Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2021, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 24.11.2021, Blaðsíða 19
Svar við hugmyndinni um að rífa Myllubakkaskóla sem kom fram í grein sem birtist á vef Víkurfrétta laugardaginn 20. nóvember 2021. Í ár kom í ljós að mygla hefur greinst í Myllubakkaskóla. Strax var gripið til aðgerða til að tryggja að kennsla og skólastarf gæti haldið áfram. Kennsla og skólastarf fer nú fram um víðan völl innan Reykjanesbæjar og er ekki beinlínis bætandi fyrir um- hverfi nemenda né starfsumhverfi starfsmanna. Þetta ástand er mjög slítandi og með öllu óásættan- legt bæði fyrir nemendur, kennara og stjórnendur Myllubakkaskóla. Spurningin er hvenær kennarar og nemendur geti séð fram á það að kennsla og starf fari aftur í eðlilegt horf undir sama þaki. Hugmyndir um að rífa Myllu- bakkaskóla og færa starfsemi hans annað, til dæmis með því að sameina hann við Holtaskóla, láta byggja nýtt húsnæði fyrir Fjölbrautaskóla uppi á Ásbrú eða byggja nýjan skóla eru alls ekki slæmar EN hvernig verður tryggt að sveitarfélagið eða ríkið ráð- stafi fé í slíkt? Í haust var vígð ný og glæsileg viðbygging við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ferlið sjálft var langt og krafðist mikillar vinnu og undir- búnings. Slíkt telst kannski eðlilegt en mig langar að spyrja hvort það teljist í lagi að kennarar, nemendur og stjórnendur Myllubakkaskóla þurfi að bíða eftir nýju skólahúsnæði í nokkur ár? Hugmyndin um að sameina Myllu- bakkaskóla við Holtaskóla mun hugsanlega leiða til þess að hóparnir stækki eða gæti leitt til uppsagna kennara ef á versta veg fer. Stærri hópar geta verið vandamál þar sem álag á kennara eykst og minni tími gefst til að veita nemendum þá að- stoð sem þeir þurfa. Námsöryggi nemenda og vellíðan kennara í starfi þarf að vera í brennidepli og að mínu mati er ekki nægileg áhersla lögð á það í hugleiðingum sem birtust í grein um framtíð Myllubakkaskóla á vef Víkurfrétta. Hins vegar finnst mér mjög já- kvætt að það sé verið að hugsa í lausnum og auðvitað þarf að stuðla að uppbyggingu skóla- og mennta- kerfisins, íþróttasamfélagsins og ekki síður að skólaumhverfið standi undir nútímakröfum í Reykjanesbæ. En er ekki löngu orðið tímabært að láta slíkar umræður fara fram á vettvangi þar sem helstu hagsmunaaðilar geta komið skoðunum, hugmyndum og áhyggjum sínum á framfæri? Umræðan um hvort eigi að rífa Myllubakkaskóla, sameina hann við til dæmis Holtaskóla eða færa hann í húsnæði Fjölbrautar er mjög mik- Simon Cramer Larsen Framhaldsskólakennari við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, formaður skólamálanefndar Félags fram- haldsskólakennara og frambjóð- andi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands. Ræðið við okkur kennara líka ilvæg. Hún á hins vegar að fara fram þar sem kennarar, skólastjórnendur, bæjarbúar og sveitarstjórn sitja við sama borð. Kennarar eiga að hafa aðkomu að því hvernig starfsumhverfi þeir vilja vinna í. Rödd kennara er mjög mikilvæg og þess vegna skora ég á sveitastjórn að íhuga mögulegar lausnir vel og vandlega. Takið sam- talið við kennarana og hlustið á þá. Þvílík reynsla, kunnátta og hæfni er hjá kennurum og það er að mínu mati kominn tími til að hlustað verði á okkur þegar er verið að ræða um starf, menntun og vinnuumhverfi okkar óháð skólastigum. Því er ég viss um að vilji og áhugi sé til staðar hjá kennurum um að ræða og skoða málin í sameiningu. Ungt fólk í Reykjanesbæ Anna Sigríður Jóhannesdóttir BA sálfræði og MBA, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjanesbæ Tvisvar á ári heldur Ungmennaráð Reykjanesbæjar góða fundi með bæjarstjórn og nú í nóvember átti ráðið tíu ára afmæli. Vel gert ung- mennaráð og til hamingju með stór- afmælið. Margar mjög góðar ræður voru fluttar um hvað mætti betur fara í bænum. Nemendur eru að kalla eftir aukinni sálfræðiþjónustu í skólum eða öðrum sérfræðingum til að styðja