Fréttablaðið - 25.01.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.01.2022, Blaðsíða 1
1 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 2 Þriggja hjóla Euro-strætó Yrkir um fólkið sitt og sveitina Lífið ➤ 16ALLT ➤ 2 Fullvaxinn fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll Settu saman þinn ID.4 GTX á www.hekla.is/gtx Komdu og prófaðu! HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 Verð frá 7.150.000 kr. Svipurinn segir allt sem segja þarf um tilfinningar þessa gests á Ölveri eftir að Ísland tapaði naumlega á móti Króatíu á EM í handbolta í Ungverjalandi í gær. SJÁ SÍÐU 2 FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verð á matvöru hækkar víða umfram vísitölu neysluverðs samkvæmt nýrri könnun. Rekja má hækkunina til heimsfaraldursins. olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Verð á matvöru hækkar umfram vísitölu neysluverðs hjá þremur af fjórum íslenskum mat- vörukeðjum og -verslunum. Þetta kemur fram í niðurstöðum verð- könnunar sem Veritabus gerði í síðustu viku í verslunum Hagkaupa, Festar, Heimkaupa og Samkaupa. Verð á matvöru hjá þremur þeirra hækkaði umfram niðurstöður verð- könnunar ASÍ sem gerð var mánaða- mótin september-október í fyrra. Saman eru þessar verslanir með 53 prósent af veltu matvörumark- aðarins. Bónus var ekki tekinn með í könnuninni. Ástæða þess er sú að mikil fylgni er milli vöruverðs í Bónus og Krónunni. Í f lestum vöru- liðum er Krónan að jafnaði einni krónu dýrari en Bónus og munur á meðalverði á bilinu 1 til 1,5 prósent. Veritabus kannaði einnig vöru- körfu sem innihélt 45 vörur. Karfan endurspeglar helgarinnkaup fjög- urra manna fjölskyldu og er meðal- verð hennar nú um 24 þúsund. Verðbreytingar á matvöru frá því um mánaðamótin september- október 2021 liggja á bilinu -2 til +18 prósent. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 2,3 prósent en slá verður þann varnagla að engar janúarmælingar eru komnar inn í vísitöluna. Innkaupakarfan hækkar mikið í Heimkaupum og Nettó saman- borið við Hagkaup og Krónuna. Skýringin hvað Heimkaup varðar kann að vera að verslunin sé mark- visst að færa sig yfir í dýrari enda markaðarins en allt fram á síðasta ár skipuðu Heimkaup sér í f lokk ódýrari verslana. Þegar verðbreytingar á vöru- körfunni á Covid-tímabilinu eru skoðaðar virðist sem hækkun matarverðs vegna Covid sé fyrst núna að koma fram með afgerandi hætti. Vitað er að miklar erlendar hækkanir eru í pípunum vegna vandamála með aðfangakeðjuna og hækkana á verði hrávöru og orku- verði. ■ Covid-hækkanir rata út í matarverð Breyting Óvissa(+/-) á körfu Hagkaup 1% 3% Krónan 4% 5% Heimkaup 12% 6% Nettó 7% 5% Verðbreytingar frá síðustu verðkönnun ASÍ í haust COVID-19 Andstaðan við sótt varna- aðgerðir og bólusetningar hefur ekki minnkað þrátt fyrir að enda- lok faraldursins séu í augsýn. „Við erum mjög hratt að skera þá hópa sem ekki vilja láta bólusetja sig frá samfélaginu,“ segir Eiríkur Berg- mann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eiríkur varar við stöðunni ef bólusetningarvottorð festist í sessi að faraldrinum loknum. „Þá erum við komin með jaðarsettan hóp sem hefur ekki sama aðgang að sam- félaginu og aðrir. Forsagan segir að slíkir hópar eflist í andstöðu við sitt samfélag.“ SJÁ SÍÐU 4 Óbólusettir verði ekki jaðarsettir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.