Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Side 30
28
við tignum þig við önnur lönd,
sem land vort ekki skilja,
þau tigni þig þín skáldin ílest
kenn þeim þig vel að skilja
Ó, fagurt ert þú landið vort,
þá sólin roðar fjöllin, t
en kraftinn gefur þú oss títt,
með hafsins ölduföllum,
þá hjartað í þér berst mjög ótt
þá gjósa hljóta fjöllin,
:,: svo hjartablóð þitt streymir hlýtt
svo ekkert fær að frjósa. :,:
Til heilla óskast landsins lýð,
þá sólin roðar fjöllin,
til heilla óskast landsins lýð
þá köldu koma kvöldin-
Til heilla miði allt vort starf
og bróður kærleiks hugar,
:,: til heilla sérhvert handatak
til heilla systra löndin. :,:
Ó, fögur ertu eyjan fríð, y,
þá sólin roðar fjöllin,
æ fögur ertu glóey blíð
þá svölu koma kvöldin,
þá Glóeyg býður góða nótt
og gengur vært í sæinn,
:,: þá hvílir allt svo hljótt og rótt,
VÍð helgan næturblæinn.