Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Side 35
ÞJ ÓÐSAGN ARFÉLAGSKVÆÐI
Með sínu lagi.
Ekkert grænt, ekkert grænt,
bara gapandi urð eður gínandi fen.
Það er gróðrarstöð fyrir framkvæindaleysið
hjá fullvalda þjóð,
vort þjóðfélags blóðuga ben.
En í sannleika sagt er hér gullkista geymd,
það grúir af dýrasta auði,
hið innra er iðandi líf,
hið ytra er hrörnun og dauði.
Skammarorð, svívirðing óð
sundrung vekur, skaðar okkar þjóð.
Sáir illgresis-sæði í hjörtu og blóð,
gjörir eitraða slóð.
Það skapar oss örbyrgðar-glóð-
Meiri sameining sátt, okkar sundraða þjóð.
Það er merki kærleikans anda,
ytra sé kærleikans líf,
sem bætir og græðir öll mein.
Pólitísk orrahríð víki frá,
þá er betra að komast áfram.
yfir íslög og hraun, já pólitísk kaun,
sem skapar oss örbyrðar auðn,
meiri sameining. sátt okkar hjartkæra þjóð,
þá kemst vor þjóð á hærra menningarstig,
hvert hjarta sé eitt- þá er allt léttfleygt og greitt
vor þjóð kemst til valda virðinga.