Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 42
40
margt heimili, hýsti vel og ræktaði sína góðu og
íögru eignar- og ábýlisjörð Sveinseyri, var hepp-
inn aflamaður, enda ötull fjörmaður að hverju sem
hann gekk. Hagleiksmaður var hann einnig og
kunni svo gott skyn á því er búnaðinum fylgir,
að hann var jafnan sjálfum sér einhlýtur um flest,
rnörgum liðsinnandi, en sjaldnast upp áaðrakom-
inn, enda var efnahagur hans ávalt álitlegur. Hann
var höfðingi heim að sækja og gestrisni hans við-
brugðið. Hann gegndi ýmsum opinberum störfum:
var hreppsnefndaroddviti, sóknarnefndarmaður o-
fl. Dannebrogsmaður varð hann 1885. Hann var
ör í lund og það sem kallað er „augnabliksmaður“,
en viðkvæmur og hjartagóður, vinsæll á heimili
sínu og úti í frá, og reyndist öllum konum sínum
blíður og ástríkur eiginmaður; hann efldi heill og
framfarir barna sinna og var talinn góður hús-
bóndi fjölda margra hjúa. Hann naut beztu heilsu
langt fram á elliár. Starfsþrekið og fjörið virtist
lítt þverra að sama skapi og árin fjölguðu. En síð-
astliðið sumar fór honum þó óðum hnignandi, unz
hann lagðist rúmfastur þriggja vikna banalegu.
Þreytti hann kvalafullt helstríð 5 seinustu sólar-
hringa æfinnar og andaðist aðfaranótt hins 23. okt. >*
1910.
Ritað af séra Lárusi Benodiktssyni í Selárdai, presti hins
látna. Þjóðóifur, 47. fb|. 4- nóv. 191 (),
Jk