íþróttinni þegar ég varð aðeins eldri,“ segir Fjóla Margrét
Viðarsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja en hún hefur unnið tvo stóra titla í golfinu í
sumar. Um síðustu helgi varð hún Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri í stúlknaflokki en
leikið var á Grafarholtsvelli í Reykjavík, elsta 18 holu golfvelli landsins. Hún varð klúbbmeistari
Golfklúbbs Suðurnesja fyrr í sumar og ætlar að reyna við þriðja stóra titilinn á Íslandsmótinu
í höggleik um næstu helgi.
Fjóla þykir afar efnileg og er komin í
meistaraflokk og niður í 4,5 í forgjöf.
Bróðir hennar, Birkir, er góður kylf-
ingur og byrjaði líka ungur að árum
og hann hvatti litlu systurina áfram.
Og móðirin, Lilja Kristrún Steinars-
dóttir, var systkinunum mikill stuðn-
ingur og er enn með Fjólu sem sækir
fjölda golfmóta víða um land. Birkir
er í háskólanámi og hvílir nú aðeins
golfkylfurnar.
„Það er skemmtilegt og þægi-
legt við golfið að geta stundað það
þegar það hentar manni. Maður er
ekki háður því að mæta á skipu-
lagðar æfingar eins og í mörgum
hóp íþróttum. Ég var aðeins í sundi
en snéri mér alveg að golfinu. Það
er gott að geta ráðið sér sjálfur og
vera með vinunum úti á golfvelli.
Mér finnst gaman að keppa og auð-
vitað er skemmtilegast þegar manni
gengur vel. Það gerist ekki alltaf og
maður verður að taka því. Ég reyni
að vera jákvæð á golfvellinum, sér-
staklega þegar mér gengur ekki
nógu vel. Það skiptir miklu máli. Ég
verð stundum stressuð, t.d. í úrslita-
leikjum eða stórum mótum en er það
ekki eðlilegt,“ segir þessi unga golf-
kona sem hefur heillað marga með
framkomu sinni. „Maður sér ekki á
henni hvort henni gangi vel eða illa
á golfvellinum,“ segir móðirin stolt
sem græðir tugi kílómetra í göngu í
hverri viku með stelpunni.
Strákarnir skemmtilegir
Fjóla stundar golfið stíft og
spilar helst 18 holur daglega auk
þess að æfa. Hún er á Hólmsvelli í
Leiru flesta daga frá vori og fram
á haust. „Ég spila mikið með Loga
(Sigurðssyni, klúbbmeistara GS) og
ég er eina stelpan sem er að æfa og
keppa í golfi. Ég er með golfleiðsögn
á morgnana og er að kenna yngri
stelpum og vonandi koma fleiri.
Íþróttin er alveg jafn mikið fyrir
stelpur eins og stráka. Ég æfi með
bestu strákunum í klúbbnum og
sumir eru orðnir meira en fertugir
en þeir eru allir mjög skemmtilegir,
sérstaklega þó Guðmundur Rúnar
Hallgrímsson. Hann er mjög góður
í golfi og líka svo góður við alla og
hann er bara besti vinur minn.“
Og hann var mættur í holukeppnis-
mótið til að fylgjast með þér í úrs-
litaleiknum?
„Hann kom og var kylfusveinn hjá
mér í úrslitaleiknum í Íslandsmótinu
í holukeppni í Grafarholti. Mamma
var á pokanum hjá mér fyrstu sex
holurnar og svo tók Guðmundur
Rúnar við. Hann var að fylgjast með
mér og var svo til í að vera kylfu-
sveinn hjá mér. Það var frábært að
hafa hann og við mamma buðum
honum að borða eftir sigurinn.“
Mamma þín hefur verið með þér
alltaf þegar þú ert að keppa?
Já, það er frábært og ómetanlegt
að fá svona stuðning frá foreldrum
og hún er alltaf með mér í þessu öllu
og líka úti á golfvelli. Er kylfuberinn
minn í öllum mótum.“
Fyrirmyndir Fjólu Margrétar eru
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og svo
Guðmundur Ágúst Kristjánsson,
en þau þrjú hafa verið meðal bestu
kylfinga landsins undanfarin ár.
Sigurpáll Geir Sveinsson er þjálfari
Fjólu Margrétar og hún segir hann
frábæran golfkennara.
Stefnir á golf og skóla
í Bandaríkjunum
Hvert stefnir þú í golfinu?
„Ég vil fara í skóla í Bandaríkjunum
þegar að því kemur en mig langar
líka að komast á golfmót erlendis.
Stærsta mót ársins er um helgina,
Íslandsmótið í höggleik unglinga
og Fjóla Margrét verður þar meðal
keppenda og stefnir á að gera góða
hluti þar. Mótið sem hún vann var
næst stærsta mót ársins, Íslands-
mótið í holukeppni en henni finnst
það fyrirkomulag skemmtilegra en
höggleikurinn. Það verður því fróð-
legt að sjá hvernig henni gengur í
höggleiksmótinu.
Þegar hún var spurð um hverjir
væru uppáhalds golfvellir hennar
var hún fljót til svars.
„Jaðarsvöllur á Akureyri og Urr-
iðavöllur eru skemmtilegastir. Leiran
er líka meðal uppáhaldsvalla. Sex-
tánda brautin í Leiru er í uppáhaldi
en ég á þó eftir að fara holu í höggi,
þar eða einhvers staðar annars
staðar,“ segir ein efnilegasta golfkona
landsins.
Fjóla Margrét er 14 ára kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja.
Hún varð Íslandsmeistari í holukeppni um síðustu helgi
og klúbbmeistari fyrr í sumar.
Æfir með
strákunum
í Leirunni
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Fjóla skoðar
púttlínuna í
Leirunni. Við ræðum
líka við hana í
Suðurnesjamagasíni.
Sjáið flotta sveiflu
stelpunnar þar!
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
MIÐVIKUdagUR 18. ÁgúST 2021 // 30. Tbl. // 42. ÁRg.sport
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is