Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 46
KVEÐJULJÓÐ TIL FÖÐUR MÍNS
Jóhannesar Þorgrímssonar dannebrogsmanns
og óóalsbónda á Sveinseyri í Tálknafirði.
Fæddur 15. júní 1832, dáinn 23- okt. 1 110.
Lag: Leiðast mér dagar.
Minn kæri faðir, ég vil þín nú minnast,
þú varst framsækinn, lipur í lund,
þú stýrðir oft hugdjarfur hrönnum á móti
með guð þinn í stafni og guð þinn við stjórn.
Stýrðir þú alfa lífsins leið
um sólbjarta daga og hrannaskeið.
Þú varst ötull framkvæmdamaður,
góður í skapi með ljúfmennsku lund,
glaður við snauða, hjálp í þörf nauða,
þú réttir fram hönd þína á neyðar stund.
:,: Gestrisni þín hún víðfræg var
og hölðingsskapur á alla lund. :,:
Þú varst jafnan sjálfum þér nógur,
kunnir að smíða vel tré og járn,
þó fórst í hákarlalegur strangar.
Sjö systkini hét farið þitt-
:.: vSíðar er hættir þú ferðunum þeim,
dekkskip þú bygðir úr tíræðingnum.
Þótt dauðinn tæki þrjár þínar konur
á bezta skeiði í blóma lífs.
Það fékk þig aldrei yfirbuguð,