Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.11.2021, Síða 14

Víkurfréttir - 24.11.2021, Síða 14
Soroptimistar um allan heim munu í ár. eins og mörg undan- farin ár, slást í för með um 6.000 samtökum í 187 löndum sem leidd eru af Sameinuðu þjóðunum til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn stúlkum og konum með þátttöku í sextán daga átakinu #roðagyllumheiminn, #orangetheworld. Roðagyllti liturinn sem er litur átaksins táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum og stúlkum. Átakið sem nú fer fram í þrítugasta sinn hefst þann 25. nóvember á al- þjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og stúlkum og því lýkur þann 10. desember á hinum alþjóðlega mannréttindadegi Sam- einuðu þjóðanna sem jafnframt er dagur Soroptimista. Markmið sextán daga átaksins er að beina athyglinni að alvarleika kynbundins ofbeldis, fræða almenning og hvetja til að ofbeldið verði stöðvað. Til þess þarf vitundarvakningu. Ein af hverjum þremur konum hafa verið beittar ofbeldi á lífs- leiðinni og er það eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Nærri 140 konur eru myrtar á hverjum degi af nánum fjölskyldumeðlimi. Um 15 milljónir núlifandi unglingsstúlkna, fimmtán til nítján ára, hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Konur eru 72% allra þeirra í heiminum sem hneppt eru í mansal og kyn- lífsþrælkun. 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna hafa verið lim- lestar á kynfærum. Á hverri mínútu eru 23 barnungar stúlkur þvingaðar í hjónaband. Sú hefð hefur skapast að ákveðið málefni verður í brennidepli ár hvert. Áhersla íslenskra Soroptim- ista mun að þessu sinni beinast að stafrænu ofbeldi. Stafrænt ofbeldi fer fram gegnum tæki og tækni, svo sem síma, tölvu og samfélagsmiðla. Notkun á samfélagsmiðlum hefur aukist mikið undanfarin ár og sífellt fleiri konur og stúlkur eru áreittar, beittar ofbeldi, ofsóttar, niður- lægðar eða þeim ógnað gegnum þá. Með auknu aðgengi að stafrænum miðlum og útbreiðslu þeirra varð til ný og oft dulin nálgun á ofbeldi gegn konum og stúlkum þar sem oft er erfitt að rekja ofbeldið, verja sig gegn því og uppræta það. Það getur verið texti eða mynd með skilaboðum eða tölvupósti. Það er líka stafrænt of- beldi ef einhver er að fylgjast með hvað þú gerir í símanum þínum og hvað þú gerir á netinu. Fólk sem verður fyrir stafrænu ofbeldi upplifir oft ótta, reiði, kvíða, þunglyndi og að vera ekki við stjórn á eigin lífi. Fólki finnst það ekki eiga neitt einkalíf, er líklegt til að einangra sig og upplifir hjálparleysi. Tíunda hver kona hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi fyrir heimsfaraldur Covid-19 en nú hefur hlutfallið hækkað mikið. Ýmislegt verður gert þessa sextán daga til að beina athygli að stafrænu ofbeldi. Íslenskir Soroptimistar, sem nú eru um 600 talsins í nítján klúbbum um allt land, munu vera sýnilegir meðal annars með því að klæðast roðagylltum lit, skrifa greinar í blöð og selja appelsínugul blóm eða annan varning. Byggingar í heimabyggð klúbba verða lýstar upp í roðagylltum lit og einnig sendiráð Íslands víða um heim. „Líkt og fyrri ár, verða ýmsar byggingar hér á Suðurnesjum lýstar upp í roðagylltum lit (e. orange) og einnig ætlar Sigurjónsbakarí að selja snúða og kleinuhringi með appels- ínugulu kremi til styrktar átakinu. Við vonum að Suðurnesjamenn styðji við verkefnið eins og undan- farin ár. Það væri líka gaman að sjá heimili skreyta með appelsínugulu,“ segir Þorkatla Sigurðardóttir, verk- efnisstjóri hjá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur. Stofnfundur Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum, FKA Suðurnes, verður haldinn í bíó- sal Duus húsa og á netinu föstudaginn 26. nóvember næstkomandi. Markmiðið með stofnun sérstakrar deildar á Suðurnesjum er að sögn þeirra Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur og Fidu Abu Libdeh að einblína sérstaklega á styrkleika kvenna á Suðurnesjum með aukinni