Fréttablaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 4
Prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík
fer fram 12. eða 19.
mars næstkomandi.
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16
www.betrabak.is
Komdu til okkar og prófaðu einstök
gæði Hästens rúmanna.
Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða
þig og veita frekari upplýsingar.
VERTU VAKANDI Í
FYRSTA SKIPTI
Á ÆVINNI
Mennta- og barnamálaráð-
herra segist fagna úttekt
Umboðsmanns Alþingis á
einveruherbergjum og segir
að fljótlega muni ráðuneyti
hans gefa út verklagsreglur
um slík herbergi.
lovisa@frettabladid.is
MENNTAMÁL Mennta- og barna-
málaráðherra vinnur nú að leið-
beinandi verklagsreglum um ein-
veruherbergi, fyrir kennara og
starfsfólk skóla, en þar mun koma
fram hvenær og við hvaða aðstæður
megi nota slík herbergi og hvaða
málsmeðferðarreglur skuli miða
við. Litið verður til núverandi lög-
gjafar, reglugerða og aðalnámskrár
við þá vinnu og það haft að leiðar-
ljósi við útgáfu verklagsreglnanna.
Þetta kemur fram í svari mennta-
og barnamálaráðuneytisins til
Umboðsmanns Alþingis, um ein-
veruherbergi.
Á smu ndu r Einar Daðason,
mennta- og barnamálaráðherra,
segist fagna úttekt Umboðsmanns
Alþingis og að ráðuneyti hans ætli
að bregðast við málinu með fjöl-
breyttum hætti.
„Það þarf að marka reglurnar,
hver er að gera þetta, hvernig er það
gert og hvernig er það skráð,“ segir
Ásmundur Einar, og að afstaða ráðu-
neytisins sé ekki að það þurfi að
banna herbergin alfarið, en að skýra
þurfi betur notkun þeirra.
Í svari ráðuneytisins við bréfi
umboðsmanns Alþingis kemur
fram að þar verði stofnaður vinnu-
hópur með helstu hagsmunaað-
ilum, til þess að skoða álitamál sem
snúa að notkun einveruherbergja.
Þá ætlar ráðuneytið að biðja Brú-
arskóla um upplýsingar um hvaða
skóla þau hafi aðstoðað við ein-
veruherbergi og með hvaða hætti.
Ráðuneytið ætlar einnig að taka
afstöðu til með hvaða hætti beri
að skrá beitingu úrræðisins og til-
kynna viðeigandi aðilum og skoða
hvernig hægt sé að bæta fræðslu og
þjálfun starfsfólks hvað varðar fag-
legar og lagalegar heimildir til að
bregðast við málum nemenda með
alvarlegan hegðunarvanda. Þá segir
að lokum að ráðuneytið muni taka
til skoðunar fýsileika þess að setja
upp miðlæga ráðgjöf, í stað þeirrar
sem Brúarskóli og aðrir sérskólar
hafa sinnt, með það að markmiði að
samhæfa betur ráðgjöf á landsvísu.
„Í stóra samhenginu er það þannig
að það er úrræðaleysið innan skóla-
kerfisins gagnvart því hvernig við
vinnum með börnum sem eru með
ýmsar áskoranir og það er verkefnið
sem er fram undan. Með innleiðingu
nýju farsældarlaganna erum við að
fara inn í það,“ segir Ásmundur
Einar. Samhliða innleiðingu lag-
anna muni hann beita sér fyrir því
að hefja samtal við skólakerfið um
hvernig farsældin komi þar inn og
hvenær félagsþjónustan þurfi að
stíga inn og með hvaða hætti.
„Hluti af þeirra innleiðingar-
vinnu verður að endurskoða
aðkomu félagsþjónustu og annarra
kerfa að skóla án aðgreiningar,“
segir Ásmundur Einar.
Hann segir að með stofnun nýs
mennta- og barnamálaráðuneytis,
og með því að fá félagsmálin líka
þangað inn, sé gerð tilraun til að
endurskoða hvernig mennta- og
félagsmál samtvinnast og að sam-
hliða því verði öll úrræði og tæki og
tól endurskoðuð.
