Fréttablaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 14
Sportís er fjölskyldufyrirtæki stofnað 1983. „Við fjölskyldan vinnum hér nánast öll, sjálfur er ég jaðarsportnördinn innan fjölskyld- unnar og því er Kuldi mín deild. Við vildum setja skýra tengingu á milli fjallahjóla og vetrarjaðarsportsins, enda er þetta mikið til sami kúnna hóp urinn sem sækir í þessar íþróttir. Brettavertíðin er tiltölulega stutt hér á landi og þá er eðlilegt að fólk sæki í fjallahjólin á sumrin,“ segir Hlynur. Skíða- og brettafærið í þessum hefðbundnu brekkum hefur ekki verið upp á marga fiska, að mati Hlyns. „Veturinn fyrir norðan byrjaði svakalega vel, en svo kom einhver hitaskúr yfir landið, hitinn fór upp í 14 gráður og allur snjór fór úr fjöllunum við Akureyri. Núna hefur snjó kyngt niður og það stefnir í flott færi í Bláfjöllum á næstu dögum. Ég held þetta verði svona vetur sem byrjar seint, en endar líka seint og eigi eftir að teygjast fram í miðjan apríl.“ Vanda valið „Við hjá Sportís og í Kulda leggjum mikinn metnað í að velja inn vörur og merki sem við þekkjum og höfum reynslu af. Í augnablikinu erum við ekki að selja skíði en erum þó með skíðatengdar vörur. Við viljum einbeita okkur að því sem við þekkjum og höfum reynslu af. Ég hef stundað snjóbretti í um tuttugu ár, eða frá því ég var sex ára. Þá hafði ég sjálfur rennt mér á brettum frá Nitro í um tvö ár og vissi því að þetta væri merki sem mig langaði að bjóða upp á hér á landi. Við tókum því við umboði fyrir Nitro í fyrra. Hér starfar fólk sem þekkir og hefur reynslu af sportinu sjálft. Það myndi ekki ganga að fá einhvern sem hefur aldrei smeygt fæti í bretta skó til að selja hér bretti. Þetta er flókið sport og viðskiptavinir verða að geta treyst því að okkar þjónusta sé byggð á þekkingu, eins og hjá Sportís. Þeir sem starfa hér í Kulda hafa stundað bæði snjóbretti og fjallahjól í mörg ár.“ Nitro, hágæðamerki á enn betra verði „Frá Nitro bjóðum við upp á snjó- bretti og splitbretti, bindingar, brettaskó, ýmsa aukahluti og bretti og skó fyrir yngri kynslóðina. Nitro var stofnað árið 1990 af Tommy Delago og hefur verið að gera rosa- lega flotta hluti undanfarið. Þeir bjóða upp á frábærar vörur á mjög góðu verði. Þeir eru líka naskir að koma sér í samstarf við aðra gæðaframleiðendur þegar þeirra þekking nægir ekki, til að geta boðið bæði upp á gæði og hagstætt verð. Til dæmis framleiða þeir splitbindingar í samstarfi við Spark RND, sem er besti framleiðandi í heimi á splitbrettabindingum. Hjá Kulda færðu flott pakkatilboð á splitbrettum og brettabúnaði. Nitro byggir á mjög flottri hug- myndafræði. Þeir kunna vel að meta litlu snjóbrettabúðirnar sem selja Nitro um allan heim og skilja mikilvægi þess að halda þeim starf- andi. Starfsfólkið í þessum búðum stundar alla jafna sjálft sportið og það eru alltaf langbestu sölumenn- irnir. Ef þú ferð á vefsíðu Nitro er ekki hægt að kaupa beint í gegnum þá, heldur leiðir vefverslunin þig í verslun sem selur Nitro í þínu nágrenni.“ Splitbretti lengir vertíðina Splitbrettasportið hefur verið vin- sælt erlendis en er tiltölulega nýtt á Íslandi, enda er verðið orðið við- ráðanlegra og aðgengi, þekking og framboð orðið betra. „Þetta er eins konar snjóbretti sem þú getur tekið í sundur, sett skinn undir og labbað um á, næstum eins og á snjóþrúg- um. Þannig er hægt að ganga upp nær hvaða fjall sem er og renna sér niður. Þetta er mun hentugra en að ganga upp fjall á brettaskónum með þungt brettið eða skíðin á Bandaríska útivistarmerkið Volcom fæst í Kulda. DB snjóbretta- og skíðatösk- urnar eru ótrúlega þægi- legar og hent- ugar og taka ekkert pláss í geymslu. Kuldi er með umboð fyrir Nitro á Íslandi. Splitbretti verða sívin- sælli hér á landi enda lengja þau skíða- og snjóbrettaver- tíðina um marga mánuði. Hlynur hefur stundað snjó- bretti í tuttugu ár og segir starfsfólk Kulda allt hafa mikla þekkingu og reynslu í bæði fjallahjólum og snjóbretta- sportinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI bakinu. Þetta er ekki nýtt sport úti í heimi en frekar nýkomið til Íslands. Ég held að þyrluskíða- tískan hafi ýtt svolítið undir þetta hérlendis, enda sáu margir að þeir gátu allt eins gengið upp á þessa sömu tinda. Vinsældirnar á þeim ruku líka upp þegar Covid skall á og skíðasvæðunum var lokað. Þá tók fólk stökkið, prófaði búnaðinn og uppgötvaði hvað það er frábært að geta þrammað upp í vel valda hlíð og rennt sér niður á eigin for- sendum, en þurfa ekki að treysta á að skíðalyftan sé opin. Splitbrettin gera fólki líka kleift að stunda snjóbrettin mun lengur. Vanalega hefst skíðatímabilið í nóvember og lýkur í mars eða apríl, sem er stuttur tími. Með splitbrettinu má lengja þetta tímabil. Félagi minn fór til dæmis sitt síðasta rennsli í júlí í fyrra í Kerlingarfjöllum. Við erum að selja frábær splitbretti fyrir konur, karla og jafnvel börn frá Nitro, sem og alla aukahluti sem þarf eins og brodda, skinn, skó, göngustafi og fleira. Snjóflóðabúnaður er svo ávallt nauðsynlegur ef farnar eru ótroðnar slóðir, ásamt því að kunna vel á hann.“ Öryggið á höfuðið „Sweet Protection hjálmarnir eru í heimsklassagæðum. Þetta er ekki gamalt merki en þeir hafa náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Í sumar var fjallahjóla- hjálmur frá þeim valinn öruggasti hjálmurinn af yfir 120 hjálmum sem voru prófaðir í virtu öryggis- prófi Virginia Tech. Þeir framleiða líka ein bestu snjóblindugler sem ég hef nokkurn tíma notað. Það bendir allt til þess að þetta verði eitt stærsta merki á markaðnum þegar fram líða stundir.“ DB tekur ekkert pláss „DB er norskt eðaltöskumerki sem framleiðir fjallaskíða- og snjóbrettabakpoka sem og skíða- ferðatöskur og fleira. Þeir hafa unnið mörg verðlaun fyrir sniðuga hönnun eins og ISPO Award, Design Excellence hjá Norwegian Design Council, Sportfack Gear of the Year og NHO innovation award. Svíinn Jon Olsson, sem er heimsklassa skíðaíþróttamaður og verðlaunahafi, er gæinn á bak við merkið, ásamt Norðmanninum Truls Brataas. Jon var víst kominn með nóg af fyrirferðarmiklum ferðatöskum fyrir skíði svo hann ákvað að gera eitthvað í málinu. Skíðatöskurnar eru til dæmis tveggja metra langar sem passar yfir lengstu skíðin, en svo rúllarðu bara upp endanum þar til taskan passar. Í geymslu eru þessar töskur svolítið stærri en fótbolti. Ég man sjálfur að í gamla daga tók snjó- brettataskan hálfa geymsluna. Nú rúlla ég töskunni bara upp og hún tekur ekkert pláss.“ Bretti vs. skíði „Við seljum snjóbrettafatnað frá Volcom. Þetta er rótgróið merki í brettaheiminum og meðal annars opinber fataframleiðandi banda- ríska snjóbrettaliðsins á Vetrar- ólympíuleikunum.“ Snjóbrettafatnaður segir Hlynur að sé mjög áþekkur skíðafatnaði, þó svo tískan sé ólík. „Snjóbrettafötin byggja á nákvæmlega sömu tækni og skíðafatnaður, enda erum við öll að renna okkur niður sömu brekk- urnar í sama veðrinu. Brettatískan sækir meira í streetwear tískuna með víðum útlínum, á meðan skíðafatnaðurinn er aðsniðnari. Annars er þetta sama gore-texið, sami vatnsheldi rennilásinn og allt. Við eigum líka sérhannaðan fatnað fyrir splitbrettasportið. Þessar flíkur eru teygjanlegri og bjóða upp á meiri hreyfingu, eins og þarf þegar þú labbar upp á fjall, en annars er þetta sami jakkinn og skíðapabbinn fyrir aftan þig í skíða- lyftunni klæðist.“ Við erum í þessu saman Smá núningur hefur verið á milli skíðasportsins og brettasportsins síðustu ár, en sem betur fer minnkar hann með hverju árinu. „Snjóbrettaíþróttin hefur átt erfitt uppdráttar og í gegnum tíðina hefur mun minna verið gert fyrir brettin heldur en skíðin. Á tímabili voru snjóbrettin bönnuð í brekkun- um og í Bandaríkjunum banna þrjú skíðasvæði ennþá snjóbrettaiðkun. Þetta er náttúrulega bara gamall hugsunarháttur þar sem fólk tengdi snjóbrettin við glæpamenn, en þetta er blessunarlega að breytast. Ég heyrði það frá Brettafélagi Hafnarfjarðar að í Bláföllum æfi 250 krakkar vetrarsport í fjallinu. Af þeim stunduðu um150 snjó- bretti hjá þeim síðasta vetur. Skíðaiðkendum fer fækkandi á meðan snjóbrettafólki fjölgar. Snjó- brettaiðkendur nútímans munu kenna sínum krökkum á snjóbretti. Þannig þróast þetta og nýju kyn- slóðirnar velja snjóbrettin fram yfir skíðin. Við erum öll að renna okkur í sömu brekkunni og að styrkja sama fjallið. Enda viljum við öll að þessi góða starfsemi þrífist og við getum haldið áfram að stunda sportið okkar.“ n Kuldi er í Skeifunni 11, í húsnæði Sportíss. Nánari upplýsingar á kuldi.net. Instagram: @kuldi.net- verslun 2 kynningarblað A L LT 11. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.