Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 50
ENDURMINNINGAR
Sveinseyri við Tálknafjörð (fæðingarstað höf.)
l.ag: Ó, fögur er vor fósturjörð.
Sveinseyri blíð við Tálknafjörð
með hörpu stillta strengi,
ég dái þig mín fósturjörð
við Álftardalsins heiði,
ég dái þig með rennslétt tún
og tigna háu fjöllin
ég dái þig þá döggin blíð
vökvar þinn blómavöllinn.
Sveinseyri hlý með heita laug
og svala norðan vinda,
ég tigna þig við hafsins rönd
og hvíta jökla tinda,
ég tigna þig með rif við strönd
með hvítum skeljasandi,
:,: ég tigna þig sem hafnarbæ
bezt valinn- Vesturlandi. :„
Sveinseyri fríö við Tálknafjörð
með júní kvölda dróma,
þá sólin kyssir hafsins rönd
þá kvöldroðinn skært Ijómar,
þá glóey býður góða nótt
og gengur vært í sæinn,
:,: þá hvílir allt svo hljótt og rótt
við helgan nætur blæinn. :,: