Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 23
og sameining, vinsemd með kærleikans hug,
sem bjarg fast svo stöndum við saman.
Nú stígum á stokkinn og strengjum |ress heit
að tengjast vel friðarins bandi,
við eflum pá manndáð og guðsríki á jörð,
pá leggjum við veginn að blessunarströnd
að guðsríkis farsældar löndum.
Vér þökkum þér Guð fyrir nýbyrjað ár,
sem færist í aldanna raðir,
vér þökkum þér alfaðir liðið burt ár,
með gleði og tárum það liðið er frá,
þótt endurminning þess geymist.
Nú hefjum upp raddir, nú hefjum upp söng
sem hersveitir alheimsins jöfurs,
ég lýt mínum kóngi í lotning og trygð,
þér lúti hvert hvert mannsbarn um alheimsins bygð
þeim Ivristi sem kom til vor niður.
NYÁRSVERS
Lag: Hvað t)oðar nýjárs blessuð söl.
Það roðar nýju ári af,
frá himnaljósi blik má sjá,
þú Jesú ert mitt líknarráð
og ljósið hirnna kærleikans.