samstöðu. „FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýni- leika og þátttöku. Félagið er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins og er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnu- lífsins,“ segir Fida Abu Libdeh sem hefur ásamt Guðnýju Birnu Guð- mundsdóttur undirbúið stofnun nýrrar landsbyggðardeildar FKA á Suðurnesjum. Styrkleikar kvenna á Suðurnesjum og aukin samstaða „Tilgangurinn er að hittast reglulega og halda fræðslukvöld í bland við skemmtikvöld þar sem eflt verður tengslanet kvenna ásamt því að fræðast um hin ýmsu rekstrar- upp- byggingar og nýsköpunarmál,“ segir Guðný Birna og bætir við að lögð verði sérstök áhersla á fjölbreyti- leika. „Um er að ræða frábæra leið fyrir konur til að efla tengslin og ræða málin, kortleggja tækifærin og taka höndum saman um að skapa hress- andi framtíð sem einkennist af jöfnum tækifærum og nýsköpun sem er nákvæmlega það sem þarf til að tækla áskoranir í takt við nýja tíma eins og heimsfaraldur, fjórðu iðnbylt- inguna og ná heimsmarkmiðum sem búið er að skuldbinda þjóðina að ná.“ FKA í þjónustu við atvinnulífið FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu var stofnað 1999 og var þá Félag kvenna í atvinnurekstri en með- limir félagsins eru nú kvenleiðtogar úr öllum stéttum atvinnulífsins. „FKA Suðurnes verður fjórða landsbyggðardeild félagsins. Við munum eiga samtalið við félags- konur um landið allt, gera okkur gildandi hér á Suðurnesjum, vinna að jöfnum tækifærum og leggja áherslu á að félagskonur hafi gaman saman,“ segir Fida. Öflugt tengslanet „Athafnakonur, stjórnendur og leið- togar úr öllum greinum atvinnu- lífsins mynda þétt og öflugt tengsl- anet FKA um land allt og nú er komið tækifærið fyrir konur á Suð- urnesjum að fóstra nærumhverfið og finna kraftinn. Konur á Suðurnesjum eru sérstaklega hvattar til að fjár- festa í sér og mæta á stofnfundinn. Með því að vera FKA kona tekur þú þátt í fjölbreyttu starfi, ert partur af hreyfiafli og þessu öflugu tengslaneti kvenna. Sem félagskona tilheyrir þú heild og hægt er að benda á marg- víslega verndandi þætti sem fylgja félagastarfi,“ segir Guðný Birna. „Okkar ósk er að efla þátt kvenna í atvinnulífinu, í rekstri og í stjórnum fyrirtækja. Einnig er mikilvægt að stofna sameiginlegan vettvang þar sem konur geta hist og öðlast styrk í hugviti annarra kvenna. Það verða léttar veitingar á stofnfundinum og þar fræðumst við um FKA og mikil- vægi félagsins fyrir konur,“ segir Fida að lokum. Nánari upplýsingar á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu FKA. „Viljum einblína sérstaklega á styrkleika kvenna á Suðurnesjum með aukinni samstöðu,“ segja þær Guðný Birna Guðmundsdóttir og Fida Abu Libdeh Fida Abu Libdeh og Guðný Birna Guðmundsdóttir eru frumkvöðlar að stofnun Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum. Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenn- ingu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenn- ingu. FKA Viðurkenningar- hátíðin er haldin árlega þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Að vanda verða veittar viður- kenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrir- mynd. Konurnar sem tilnefndar eru þurfa ekki að vera félags- konur FKA heldur hvaðan sem er úr samfélaginu, hægt er að tilnefna í einum flokki eða öllum og allir geta sent inn tilnefningu. „Það er mikilvægt að beina kastaranum að flottum fyrir- myndum, fjölbreytileika og fá nöfn af fjölbreyttum hópi kvenna á lista og nöfn kvenna af öllu landinu, sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar af FKA í janúar 2022.“ Verða úrslit kynnt á FKA Viðurkenningarhátíðinni þann 20. janúar 2022 á Grand Hótel Reykjavík. Hægt er að tilnefna á heima- síðu FKA til og með 25. nóv- ember 2021. Konur heiðraðar Félag kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum stofnað SEXTÁN DAGA ÁTAK GEGN KYNBUNDNU OFBELDI 2021 Roðagyllum heiminn Roðagyllt orkuver í Svartsengi. 14 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.