Lindin

Volume

Lindin - 02.08.1950, Page 5

Lindin - 02.08.1950, Page 5
" 5 • 86 á heimilin, sem við áttum að búa á. Eftir það fór hver heim tii sín þar sem okkar beiö ljúffengur og vel út látinn morgunverður, sem hér heima munai vera kallaður kvöldverður, þó hann væri borðaður um hádegisveróarleytið eða kl. hálf eitt. Eind og þessi fyrsti máls- verður V3r, voru allir hinir, og virtist eins og allt væri gert til að gera okkur fimm kílóum þyngri en við vorum. En það verð ég að segja, að heldur fannst mér undarlegt að borða kvöldmatinn um há- degið og hádegismatinn á kvöldin, en svona er sinn sióurinn í hverju landi og ekki má maður láta slíkt á sig fá. Eitt af því, sem valdiö hafði okkur einna mestum áhyggjum, var, hvernig við ættum að haga okkur vio matborðiö og hvað við ættum að segja og gera í hinum ýmsu tilfellum. Okkur hafði komið saman um, að bezt væri að vera bara nógu kaldur og láta ekkert koma sér á óvart, því að væri maður sífelit að hugsa um, hvað maður ætti að segja eða gera, gerði maöur eintóma vitleysu og yrói sér til stór- skammar. Polli, sem lifði í fyllsta máta eftir þessari reglu, fékk ljúffenga svínasteik fyrsta daginn. Það átti aldeilis aö sýna honum að hann ætti ekki að svelta. En strákurinn er matvanaur, eins og þið munuð efalaust vita og sjá á honúm og hataði svínasteik eins og pestina. Hann gat ekki hugsað sér að láta hana inn fyrir sínar varir. En nú var bara vandinn að gera frúnni það skiljanlegt, án þess að móðga hana. Hann mundi eftir því, að sr. Friðrik hafði eitthvað verið að tala um "svinemad" kvöldið áöur en við lögðum af stað. Já, nú mundi hann það, og þegar frúin rétti honum fatið með þessum ljúffenga rétti á, brosti út undir eyru og sagöi: "Versgod, min lille- ven", hristi Polli höfuðið og sagði grafalvarlegur: "Jeg spiser ikke svinemad". ósagt skal um það látiö, hvað frúin hefur sagt eða gjört, en fullvíst má það teljast, að Polla hefur ekki ^aftur verið boðin svínasteik. | ^^ Ekki tel ég, aö ráðlegt sé að telja upp liö fyrir lið allt, sem gerðist, þar sem gera má ráð fyrir, að slík upptalning

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.