Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 54
52
TIL AFMÆLISBARNANNA
Davíðs Scheving og konu hans
5. okt. 1935.
Til hamingju óska ég ykkur,
aldurháu prúðu hjón,
áttatíu árin Scheving
unað hefir þú á Frón.
Ei má gleyma góðri konu,
sem gefið hefir allt sitt líf
þér í æfistarfi striðu
staðið sem sanna vörn og hlíf.
Göfug kona nú fram telur
sjö og hálfan ára tug,
heimilisprýði, heiðurs svanni,
börnin sóma sér svo vel.
Frá foreldragarði föru að starfi,
rneð hjartað gott og ljúflings geð,
beztan arfinn pað má telja,
nú heiðurshjónum sæmir vel.
Mitt þakkarorð ég læt í ljósi,
mig lítinn snáða þú græddir vel,
líf mitt var sem strá í stormi,
þú styrk mér veittir, ég dái þig.
Þótt liðin séu mörgu árin
og margt í heimi síðan breytt,
þú sem græddir sviðasárin,
sagan geymir ókomna tíð.