Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2021, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 24.11.2021, Qupperneq 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Mikilvægur samningur í höfn Fisktækniskóli Íslands og Mennta- og menningarmálaráðu- neytið gera fimm ára samning um grunnám í fisktækni Undirritun fimm ára samnings Mennta- og menningarmála- ráðuneytis og Fisktækniskóla Ís- lands fór fram í Grindavík síðast- liðinn föstudag. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaði samninginn fyrir hönd síns ráðuneytis og Ólafur Jón Arn- björnsson, skólameistari, fyrir hönd Fisktækniskóla Íslands. Samningurinn er til fimm ára um kennslu grunnnáms í fisktækni og er endurnýjun á fyrri samningi með viðbótum. Auk þess að leysa af hólmi eldri samning frá 2016 opnar nýr samningur á þann möguleika að taka til kennslu á fleiri brautum skólans, svo sem í veiðarfæratækni (netagerð), fiskeldi, gæðastjórn, Marel-vinnslutækni og haftengdri nýsköpun, en skólinn hefur boðið fram þetta nám undanfarin ár við miklar vinsældir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun Fisktækniskóla Íslands en um þessar mundir stunda um 160 nemendur nám á skipulögðum brautum skólans, auk þess fer fram umfangsmikið námskeiðahald hjá skólanum. Nánast öll kennsla fer fram í Grindavík en Fisktækni- skólinn er einnig með kennsluað- stöðu í Garðabæ, Reykjavík og á Bíldudal. Þá hefur skólinn boðið fram grunnnám í samstarfi við skóla og fræðsluaðila víða um land. Frá því skólinn hlaut viðurkenn- ingu 2012 hafa vel á fjórða hundrað nemenda lokið námi af skilgreindum brautum skólans og þar af samtals um eitt hundrað frá samstarfs- skólum og fræðsluaðilum á Sauðár- króki, Tröllaskaga/Dalvík, Akureyri og Höfn í Hornafirði. Undirritun samningsins fór fram í húsnæði Fisktækniskólans í Grindavík að viðstöddum fulltrúum Grindavíkurbæjar, Sambands Sveit- arfélaga á Suðurnesjum, stjórnar og starfsmanna skólans. Flutt voru stutt ávörp og þakkaði skólameistari ráðherra sérstaklega fyrir stuðning við skólann og hafði á orði að „þessi ráðherra“ hafi verið sérstaklega iðinn við að mæta á alls kyns viðburði tengda skólanum og uppbyggingu hans. Auk skólameistara og ráðherra tóku Hjálmar Hallgrímsson, fulltrúi Sambands Sveitarfélaga á Suður- nesjum og fulltrúi í stjórn skólans, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, til máls. Höfðu þeir orð á mikilvægi skólans og lýstu yfir ánægju með að nýr samningur væri nú í höfn. Að lokinni undirritun buðu fulltrúar Grindavíkurbæjar ráðherra í heimsókn í Kvikuna en þar áforma heimaaðilar að byggja við og að skólinn myndi þar ákveðna kjöl- festu í nýju nýsköpunar- og menn- ingarhúsi. „Þessi ráðherra“ hefur verið sérstak- lega iðinn við að mæta á alls kyns viðburði tengda Fisktækniskólanum og uppbyggingu hans að mati skóla- meistara en vel fór á með þeim við undirritun samningsins. Isavia undirritaði í síðasta föstudag samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flug- vélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. Ístak átti hagkvæmustu tilboðin en verkin voru boðin út á evrópska efna- hagssvæðinu. Heildarkostnaður við bæði verkin er áætlaður um 24,6 milljarðar. Nýja akbrautin tengir flugbraut við hlað flugstöðvarinnar og er henni ætlað stuðla að bættri nýtingu óháð ytri skilyrðum og greiða fyrir um- ferð flugvéla eftir lendingu. Hluti af verkinu er uppsetning ljósabúnaðar. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir lok næsta árs. Tilboð Ístaks í verkið nam rúmlega 940 milljónum króna. Lokið er jarðvinnu fyrir nýja austurálmu Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar, sem Ístak annaðist. Fyrirtækið átti hagstæðasta tilboð í burðarvirki og veðurkápu hússins, tæpa 4,5 milljarða króna. Bygg- ingin er þrjár hæðir og 21 þúsund fermetrar. Burðarvirkið skiptist í djúpan, steyptan kjallara sem hýsir færibandasal. Á fyrstu hæð verður stækkun á töskusal fyrir ný færi- bönd. Verslunar- og veitingasvæði ásamt biðsvæðum farþega stækka um 4.000 fermetra. Miðað er við að þessum áfanga ljúki næsta vor. „Þetta er mikilvægur áfangi í þróun Keflavíkurflugvallar. Þessi nýja akbraut greiðir mjög fyrir um- ferð flugvéla. Tíminn frá lendingu að flughlaði styttist sem dregur úr umhverfisáhrifum vegna útblásturs. Þá mun öryggi umferðar á vellinum aukast enn með þessari upplýstu akbraut. Svo er gott að sjá að vinna við austurálmuna er á áætlun. Hún verður að sama skapi gríðarlega mikilvæg viðbót við flugstöðina,“ segir Sveinbjörn Indriðason, for- stjóri Isavia. „Þetta eru spennandi verk- efni,“ segir Karl Andreassen, fram- kvæmdastjóri Ístaks. „Við höfum öðlast mikla og dýrmæta reynslu við að vinna að uppbyggingarverk- efnum hér á Keflavíkurflugvelli, nú síðast við fyrstu áfanga austurálmu flugstöðvarinnar sem við höldum nú áfram með. Svo hefjumst við handa úti á vallarsvæðinu. Um 80 til 100 manns munu vinna að þessum tveimur verkefnum. Við notum að hluta efni sem fallið hefur til við aðrar framkvæmdir á svæðinu. Það sparar peninga og dregur úr um- hverfisáhrifum.“ Isavia semur við Ístak um nýja akbraut flugvéla Byggja einnig burðarvirki og veðurkápu nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Kia- Suzuki Bílaverkstæði Þóris býður út desember 17% afslátt af vinnu Komdu í dekkjaskipti til okkar Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, virða fyrir sér framkvæmdasvæðið. 2 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.