Fréttablaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 12
Á morgun, laugardag, býðst
gestum Landnámssýningarinnar
að taka þátt í skemmtilegri fjöl-
skyldusmiðju, þar sem hægt
verður að útbúa hús fyrir hús-
dýrin í anda landnemanna.
arnartomas@frettabladid.is
Fjölskylduhelgar eru viðburðaröð á
vegum Borgarsögusafns þar sem boðið
er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fjöl-
skyldur á vetrarmánuðunum. Næsta
laugardag stendur Landnámssýningin
fyrir skapandi smiðjunni Hús fyrir hús-
dýrin, þar sem börn munu fá tækifæri
til að fræðast um og útbúa sín eigin hús
fyrir húsdýrin, rétt eins og heitið gefur
til kynna.
„Fólkið sem byggði þennan skála sem
er til sýnis á Landnámssýningunni var
bændur og bændur á þessum tíma voru
ansi háðir því að hafa húsdýr,“ segir Jón
Páll Björnsson, sagnfræðingur og verk-
efnastjóri sýningarinnar, sem leiðir sam-
veruna um helgina. „Húsdýr eru kölluð
það því þau voru ekki villt heldur voru
þau geymd á húsum.“
Jón Páll segir að í smiðjunni verði
annars vegar föndruð og lituð hús-
dýr, en svo fái börnin einnig að búa til
sín eigin hús fyrir dýrin í fullri stærð.
„Börnin sjálf fá að leika húsdýrin og
svo erum við með ógrynni af tómum
pappakössum sem má nýta eins og
stóra Legó-kubba svo krakkarnir geta
smíðað af hjartans vild,“ segir hann.
„Þau geta raðað þessu upp eins og þau
vilja, hvort sem það verða fjárhús, fjós
eða hvað eina.“
Þá bætir Jón Páll við að gestum verði
að sjálfsögðu frjálst að skoða sýninguna
þar sem margt athyglisvert er að finna.
„Fyrir utan þetta er líka í boði fyrir fjöl-
skyldur að skoða ýmislega víkinga- og
landnámstengda leiki, svo það er nóg
hægt að bardúsa þarna.“
Svínin hurfu með skóginum
En hvaða dýr komu eiginlega með land-
nemunum og hver þeirra hafa fylgt okkur
skemur?
„Þau dýr sem hafa fylgt okkur skemur
eru einna helst fuglar, eins og kalk-
únar og endur. Sá búskapur er nýrri af
nálinni,“ segir Jón Páll. „Upprunalegu
húsdýrin sem komu hingað með land-
nemum og á miðöldum voru kýr, kindur,
hestar, hænur, hundar, kettir, og svo voru
þeir líka með svín. Sú svínarækt lagðist
reyndar af, en eftir liggja alls konar
örnefni tengd þeim á borð við Svínadal,
Svínavatn og svo framvegis.“
Svínin sem voru hér á Íslandi á land-
námsöld voru þó ansi ólík þeim sem við
þekkjum í dag.
„Þau voru miklu minni og líka loðin
og minntu svolítið á villisvín,“ segir Jón
Páll og bætir við að svínunum hafi verið
beitt. „Þau voru auðvitað inni á veturna,
en á sumrin var þeim sleppt út eins og
sauðfénu og sáu svolítið um sig sjálf. Svín
borða ekki gras en þau borða rætur og
alls konar neðanjarðargóðgæti, svo þeim
var beitt á skóga. Þegar íslenski skógur-
inn hvarf hurfu þess vegna svínin líka.“
Í síðari tíð varð algengt að húsdýrin
væru höfð í húsum Íslendinga til að hita
þau upp að vetri til, en Jón Páll segir að
ekki hafi verið þörf á því áður en skóg-
arnir hurfu.
„Á landnámsöld var skógur á Íslandi
og nóg af trjám svo fólk gat kynt húsin
sín með þeim,“ segir hann og bætir við
að í þeim rústum sem finnist á Íslandi
finnist iðulega eldstæði með klassíska
víkingalangeldinum. „Dýrin voru þá
geymd í sérhúsum. Síðar meir þegar
eldsneytið var á þrotum fór fólk svo að
finna aðrar aðferðir til að hita húsin sín
og fór þá að nota skepnurnar í það.“
Smiðjan verður opin á milli klukkan 13
og 16 á morgun, laugardag. Ekki er nauð-
synlegt að skrá sig, en Jón Páll segir að ef
byrjar að fyllast sé æskilegt að fólk skoði
sýninguna aðeins, svo hægt sé að halda
dagskránni gangandi. n
Svín borða ekki gras en
þau borða rætur og alls
konar neðanjarðargóð-
gæti, svo þeim var beitt á
skóga. Þegar íslenski
skógurinn hvarf hurfu
þess vegna svínin líka.
