Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 47
45
þú vissir þær komnar til betra heims.
Þú trúðir á guð og eilíft líf,
og Jesú guðs son frelsarann einn- :,:
Þú sæmdur varst krossi dannebrogsorðu
af Kristjáni níunda Danmerkur kóng,
þá árin voru í aldirnar liðin
átján hundruð áttatíu og fimm,
:,: til merkis um dugnað og höfðingsskap þinn
og fyrirmyndar búskapinn. :,:
Þú forsöngvara rödd varst gæddur,
það hljómaði rödd þín í kirkjukór,
stýrðir söng einnig í heimahúsum
sunnudag hvern og vetrarkvöld,
:,: Passíusálma söngst þú hreint,
þú kunnir lag við hvern sálminn einn. :,:
Ég kveð þig nú, yngsta barnið þitt, faðir,
mín móðir var fjórða konan þín-
Þú Ijómar nú hátt í himna höllum
með öllum fjórum konunum þín.
:,: Það mín hjartans gleði er nú
að sjá ykkur líður í guðsríki vel.