Fréttablaðið - 25.01.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.01.2022, Blaðsíða 2
Verkefnið er gott þó að það hætti nú vonandi sem fyrst þannig að bílstjórarnir geti farið að aka aftur með ferðamenn. Þórir Garðars­ son, stjórnar­ formaður Gray Line Iceland Hei! Rófa sig aðeins Þú færð rófustöppuna á þorrabakkann tilbúna í dós í næstu verslun Ekki öll von úti Covid-farþegaflutningar Grey Line Iceland hófust fyrir áramótin. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir verkefnin eins misjöfn og þau séu mörg. Skemmtilegast sé að skutla fólki aftur í faðm fjölskyld- unnar eftir langa fjarveru. benediktboas@frettabladid.is COVID-19 „Eitt af því sem slökkvi- liðið ráðlagði okkur var að hafa bílana mjög vel merkta. Því þegar við komum fyrir utan hús þar sem við erum að sækja smitaða ein- staklinga þá þurfa þeir að finna bílinn f ljótt,“ segir Þórir Garðars- son, stjórnarformaður Gray Line Iceland sem annast nú f lutninga Covid-smitaðra á höfuðborgar- svæðinu sem ekki þurfa á flutningi að halda í sjúkrabíl. Samningur við Sjúkratryggingar Íslands var undirritaður skömmu fyrir jól. Markmiðið var að létta álagi af Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins sem sá um flutningana. Samningurinn tekur til f lutnings einstaklinga sem eru smitaðir eða ef grunur leikur á smiti, að því til- skyldu að viðkomandi séu færir um að sitja uppréttir í bíl og þurfi ekki á aðstoð heilbrigðisstarfsmanns að halda meðan á f lutningnum stendur. Gray Line lét útbúa fimm bíla til að stytta biðtíma en samningurinn gerði ráð fyrir þremur bílum til að byrja með. Þórir segir ekki veita af. Bílarnir eru vel merktir og fara ekki fram hjá fólki í umferðinni sem Þórir segir að sé gert bæði til að auðkenna bílinn vel en einnig ef eitthvað kemur upp á. „Ef við lendum í óhappi, bíllinn bilar eða eitthvað álíka, þá er mikil- vægt að viðbragðsaðilar geri sér grein fyrir því að þarna sé Covid- smitaður einstaklingur sem skapar enga hættu ef aðilar vita af því og farið er eftir öllum leikreglum.“ Þórir ók sjálfur fyrstu tvo dagana og segir að bílarnir séu með skilrúm á milli og bílstjórinn sé í sérstökum hlífðargalla, með grímu og hanska. „Fólk var auðvitað misveikt en ef maður sýnir nærgætni og umhyggju þá gengur þetta vel. Þetta voru skemmtilegir tveir dagar við stýrið,“ segir Þórir. Þá bendir Þórir á að verkefnin séu eins misjöfn og þau eru mörg. Jafnvel þurfi að sækja fólk í sumar- bústaði eða skutla fólki heim eftir veru á sóttvarnahóteli. Þá sé spennan mikil hjá farþegunum að sjá fólkið sitt að nýju. Gray Line fær boðanir gegn um Neyðarlínuna sem er milliliðurinn. „Þetta er heljarmikið kerfi og ákveðin áskorun en verkefnið er gott þó að það hætti nú vonandi sem fyrst þannig að bílstjórarnir geti farið að aka aftur með ferða- menn,“ segir Þórir. „Við vonum að bílstjórarnir okkar fari að keyra okkar hefðbundnu ferðir með ferðamenn og þá breyt- um við bílunum aftur.“ n Covid-farþegaflutningarnir geta líka verið skemmtilegir Bílstjórarnir eru einangraðir í sér rými og sérstökum öryggisgalla. MYND/BBH birnadrofn@frettabladid.is MENNING Séropnun verður á Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag á milli klukkan 17 og 18 fyrir ein- hverfa og fólk með skynúrvinnslu- vanda. Halla Margrét Jóhannes- dóttir, verkefnastjóri miðlunar hjá Listasafninu, segir markmiðið með séropnuninni að sem f lestir geti notið safnanna og listarinnar. „Fyrir einhverfa getur verið óvissa í því að fara inn á listasafn, ýmiss konar óvænt áreiti, svo sem ljós eða hljóð sem margir einhverfir reyna að forðast, svo við munum minnka þetta áreiti og það verður rólegri stemning,“ segir Halla. Séropnunin í dag er hluti af verk- efninu Tökum höndum saman, sem er samstarfsverkefni Lista- safns Reykjavíkur og Borgarsögu- safns. Verkefnið miðar að því að auka aðgengi fólks að söfnunum og bjóða alla gesti velkomna. „Við höfum verið með leiðsagnir á tákn- máli, sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta og á öðrum tungumálum en íslensku, það er svo mikilvægt að allir hópar upplifi sig velkomna á Listasafn Reykjavíkur,“ segir Halla. Þá segir hún mikinn áhuga á sér- opnuninni í dag. „Um leið og við settum þetta í loftið fundum við fyrir miklum áhuga. Það verður góð mæting en allt innan sóttvarna- og fjöldatakmarkana.“ n Séropnun á listasafni fyrir einhverfa Halla Margrét Jóhannesdóttir. Ivan Pesic reyndist Strákunum okkar erfiður í naumum sigri Króata á Íslandi á EM í handbolta í gær. Ísland á enn góðan möguleika á að komast áfram í undan­ úrslitin á morgun en þurfa að treysta á að frændur okkar Danir vinni Frakka og vinna leikinn gegn Svartfjallalandi fyrr um daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Framkvæmda- stjórn SÁÁ hafði fyrst afspurn af málinu síðastliðinn föstudag og á fundi með Einari í dag fékkst stað- festing og tilkynnti hann þá uppsögn sína,“ segir Anna Hildur Guðmunds- dóttir sem situr í framkvæmdastjórn SÁÁ. Einar Hermannsson sagði í gær af sér sem formaður SÁÁ vegna vændis- máls. Hann sendi yfirlýsingu um að hann hefði svarað auglýsingu um vændiskaup fyrir nokkrum árum. Stundin greindi svo frá því að yfirlýsingin kæmi í kjölfarið á rann- sóknarvinnu sem sýndi að hann hefði keypt vændi af konu sem sé nú skjólstæðingur samtakanna. Þetta er annað áfall SÁÁ á skömm- um tíma. Sjúkratryggingar Íslands sendu nýverið meint brot til héraðs- saksóknara er varðar greiðslur fyrir þjónustu. Boðað verður til fundar í aðal- stjórn samtakanna. 48 manna hópur velur nýjan formann og verður reynt að hraða því enda samtökin án for- manns sem stendur. n SÁÁ án formanns eftir hneykslismál Anna Hildur Guðmunds­ dóttir, í framkvæmda­ stjórn SÁÁ 2 Fréttir 25. janúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.