„Við ætlum að fara í þetta samtal
og setja kraft í þessa vinnu svo hægt
sé að skýra hvernig megi gera þetta
og með hvaða hætti.“ ■
Ráðherra vinnur að verklagsreglum
um hvernig nota eigi einveruherbergi
Afstaða ráðu-
neytisins er ekki
að það þurfi að
banna einveru-
herbergi alfarið
en að það þurfi
að skýra betur
notkun þeirra.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Við ætlum að fara í
þetta samtal og setja
kraft í þessa vinnu svo
hægt sé að skýra hvern-
ig megi gera þetta og
með hvaða hætti.
Ásmundur
Einar Daðason,
mennta- og
barnamála-
ráðherra
gar@frettabladid.is
SKIPULAGSMÁL Lögmaður fólksins
sem á eignir á hjólhýsasvæðinu á
Laugarvatni gaf sveitarstjórn Blá-
skógabyggðar tíu daga frest í lok
janúar til að afturkalla fyrri ákvörð-
un sína um lokun svæðisins.
Sveitarstjórn kveður hins vegar
ekki forsendur fyrir því að draga
ákvörðunina til baka og vísar til
fyrri afstöðu í málinu, sem kemur
fram í fjölda bókana sveitarstjórn-
arinnar um málið.
Lögmaður eigenda hjólhýsanna
vildi að Bláskógabyggð gengi til
samninga við staðarhaldara á svæð-
inu og félagið Samhjól um áfram-
haldandi rekstur. ■
Neita áfram að
þyrma hjólhýsum
Hjólahýsaeigendur eru ósáttir við
Bláskógabyggð. MYND/AÐSEND
Jón Gunnars-
son, innanríkis-
ráðherra
arib@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Jón Gunn ars son inn an-
rík is ráðherra sagði á fundi Félags
atvinnurekenda í gær að frumvarp
um að leyfa minni brugghúsum
að selja gestum áfengi væri aðeins
„hænuskref“.
Jón sagði að hann hygðist stíga
stærri skref. „En á sama tíma verð
ég að vera meðvitaður um að við
erum kannski í vandræðum með
okkar samstarfsflokka í meirihlut-
anum og reyndar út fyrir það, það
hafa verið eitthvað skiptar skoðanir
innan okkar eigin flokks, þó að ég
telji að það sé yfirstíganlegt,“ sagði
ráðherra. ■
Ráðherra hyggst
stíga stærri skref
arib@frettabladid.is
REYKJAVÍK Sjálfstæðisf lokkurinn
í Reykjavík mun halda opið próf-
kjör í Reykjavík fyrir komandi
borgarstjórnarkosningar. Ekki var
samþykkt að loka kjörskrá tveimur
vikum fyrir prófkjörið, sem fer fram
12. eða 19. mars næstkomandi.
Viðmælendur Fréttablaðsins
innan f lokksins í borginni segja
að ekki hafi verið um að ræða ein-
stakar fylkingar þegar kom að þeirri
tillögu. Fyrir kosningarnar 2018 hélt
f lokkurinn leiðtogakjör þar sem
Eyþór Arnalds hlaut oddvitasætið,
hann gefur ekki kost á sér á ný. Mikil
óánægja var innan flokksins í des-
ember síðastliðnum þegar til stóð
að halda annað leiðtogaprófkjör.
Hildur Björnsdóttir borgarfull-
trúi og Ragnhildur Alda María Vil-
hjálmsdóttir varaborgarfulltrúi
gefa kost á sér í oddvitasætið. Marta
Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, Þor-
kell Sigurlaugsson, formaður vel-
ferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins,
og Kjartan Magnússon, fyrrverandi
borgarfulltrúi, sækjast eftir öðru
sæti. ■
Sjálfstæðisflokkur með opið prófkjör í borginni
Hildur Björns-
dóttir, borgar-
fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins
4 Fréttir 11. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