Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 34
við látum þá ei friðinn fá,
unz vægðar þeir óska að fá.
Við látum sigurhreiminn hljóma,
öll hræðsla gleymd þá er,
fjendur hrekjum, sigrar ljóma,
vor þjóð er frjáls og frí,
vor þjóð er frjáls svo frjáls og frí
og frelsisskjöldinn hátt upp ber.
Þá þekkist frjáls og frækin þjóð,
sem fyrirlitin var,
hún leggur fram sitt líf og blóð,
land sitt og frelsið ver.
Fram hetjur með vort merki bruni,
öll mannraun gleymd þá er,
en látum sigursönginn drynja.
Við erum frelsuð þjóð,
vor þjóð er frjáls, svo frjáls og frí.
Með drengskap höfum stríðið háð.
Þið þekkið litla, smáða þjóð
með margskyns öfl og stríð
með móðurbál og hugljúft mál
og móðuharðindin stríð.
í deiglu þjóðin varð að bræðast
og skapast enn á ný-
Til dáða sigurshljóma skærra
til heilla landi og lýð.
Við erum þjóð, já, íslenzk þjóð.
Við kærleiks bál skal sigri ná-