Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Side 53
Nú kveð ég þig bróðir kæri, góði,
þú varst framsækinn, fastur í lund,
fríður á velli, vinum góður,
brautina ruddir þú sterkri mund,
Vatneyrin ber þess merkin ljóst
og allur Patreksfjörðurinn.
Þú varst liþurð og snilli gæddur,
lífið þú kunnir að meðhöndla,
vinirnir munu þín því sakna,
þóttkominn sértnú tilbetraheims.
:,: Andlitið j)itt það Ijómaði skært
síðast er sá ég þig liðið lík. :,:
Hún kveður þig nú þín ástríkkona
hún trúir á guðsinn og góðverkin,
hún veit að sál þín fegin er komin
til sælu heima frá stritinu hér.
:,: Synirnir þínir þeir taka nú við
hlutverki þínu er skildir þú við. :,:
Vér kveðjum þig allir vinirnir þínir,
þú ljómar í himna höllum nú,
vér trúum að ekkert grandað þér fái,
en sælu þú njótir þar svo rótt,
:,: það vor bezta huggun er nú
að vita að þú nú þar Ijómar svo vel. :,: