Fregnir um félagsmál : til félagsmanna KEA - 01.04.1937, Síða 4
4
senda félagsmönnum fréttir af starfsgreinum fé-
lagsins við og við, einkum hinum yngri, sem fé-
lagsmenn þekkja minna. Vill K. E. A. láta sem
fæst tækifæri ganga sér úr greipum til slíkrar
kynningarstarfsemi á hinu nýbyrjaða ári. Hér á
eftir verður vikið að yngstu söludeild félagsins,
sem er Lyf jabúðin.
Svo sem marga mun reka minni til, sóttu ýmsir
áhugasamir félagsmenn úr flestum deildum fé-
lagsins það fast, að kaupfélagið færi að reka lyfja-
búð. Þeir litu svo á, að veikindin væru meir en
nóg böl og erfiðleikar fyrir þá, sem fyrir þeim
yrðu, þótt milliliðagróðinn næði ekki líka til lyfj-
anna, sem eiga að vera framleidd til þess eins, að
gera kranka menn heila, græða sár og bæta mein.
Með samtökum allra félagsmanna var talið lík-
legt, að þessi söludeild félagsins gæti gefið félags-
mönnum arð ekki síður en aðrar deildir þess.
Með þetta fyrir augum var svo „Stjörnu Apótek-
ið“ stofnað árið 1935 og lyfjasalan hafin 2. jan.
1936. Stofnkostnaður varð geysimikill, enda ekk-
ert til sparað að búa lyfjabúðina sem bezt að öll-
um tækjum til samsetningar lyfja. Ennfremur eru
þar áhöld og aðstaða til efnarannsókna, svo lækn-