Fréttablaðið - 25.01.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.01.2022, Blaðsíða 6
Niðurstaðan í dag var mikill áfangasigur en þetta er áframhaldandi slagur – næsta stopp er hæstiréttur Bretlands. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks arib@frettabladid.is NEYTENDUR „Þetta getur skipt heim­ ili mun meira máli en áður, nú þegar þau eru mörg hver búin að fjárfesta í rafmagnsbílum og orkunotkunin er farin að aukast talsvert mikið,“ segir Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfræð­ ingur Orkustofnunar. „Við hvetjum neytendur til að gera verðsamanburð og að vera vakandi yfir þróun rafmagnsverðs til heimila. Það er mun meiri samkeppni nú á smásölumarkaði með raforku og þar með talið raforkusölu til heimila en var fyrir nokkrum árum síðan.“ Heimili hafa getað valið sér sölu­ fyrirtæki frá árinu 2006 en það var ekki fyrr en 2019 sem samkeppni varð virk. „Það barst kvörtun um að dreifiveiturnar settu neytendur sjálfkrafa í viðskipti við fyrirtæki þeim tengd,“ segir Hanna Björg. Hún segir meginmarkmiðið með því að hafa sölufyrirtæki til þrauta­ varaviðskipta vera að tryggja að neytendur fái raforku þrátt fyrir að hafa ekki valið sér raforkusala. Orku­ stofnun rannsakar nú verðlagningu N1 Rafmagns, áður Íslenskrar orku­ miðlunar, á raforku til viðskiptavina sem völdu ekki að vera í viðskiptum við fyrirtækið. N1 Rafmagn hefur viðurkennt að hafa verið með tvö verð og verður mismunurinn end­ urgreiddur aftur til 1. nóvember. Hanna Björg segir marga þætti til skoðunar. „Við þurfum að leggjast yfir það hvort það séu aðrar leiðir færar til að ná þeim markmiðum sem þessu fyr­ irkomulagi var ætlað að koma á, það er að neytendur standi ekki skyndi­ lega uppi orkulausir og tryggt verði með betri hætti að þeir velji sér raf­ orkusala,“ segir Hanna Björg. n Mikilvægt að fylgjast vel með raforkuverði Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun Raforkusali Verð (kWst) Meðalkostnaður (5.000 kWst á ári) Straumlind 6,44 kr. 2.683 kr. N1 Rafmagn 6,44 kr. 2.683 kr. Orka heimilanna 7,30 kr. 3.125 kr. Orkubú Vestfjarða 7,50 kr. 3.155 kr. Orkusalan 8,08 kr. 3.367 kr. Fallorka 8,44 kr. 3.517 kr. HS Orka 8,59 kr. 3.579 kr. Orka náttúrunnar 8,82 kr. 3.675 kr. Verðsamanburður á raforkusölu til heimila Heimild: Aurbjörg Benedikt sagði af sér árið 2013. Hann er nú 94 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY arib@frettabladid.is VATÍKANIÐ Benedikt XVI, fyrrver­ andi páfi kaþólsku kirkjunnar, við­ urkennir að hafa verið viðstaddur fund þar sem kynferðisafbrot prests var til umræðu. Benedikt hefur verið sakaður um að hafa vitað af kynferðisbrotum presta gegn börnum á meðan hann var erkibiskup í München, en ekkert aðhafst til að uppræta þau. Fram til þessa hefur hann ætíð neitað því að hafa vitað af slíkum brotum. Benedikt segir í yfirlýsingu að fyrri yfirlýsingar hafi ekki verið gerðar af illum vilja. Hann hyggst gefa f leiri yfirlýsingar á næstunni eftir að hann er búinn að lesa allar 1.900 blaðsíður skýrslunnar. n Viðurkennir að hafa setið fund Julian Assange hefur fengið leyfi til að áfrýja máli sínu um framsalskröfu Bandaríkja­ manna til breskra dómstóla. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, lýsir því sem áfangasigri og segir Assange bera með sér ótrúlega seiglu. tsh@frettabladid.is DÓMSMÁL Julian Assange, stofn­ andi WikiLeaks, fékk í gær leyfi til að áfrýja til hæstaréttar Bretlands ákvörðun dómstóla um að heimilt sé að framselja hann til Banda­ ríkjanna. Undirréttur neitaði hins vegar að veita Assange heimild til að áfrýja beint þannig að hann þarf nú að bíða þess að hæstiréttur veiti honum áfrýjunarheimild. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks og einn nánasti sam­ starfsmaður Assange, segir að liðið gætu nokkrir mánuðir áður en málið kemst á borð hæstarétt­ ar. „Niðurstaðan í dag var mikill áfangasigur en þetta er áframhald­ andi slagur – næsta stopp er hæsti­ réttur Bretlands,“ segir hann. „Kerfið er dálítið undarlegt hérna þannig að áfrýjunarrétturinn þurfti að gefa heimild fyrir sitt leyti til að það mætti fara fram á áfrýjun á þessu eina atriði sem út af stóð og þeir féllust á að það væri spurning sem ætti mögulega erindi til hæsta­ réttar. Hæstiréttur þarf síðan sjálfur að veita slíka heimild og lögmenn Julians hafa núna fjórtán daga til að undirbúa beiðni til hæstaréttar, en þetta er mjög mikilvægur áfanga­ sigur, má segja, í þessum lagaslag.