við andlega heilsu ung- menna. Of margir nemendur eru að glíma við kvíða og þunglyndi að sögn nemenda og þurfa þau aukinn stuðning. Nemendur vilja einnig fleiri félagsmiðstöðvar við grunn- skólana því erfitt getur verið að koma sér í 88 húsið en einnig til að þétta nemendahópinn betur saman í hverjum skóla fyrir sig. Nemendaráð hefur mikið að segja um hvernig um- hverfið í bænum á að vera og hvernig þjónustu þau vilja sjá í okkar sam- félagi. Í ræðum nemenda var vitnað í Barnasáttmálann, Heimsmarkmiðin og ýmsar rannsóknir. Vitnað var í niðurstöður kannana sem Rann- sóknir og greining gera reglulega um líðan meðal ungs fólks. Áhersla er lögð á að meta þá þætti sem skipta máli í lífi ungmenna og meta breyt- ingar í samfélaginu. Tíðarandinn breytist fljótt og höfum við náð góðum árangri varðandi reykingar og drykkju ungmenna en núna er verið að skoða betur koffínneyslu, rafrett- unotkun og svefnvenjur ungmenna. Um 9,8% nemenda í 10. bekk nota rafrettur daglega og 8,3% hafa notað kannabis. Um 22,6% nemenda í 8-10 bekk meta andlega heilsu sína mjög góða og 28,2% meta líkamlega heilsu sína góða. Um 37% meta svo að þau fái oft eða alltaf nægan svefn á virkum dögum. Aðeins 15,5% nem- enda mæta í félagsmiðstöð og þar er tækifæri til að fjölga verulega. Mikilvægt er að hlusta á börn og ungmenni og koma til móts við þau svo líðan þeirra sé góð í skóla- kerfinu og einnig í samfélaginu. Í stefnu Reykjanesbæjar kemur fram að börnin séu mikilvægust, styðjum börn svo þau blómstri í fjölskyldunni, skólum, íþróttum og tómstundum til að auka kraft samfélagsins. Höldum sýkla- lyfjum virkum Í upphafi vitundarviku um skynsam- lega notkun sýklalyfja var haldinn fundur með læknum Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja þar sem Kristinn Logi Hallgrímsson, læknir, fundaði með læknum HSS um þetta þýðingarmikla málefni, vitundar- vakningu um sýklalyf og sýklalyfja- ónæmi. Tilgangur þessarar vitundar- vakningar er að minna einstaklinga, stjórnvöld, heilbrigðisstarfsmenn og aðra aðila á mikilvægi þess að nota sýklalyf skynsamlega og minna á þá ógn sem stafar af útbreiðslu sýkla- lyfjaónæmra baktería. Orsakir sýklalyfjaónæmis eru margvíslegar en ógætileg notkun sýklalyfja hjá bæði mönnum og dýrum er ein sú mikilvægasta. Upp- götvun sýklalyfja er ein merkilegasta uppgötvun læknisfræðinnar og hafa þau komið í veg fyrir milljónir fylgi- kvilla og dauðsfalla vegna smit- sjúkdóma og sýkinga. Því er mikil- vægt að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og viðhalda virkni sýklalyfja um langa framtíð. Skynsamleg ávísun sýklalyfja er samvinnuverkefni heilsugæslunnar, sóttvarnarlæknis og sýklafræði- deildar Landspítala og hófst árið 2017. Fyrirmynd þess er sænskt verkefni sem hóf göngu sína fyrir aldarfjórðungi. Markmiðið er að stuðla að skynsamlegri ávísun sýkla- lyfja og þar með vinna gegn þróun ónæmis og þannig stuðla að verndun og virkni þessarra gríðarlega mikil- vægu og góðu lyf. Í heilsugæslunni á Íslandi, í öllum heilbrigðisstofnunum, er hópur lækna sem á hverju ári mun funda með læknum allra heilsugæslu- stöðva á sínu svæði. Þar er farið yfir stöðuna á sýklalyfjaávísunum og ræddar áherslur fyrir næsta ár. Sjá nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu Embættis landlæknis. https://www.landlaeknir.is/smit-og- sottvarnir/syklalyfjaonaemi-sykla- lyfjanotkun/ Kristinn Logi Hallgrímsson, læknir (lengst til hægri), fundaði með læknum HSS um þetta þýðingarmikla málefni, vitundarvakningu um sýklalyf og sýklalyfjaónæmi. VF-mynd: Hilmar Bragi Tunnufestingar og teygjur á lok Festum tunnur vel og setjum festingar á lok Á veturna glatast fjöldi sorpíláta og innihald þeirra dreifist um íbúðahverfi. Til mikils er að vinna að halda tunnunum föstum og vel lokuðum. Festingar fást hjá gámafélögum og í byggingavöruverslunum. vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár // 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.