Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2021, Síða 6

Víkurfréttir - 24.11.2021, Síða 6
augnablik Með Jóni Steinari Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Einisdalur er lítið dalverpi rétt vestan við Grindavík. Þrátt fyrir smæð sína er hann samt svo risa- stór í minningunni. Þarna eyddi maður heilu og hálfu dögunum við hornsílaveiðar, feluleik og ýmislegt annað dundur. Gjarnan var tekið með nesti og þannig voru dagarnir fljótir að líða í Einisdal. Ekki hafði ég komið í Einisdal í fjöldamörg ár þangað til dag einn í fyrrasumar og með í för var átta ára gamall afagutti. Það var ennþá sami draumkenndi sjarminn yfir þessum fallega stað og minningarnar frá því í bernsku runnu ljóslifandi fyrir augum manns, hvar maður veiddi mest af sílunum og hvar maður datt og hruflaði sig og svo framvegis… Fallegast þennan dag var samt að sjá afaguttann upplifa sömu töfrana og gleðina við sínar hornsílaveiðar og náttúruskoðun og Einisdalur veitti mér. Ekki laust við að maður hafi meyrnað örlítið við þetta hvarf aftur til fortíðar. Hvarf aftur til fortíðar Jón Steinar Sæmundsson 6 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.