Jón Páll Björnsson,
sagnfræðingur
og verkefnastjóri
sýningarinnar
Okkar yndislegi faðir, tengdafaðir,
afi og hjartkær vinur,
Pálmi Lárusson
verkfræðingur,
lést föstudaginn 4. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
15. febrúar kl. 15.
Öll eru hjartanlega velkomin en streymi verður einnig
aðgengilegt á www.mbl.is/andlat
Vilmundur Pálmason Lilja Björk Pálsdóttir
Guðrún Lára Pálmadóttir Trausti Gunnarsson
Elsa Barðdal Vilmundardóttir
Ásrún Ösp Vilmundardóttir Eyþór Ingólfsson Melsteð
Arnþór Víðir Vilmundarson
Ragnhildur Ísaksdóttir
Okkar yndislegi
Jóhann Halldórsson
Hraunbæ 116, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi sunnudaginn 6. febrúar.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju,
mánudaginn 14. febrúar kl. 15.
Streymt verður frá útförinni á streyma.is
Guðrún Siguróladóttir
Andri Már Hermannsson Bryndís Rós Arnardóttir
Kristrún Jóhannsdóttir Þorbjörn Jóhannsson
Pálmi Rúnar Jóhannsson
barnabörn og systkini hins látna.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðbjörg Gísladóttir
lést fimmtudaginn 3. febrúar á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi. Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju þann 16. febrúar kl. 15.00.
Jarðarförinni verður streymt á: youtu.be/XaatXt1BOdI
Einnig er hægt að nálgast streymið á mbl.is/andlat
Hulda Björg Ásgeirsdóttir
Anna Karen Ásgeirsdóttir Jón Steinar Jónsson
Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir Björn Þór Jónsson
Ruth Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Húsdýrin og skógarnir
Svínin sem
við þekkjum
í dag eru ansi
ólík þeim sem
þekktust hér á
landi áður fyrr.
FRÉTTABLAÐIÐ/
AUÐUNN
Á Landnáms-
sýningunni er
nóg hægt að
grúska.
1794 Fundir öldungadeildar Bandaríkjaþings opnaðir
fyrir almenningi.
1814 Noregur lýsir yfir sjálfstæði og slítur samstarfi við
Danmörku.
1823 110 drengir farast í troðningi í hátíðarhöldum á
Möltu.
1938 Breska ríkissjónvarpið BBC sýnir þátt byggðan á
R.U.R., vísindaskáldsögu Karel Capek. Hugtakið
vélmenni (e. robot) kemur fyrir í þáttunum í fyrsta
sinn.
1943 Dwight D. Eisenhower tekur við sem æðsti stjórn-
andi herja bandamanna í Evrópu.
1961 Réttarhöld yfir Adolf Eichmann hefjast í Jerúsalem.
1970 John Lennon greiðir 1.344 punda sekt fyrir hóp
fólks sem mótmælir því að suður-afríska ruðnings-
liðið fái að leika í Skotlandi.
1973 Kvikmyndin Brekkukotsannáll er frumsýnd í Ríkis-
sjónvarpinu.
1975 Margaret Thatcher er kjörin formaður Breska
íhaldsflokksins.
1977 20,2 kílóa þungur humar veiðist við Nova Scotia.
1980 Metafli loðnu veiðist á einum sólarhring á Íslandi:
23.180 lestir.
2008 Turninn, Smáratorgi í Kópavogi er opnaður.
Merkisatburðir
Það var þann 11. febrúar 1990 sem Nelson Mandela var
sleppt úr fangelsi eftir 27 ára vist. Hann hafði verið leiðandi
í baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og var
dæmdur ábyrgur fyrir ýmis afbrot innan hreyfingarinnar.
Mandela eyddi meirihluta vistarinnar á Robben-eyju
þar sem hann var látinn dúsa í litlum fangaklefa og illa var
komið fram við hann. Hann var síðar færður um set eftir að
hann greindist með berkla.
Eftir að Mandela var sleppt úr haldi fór hann fyrir Afríska
þjóðarráðinu í samningaviðræðum fyrir lýðræðislegar
kosningar. Þær fóru fram hinn 27. apríl 1994 og varð Man-
dela fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Suður-Afríku.
Hin síðari ár beitti Mandela sér fyrir ýmsum málefnum,
meðal annars fyrir baráttunni gegn alnæmi. Á árunum 2003
til 2008 fóru fram styrktartónleikar gegn alnæmi undir
heitinu „46664“, fanganúmeri Mandela frá vist hans. n
Þetta gerðist: 11. febrúar 1990
Nelson Mandela sleppt úr fangelsi
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 11. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR