Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 16
14
á þau kjör, sem heimaland skáldsins hefír skapað
því, þá finnst oss ekki ólíklegt, að það feti í fót-
spor ýmsra annara íslenzkra góðskálda og hverfi
af landi burt til að njóta ávaxtanna af fjársjóðum
andríkisins á meðal þeirrar þjóðar, sem kann að
meta andríki þess. Að endingu vill blaðið gera það
að tillögu sinni fyrir munn allrar dönsku þjóðar- 1
innar, hvort ekki væri rétt að landsstjórnin byði
þessu óskabarni listarinnar í opinbera heimsókn,
svo það megi kynnast danskri menningu frá
sjónarmiði náttúruskoðarans og mannvinarins.
Ritstj.
RIRDÓMUR UM KVÆÐI JÓH. KR. JÓH. t
þýddur úr Extrabladet.
A síðustu árum hefur stundum orðið vart nokk-
urrar óánægju á meðal danskra skálda og rithöfunda
yfir hinu takmarkalausa brautargengi íslendinga á
dönskum bókamarkaði. Þegar augu blaðamanns-
ins hvarfla inn fyrir fortjald listarinnar, þá komast
þau ekki hjá að sjá að hin stórvirku íslenzku skáld
eru í raun veru að leggja undir sig hinn danska «1
bókamarkað. Einn af allra nýjustu spámönnum ís-
lendinga og ef til vill sá merkasti, ljóðaskáldið Jó-
hannes Kr. Jóhannesson er eitt hið allra ljósasta
merki um framúrskarandi mikla skáldskapartækni.
Það má segja að skáld æð þess manns sé óþekk
kristaltærri berglind sem þreyttur vegfarandi hefir
leitað í þúsundir ára, en hefir altaf orðið að láta