Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 15
inni. Eru það ljöðasnillingarnir Jóh- Kr. Jóhannes-
son, trésmiður og gamanvísnasöngvari, og As-
mundur Jónsson frá Skúfstöðum.
RITDÓMUR UM KVÆDI JÓH. KR. JÓH.
Þýddur úr Politiken
Þessa síðustu daga hafa oss borist í hendur
nokkur prýðilega ort kvæði eftir miðaldra mann
úti á íslandi, Juhannes Kr- Jóhannesson að nafni.
í fljótu bragði virðist það vera nokkuð einkenni-
legt fyrirbæri að litt menntaður alþýðumaður utan
frá íslandi skuli hafa orðið hlutskarpastur í því
að auðga bókmenntir vorar um svo mörg snilld-
arkvæði, sem raun er á orðin. I heild sinni bera
kvæðin yfirleitt vott um það, að þó að skáldið
hafi ekki notið skólamenntunar, þá hefir það á-
hrifaríkan og þroskaðan bókmenntasmekk ásamt
ótæmandi ímyndunarafli, sem aldrei víkur eina
hársbreidd út af hinum dygðuga vegi sannfæring-
arinnar. Skáldið er auðsjáanlega hvorttveggja í
senn, ákaflega létt um að finna ný form og brag-
arhætti og ekki er síður vert um hitt, að allt sem
hann hefir að segja hljómar eins og tærasta
bergmáf út úr hjörtum allrar alþýðu. Það hefir
verið undarlega hljótt um þennan merkisbera ís-
lenzkrar listar, og er það lítt skiljanlegt að þessi
maður, sem er einn merkasti hugsuður vorra tíma,
skuli ekki hafa hlotið réttmæta viðurkenningu
þings og stjórnar í heimalandi sínu. Þegar litið er