Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Síða 31
ÆTTJARÐARLJÓÐ
Lag: Frelsisbæn Pólverja.
ísland, vort land, með fjöll og dali frída
framkvæmdalánd með æfintýri og kvæði,
þú hefir yljað æskuvonum mínum,
unaðssamt er að geta hlynnt að þínum.
Framfara land, þinn fána láttu skína,
fáinn skal öllum þjóðum rétt vorn sýna.
:,: Undir því merki eigum vér að verjast,
íslenzkir starfsmenn, fæddir til að berjast. .:
Hjartkæra land, sem börn þín hefir alið,
í blíðu og stríðu meinar allt hið bezta.
:,: Þér vér þökkum innst af hjartans grunni,
hugljúfa móðurlandið góða fríða- :,:
Hrímþakta land, með hvíta jökultinda,
hljómsterka land, með brimhljóð þinna vinda.
:,: Eldsterkir logar hjartaróta þinna,
gefur oss kraft frá stofni iðra þinna. :,:
Hljómsterka land með hljómi fossa þinna,
bláfjallaland í himinbláum skrúða,
:,: hjá þér ég uni alla æfi mína,
offra þér öllu, bæði í blíðu og stríðu. :,:
Guð gefi oss öllum blessun landsins blíða,
bæði frá sjó og búum landsins hlíða.