Fregnir um félagsmál : til félagsmanna KEA - 01.04.1937, Side 7
7
um, því að hagur félagsins er æfinlega þeirra eig-
in hagur.
Góðir félagsmenn! Við lifum á tímum umróts
og erfiðleika. Margir óttast skelfingar nýrrar
heimsstyrjaldar, þar sem allir aðilar hljóta að
tapa þeim verðmætum, sem aldrei verða metin í
krónum eða kúgildum, en það er sú mannúð og
menning, sem þjóðirnar hafa byggt upp á umliðn-
um öldum. Við slíkt fáum við ekki ráðið. Við get-
um aðeins óskað og beðið um frið. En í okkar eig-
in umhverfi getur hver og einn lagt fram sinn
skerf til eflingar friðsamlegrar samvinnu. Við
megum aldrei gleyma því, að hverskonar sundr-
ung leiðir fyrr eða síðar til ófarnaðar. Þótt her-
ópin og vopnagnýrinn berist okkur til eyrna með
öldum útvarpsins, og allir aðilar þykist hafa heil-
agt mál að berjast fyrir, þá verðum við að hafa
það hugfast, að blóðugir bardagar leysa ekki nein
vandræði heldur auka þau. Við megum aldrei
gleyma þeirri staðreynd, sem samvinnufélögin
byggja störf sín á, að eins velgengni er annars
lán, og með vaxandi samvinnu getum við unnið
bug á örðugleikunum. Höfum það því jafnan hug-
fast á hinu nýbyrjaða ári að efla samtök okkar