Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Side 19
VIÐTALSLJÓÐ VIÐ JESÚM KRIST.
Lag: Upp og niður svífur.
Elsku góði Jesú, lausnari minn,
kenn þú mér að skilja kærleik þinn,
þú geía villt mér lífskraft og vernda mitt líf,
helzt þá þegar heimurinn baki við mér snýr.
Ég koma vil að krossi og krjúpa þér við hlið,
sem lækna allra sár villt og taka upp á þig,
hvílík undur kærleika skína frá þér,
það tungan fær ei útskýrt sem sæma vera ber.
Kæri elsku Jesú, ég þjóna vil þér,
það mín mesta upphefð í heimi er hér.
Að hugga hrellda og hrjáða það líkist mest þér,
að lækna sjúka, sára, sem glæpaveginn fer.
Þú sagðir það sjálfur til hvers þú kominn varst,
í leit að týndum sauðum og glataðri hjörð,
setja hana þér við hlið á himni og jörð,
þú gafst þig sjálfan, líf þitt, til lausnar týndri hjörð.
Æ, kæri, góði Jesú, ég tilbið þig,
að vernda mig um lífs míns hála stig,