“ Atriðið sem um ræðir snýr að ákveðnum tryggingum sem Banda­ ríkjamenn reiddu fram eftir að þeir töpuðu máli um framsalskröfu í undirrétti í janúar 2021. „Tryggingar um það að Julian fengi læknisaðstoð, hann yrði ekki settur undir einangrunarskilmála sem kallast „special administra­ tive measures“, hann myndi ekki fara í Supermax­fangelsi í Florence, Colorado, og fleira í þeim dúr,“ segir Kristinn. Hann bætir því við að umræddar tryggingar hafi verið skoðaðar ítarlega af samtökum á borð við Amnesty International, sem hafi komist að því að þær haldi ekki vatni. Tryggingarnar voru þó sam­ þykktar af áfrýjunardómstól í desember 2021 sem úrskurðaði að hægt væri að framselja Assange til Bandaríkjanna ef svo bæri undir. Að sögn Kristins er afar óvenju­ legt að dómstólar samþykki nýjar forsendur á borð við tryggingarnar í máli í áfrýjunarferli, en um þetta atriði verður tekist á í hæstarétti. „Það er ákaflega þröngur stakkur skorinn, yfirleitt í áfrýjunarrétti, gagnvart nýjum upplýsingum sem hægt er að bera á borð. Það er bara ekki hlutverk áfrýjunarréttar að þar fari fram málflutningur um einhver ný atriði. En þarna fengu Ameríkan­ arnir leyfi til þess að fleygja þessu inn og ekki nóg með það, að miklu leyti byggði áfrýjunarrétturinn umsnúning sinn á niðurstöðu hér­ aðsdóms á þessum nýju atriðum. Þess vegna er ákaflega mikilvægt að fá þetta lagatæknilega atriði inn í hæstaréttinn, hvort þetta sé gjörn­ ingur sem standist skoðun.“ Kristinn segir merg málsins vera þann að á meðan það dregst á lang­ inn í breska dómskerfinu þá „situr saklaus maður í mesta öryggis­ fangelsi Bretlands innilokaður“, en Julian Assange hefur nú setið í Belmarsh­öryggisfangelsinu í útjaðri Lundúna í rúma 1.000 daga. Unnusta Julians Assange, Stella Morris, greindi frá því desember að hann hefði fengið heilablæðingu í fangelsisvistinni vegna mikils álags af málaferlunum. Spurður um hvað líkamlegri og andlegri heilsu Ass­ ange líði segir Kristinn: „Það er náttúrlega ótrúleg seigla í honum og hann tórir en þetta er náttúrlega farið að taka býsna mik­ inn toll eins og menn geta ímyndað sér. Hann er búinn að vera núna í gæsluvarðhaldi í yfir 1.000 daga og það er náttúrlega sem slíkt réttar­ farsbrot og auðvitað tekur það sinn toll að menn séu hafðir innandyra innilokaðir í þennan tíma … Þetta er náttúrlega alveg svakaleg pynding sem á sér stað þarna.“ n Mikill áfangasigur fyrir Assange Kristinn Hrafns- son og Stella Morris, unnusta Julians Assange, ásamt stuðn- ingsmönnum fyrir utan hæstarétt Bret- lands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY bth@frettabladid.is VIÐSKIPTI „Þetta mál er á frumstigi en af minni hálfu gefur það augaleið að ef forsendur eru fyrir því að þetta fari lengra þá hljóta að vera mikil samlegðaráhrif, sérstaklega hvað varðar markaðsmál, innkaup og stjórnun,“ segir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC kísilverksmiðjunnar á Bakka á Húsavík. Arion banki og PCC SE, meiri­ hluta eig andi kís il vers ins PCC BakkiSil icon hf. á Húsa vík, hafa und ir ritað vilja yf ir lýs ingu um kaup á kís il verk smiðj unni í Helgu vík. Líf­ eyrissjóðir eiga í verksmiðjunni. Andstaða er meðal íbúa á Reykja­ nesi við að verksmiðjan verði end­ urræst, en mikil loftmengun fylgdi starfseminni áður en henni var lokað að kröfu Umhverfisstofnunar. Rúnar segir ótímabært að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. n Mikil samlegðaráhrif ef PCC festir kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík PCC á Bakka á Húsavík. arib@frettabladid.is BRETLAND Boris Johnson, forsætis­ ráðherra Bretlands, varar Rússa við því að ráðast inn í Úkraínu. Slíkt myndi einungis hafa í för með sér blóðsúthellingar. Utanríkisráðu­ neyti Bretlands hefur sent hluta starfsfólks síns frá Úkraínu. Johnson sagði að verið væri að útbúa pakka af hörðum viðskipta­ þvingunum ef Rússar láta til skarar skríða. Rússar hafna því að ætla að ráðast inn í landið. n Varar Rússa við að gera innrás 6 Fréttir 25. janúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.