Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 55
53
Þið hjón með ættargöfgi, gáfur,
glöð í bragði, ástúðleg.
Þið elskið alla, enga hatið,
og allt færið á betra veg.
Slíkt mun aldrei, aldrei gleymast
ægir meðan girðir land,
* minning ykkar mun ei gleymast
meðan drottinn blessar jörð.
Þið göfugu hjón með góðar sálir
heims í viðji hranna slóð,
hjálparstoð þá mest á reynir,
gestrisni ykkar víðfræg er.
Þið gleðjið alla, enga hryggið,
4 okkar kærleik ástarmál
ljóma skært á himni og jörðu
og ríki guðs um eilíf ár.
TIL SJÓMANNAFÉLAGS REYKJAVÍICUR
á 20 ára afmæli þess, 23. október 1935.
Lag: Heyrið morgunsöng á sænum.
Tveggja tuga ára fjölda
hátíð haldið þér,
afmæli er Sjómannsfélags
Reykjavíkur nú.
Gleðjumst vinir, verum kátir,
halir meður sprund,